Enn ein sagan úr spillingunni

Einkennilegir viðskiptahættir 

Í morgun bárust með póstinum tvö nákvæmlega eins umslög frá lögfræðistofunni Logos. Var annað stílað á eldri son minn en hitt á mig. Efni bréfanna var samhljóða: heilmikil lesning, með öllu óskiljanleg venjulegu fólki en í ljós kom að nokkrir athafnamenn og braskarar vilja yfirtaka eign okkar í tryggingafyrirtækinu Exista. Okkur eru boðnir 2 aurar fyrir hverja krónu í þessu fyrirtæki sem aðstofni til eru tvö af þrem stærstu vátryggingafyrirtækjum landsmanna. Eignir okkar tljast ekki vera miklar en námu nokkuð á annað þúsund krónur að nafnvirði.

Braskaranir meta hluti okkar þannig að sonur minn á von á hvorki meira né minna en 3 krónum úr vasa braskfyrirtækis. Undirritaður á von á 22 krónum! Samtals eigum við feðgar því von á 25 krónum úr sjóði þessara örlátu manna! Þetta dugar ekki einu sinni fyrir frímerki, hvað þá burðargjöld fyrir bæði bréfin aðekki sé minnst á rándýravinnu lögfræðistofu sem selur útselda vinnu sína með virðisaukaskatti! Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að hafa svona smávægileg viðskipti um nokkrar krónur gegnum lögfræðistofu!

Nú finnst mér ekki vera rétt að gera þessum bröskurum til geðs að taka svona smánarboði. Upphaflega fengum við feðgar þessi hlutabréf í Exista gegnum Kaupþing en þar áttum við töluvert sparifé í formi hlutabréfa sem nú er allt glatað.

Svona hafa braskarar leikið þjóðina: ekkert er þeim heilagt, hvorki eignarréttur annarra sem þó á að vera varinn af stjórnarskrá en helst eðlilega ekki þar sem braskarar hafa beitt bolabrögðum með fremur ógeðfelddum meðulum í skjóli yfirburðastöðu sem meirihluti í hlutafélagi.

Ef einhver hefði áhuga fyrir að skoða eða sjá þessi bréf, þá skal það vera öllum frjálst að fá aðgang að þeim enda er um almenningshlutafélag að ræða.

Tryggingafélagið Exista er þannig tilkomið að þegar Framsóknarmenn fóru að braska með Smavinnutryggingar þá fengu þeir afhent á silfurfati gegnum vini sína í Stjórnarráðinu Brunabótafélag Íslands sem rann með manni og mús inn í þessa svikamyllu. Brunabótafélag Íslands var stofnað 1905 og var því þar með eitt elsta og traustasta fyrirtæki landsins sem hafði verið rekið með miklum myndarskap í nær heila öld. Alltaf hafði það skilað ríkinu, eiganda sínum arði af rekstri og auk þess byggt upp brunavarnir í landinu.

Þessi umdeilda afhending Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til vildarvina meðal Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna verður því að teljast mjög einkennileg.

Hvernig sagan kemur til með að skýra þessa einkennilegu viðskiptahætti verður framtíðin ein að leiða í ljós.

Mosi


Bloggfærslur 15. apríl 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband