15.4.2009 | 17:28
Enn ein sagan úr spillingunni
Einkennilegir viðskiptahættir
Í morgun bárust með póstinum tvö nákvæmlega eins umslög frá lögfræðistofunni Logos. Var annað stílað á eldri son minn en hitt á mig. Efni bréfanna var samhljóða: heilmikil lesning, með öllu óskiljanleg venjulegu fólki en í ljós kom að nokkrir athafnamenn og braskarar vilja yfirtaka eign okkar í tryggingafyrirtækinu Exista. Okkur eru boðnir 2 aurar fyrir hverja krónu í þessu fyrirtæki sem aðstofni til eru tvö af þrem stærstu vátryggingafyrirtækjum landsmanna. Eignir okkar tljast ekki vera miklar en námu nokkuð á annað þúsund krónur að nafnvirði.
Braskaranir meta hluti okkar þannig að sonur minn á von á hvorki meira né minna en 3 krónum úr vasa braskfyrirtækis. Undirritaður á von á 22 krónum! Samtals eigum við feðgar því von á 25 krónum úr sjóði þessara örlátu manna! Þetta dugar ekki einu sinni fyrir frímerki, hvað þá burðargjöld fyrir bæði bréfin aðekki sé minnst á rándýravinnu lögfræðistofu sem selur útselda vinnu sína með virðisaukaskatti! Það er hreint ótrúlegt að það þurfi að hafa svona smávægileg viðskipti um nokkrar krónur gegnum lögfræðistofu!
Nú finnst mér ekki vera rétt að gera þessum bröskurum til geðs að taka svona smánarboði. Upphaflega fengum við feðgar þessi hlutabréf í Exista gegnum Kaupþing en þar áttum við töluvert sparifé í formi hlutabréfa sem nú er allt glatað.
Svona hafa braskarar leikið þjóðina: ekkert er þeim heilagt, hvorki eignarréttur annarra sem þó á að vera varinn af stjórnarskrá en helst eðlilega ekki þar sem braskarar hafa beitt bolabrögðum með fremur ógeðfelddum meðulum í skjóli yfirburðastöðu sem meirihluti í hlutafélagi.
Ef einhver hefði áhuga fyrir að skoða eða sjá þessi bréf, þá skal það vera öllum frjálst að fá aðgang að þeim enda er um almenningshlutafélag að ræða.
Tryggingafélagið Exista er þannig tilkomið að þegar Framsóknarmenn fóru að braska með Smavinnutryggingar þá fengu þeir afhent á silfurfati gegnum vini sína í Stjórnarráðinu Brunabótafélag Íslands sem rann með manni og mús inn í þessa svikamyllu. Brunabótafélag Íslands var stofnað 1905 og var því þar með eitt elsta og traustasta fyrirtæki landsins sem hafði verið rekið með miklum myndarskap í nær heila öld. Alltaf hafði það skilað ríkinu, eiganda sínum arði af rekstri og auk þess byggt upp brunavarnir í landinu.
Þessi umdeilda afhending Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til vildarvina meðal Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna verður því að teljast mjög einkennileg.
Hvernig sagan kemur til með að skýra þessa einkennilegu viðskiptahætti verður framtíðin ein að leiða í ljós.
Mosi
Bloggfærslur 15. apríl 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar