Innri maður skiptir meira máli

 

Að mörgu leyti sammála þeirri hugmynd að afnema skyldu að þingmenn beri sérstakt hálstau. Umfram allt eiga ALLIR að vera sómasamlega og hreinir til fara, virða almennar kurteysisreglur sem þingmenn og lögmenn sérstaklega þekkja vel í sínum störfum.

En tímarnir breytast og við sem fylgst höfum með á undanförnum áratugum horfum upp á sitthvað sem breytist mjög hratt. Fyrir um 35 árum mætti einn af kennurum í Lagadeild HÍ í gallabuxum í vinnuna. Sennilega hefur hann fengið einhverjar snuprur fyrir, alla vega hafa einhverjir við þá gömlu og virðulegu stofnun horft tortryggilega og hvasst á þennan nýliða sem storkaði gömlum og góðum gildum í klæðaburði. Meira að segja laganemar á þeim tíma gengu upp í því að koma í tíma í sparifötunum sínum eins og þær væru stórefnamenn og ættu mikið undir sér.

En eru það umbúðirnar sem skipta meginmáli ef innihaldið er feyskt og morkið? Mörgum finnst hálsbindi og annað hálstau vera merki um hégómamennsku, jafnvel tvískynnung. Er ekki talað um hvítflibbaglæpi í sambandi við bankahrunið og öll þau ósköp? Merkilegt er að þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja óbreyttar reglur í þessum hálstausmálum. Fer þar kannski saman tengsl þessara flokka við aðdraganda að þeim gríðarlegu umskiptum þar sem gríðarleg spilling ekki er útilokuð?

Lengi hefur þessi gallabuxnaklæddi háskólakennari sem áður var vikið að, verið einn af virtustu fræðimönnum þjóðarinnar á sviði lögfræði og þá sérstaklega í Evrópurétti sem nú brennur mjög á vörum þjóðarinnar.

Já er það ekki innri maðurinn sem skiptir meira máli en þau klæði sem maður fer í áður en haldið er af stað í eril dagsins?

Mosi


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband