Lítum okkur nær

Sú var tíðin, á dögum Kalda stríðsins og jafnvel stundum fyrr, að sagðar voru undarlegar sögur af Rússum einkanlega þar sem afleitlega tókst til. Það er nú svo með rússneskt samfélag, að það á enn sem komið er töluvert í land að geta verið borið fyllilega saman við lönd í Vesturheimi og vestur Evrópu. Því má ekki gleyma, að margt ákaflega óhönduglega tekst til hjá okkur á Vesturlöndum. Hjá okkur er vaxandi eymd og volæði með skelfilegum afleiðingum Frjálshyggjunnar hverra við máttum berja augum í þýskri margverðlaunaðri heimildamynd um afleiðingar græðgisvæðingar.

Í fyrrahaust sótti Mosi Rússa heim og meira að segja skrapp langt austur í Síberíu, til Kamtsjatka. Auðvitað er margt þar langt á eftir tímanum en Rússar eru komnir af stað að lagfæra sitt hvað í sínu samfélagi. Þeir hafa opnað landið og aukið lýðræði töluvert en auðvitað eiga þeir lengra í land en við. Þetta tekur kannski lengri tíma eftir langa ofstjórn herskárra zara og kommúnistaleiðtoga en á Vesturlöndum.

Þessi frétt af stúlkunni í Síberíu er auðvitað hrikaleg,reyndar skelfileg. Við verðum að treysta því að mannúðarmál séu á réttri leið austur í Rússíá og eigum því ekki að fordæma það sem yfirvöldum yfdirsést. Við sitjum líka uppi með ótrúleg mál sem er ekki okkur til sóma nema síður sé: meðferð samfélagsins á eldra fólki, sjúkum og þeim sem minna mega sín er okkur t.d. til mikils vansa. Er ekki enn verið að hola saman eldra fólki í þröng húsakynni í hagræðingarskyni? Biðlistar eftir bæklunaraðgerðum styttast ekki, dregið er úr ýmissi þjónustu eða hún stórhækkuð: var ekki íhaldið í Reykjavík að hækka á dögunum leikskólagjald um meira en 50%?

Svona er Ísland í dag!

Mosi

 


mbl.is Hundastúlka finnst í Síberíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins manns dauði er annars brauð

Svo segir gamalt íslenst máltæki. Með því er má segja að átt sé við að þegar einhverjum blæðir og tapar, verður það öðrum að gagni.

Útrásin íslenska var aðmestu leyti byggð á sandi. Forsendurnar voru ótakmarkaður aðgangur að ódýru og greiðu lánsfé. Íslensku bankarnir slógu hrikaleg lán erlendis meðan sú vertíð stóð yfir, og lánuðu aftur til eyðslulána á Íslandi. Nú er spilaborgin hrunin með skelfilegum afleiðingumfyrir land og lýð. Nú er komið að skuldadögum, Bretar hafa sýnt okkur klærnar og reyndar aðrar þjóðir líka eins og Hollendingar. Í báðum þessum löndum hefur verið byggð upp auðsæld á löngum tíma, öldum sem útrásarvíkingarnir íslensku töldu að væri unnt að fara stystu leið að auðnum.

Enn virðast erlend fyrirtæki geta sýnt bókfærðan hagnað af braksi með þessi hlutabréf ííslensku bönkunum. Við litlu hluthafarnir ásamt lífeyrissjóðunum töpum nánast öllum okkar fjárfestingum. Okkur er nánast refsað fyrir nægjusemi, sparnað og fjárfestingu sem við töldum vera örugga.

Svona fór með sjóferð þá!

Mosi


mbl.is Kaupþingshlutur metinn á 22 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband