Umdeildur dómur

Þessi dómsniðurstaða er fólki með venjulega siðferðislega þjóðfélagslega ábyrgð til mikillar hneykslunar. Hvers vegna er blaðamaður sakfelldur og dæmdur í háar fébætur fyrir að segja frá staðreyndum sem eru að öllum líkindum mjög nærri sannleikanum?

Ákvæði 25. kafla hegningarlaganna um ærumeiðingar hafa ætíð verið umdeild sérstaklega sú grein þar sem verknaður um ærumeiðingu sé talinn fullframinn jafnvel þó svo að þar sé í einu og öllu réttilega frá sagt? Rökstuðningur fyrir því að vernda beri slíka hagsmuni sé að betra sé að veita þeim meiri rétt sem ófrægður er með eirri röksemd að „oft megi satt kjurt liggja“.

Blaðamaðurinn var að flytja frétt sem byggðist á vitnisburði konu sem að öllum líkindum segir rétt og satt frá. Ekki fer fram nein opinber rannsókn hvort blaðamaðurinn hafi haft rétt fyrir sér eða hafi farið með fleipur. Sá sem rekið hefur umdeilda starfsemi fær allan rétt umfram það sem kunni að vera satt og rétt. það virðist ekki þurfa að sanna neitt!

Kannski má segja að blaðamaðurinn hefði betur látið nefndan athafnamann ónefndan en láta nægja að nefna fremur aðsetur starfsstöðvar hans.

Þessi dómur sver sig óneitanlega þegar Þórbergur Þórðarson rithöfundur var sakfelldur í Hæstarétti 1934 fyrir það að móðga Adolf Hitler. Hann nefndi í blaðagrein að hann væri „sadisti“ á þýska kanslarastólnum. Krafa kom frá þýskum yfirvöldum gegnum þýska ræðismanninn á Íslandi: Annað hvort verður þessum rithöfundi grimmilega refsað eða strikað verði út allur fiskinnflutningur frá Íslandi til Þýskalands. Þórberg var gerð sekt upp á 500 krónur sem var mikið fé á kreppuárunum. Þá var tímakaupið í atvinnubótavinnunni í Reykjavík slétt ein króna eftir að reykvíska íhaldinu hafði tekist að lækka kaupið sem áður var 1 króna og þriðjungi betur úr krónu.

Hvort íslensk yfirvöld hafi orðið fyrir áþekkum þrýsting frá íslenskum umdeildum athafnamanni sem sagður er hafa verið milligöngumaður vændis og annarra umdeildra athafna, skal ósagt látið.

Mosi

 


mbl.is Fordæma dóm vegna ummæla um vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá að Ingibjörgu

Ingibjörg hefur tekið ákvörðun um að hætta þátttöku í srjórnmálum - að sinni - vegna veikinda. Þetta hlýtur að vera mjög skynsöm ákvörðun tekin í smaráði við góða lækna sem vilja henni vel. Við allir Íslendingar óskum henni alls góðs og að hún nái að komast yfir þessi veikindi sem fyrst.

Ingibjörg skilur eftir sig djúp og farsæl spor í íslenskri pólitík. Hún hefur ætíð verið mjög fyrir lýðræðisleg vinnubrögð og hefur verið þess vegna einn mikilvægasti stjórnmálaðmaðurinn í íslenskri pólitík á undanförnum árum.  Það verður söknuður að Ingibjörgu Sólrúnu. Hún hefur ætíð sýnt af sér í verkum sínum og málflutningi að hún vill öllum vel. Þar fer ekki eigingjörn sjónarmið heldur að vilja koma að gagni fyrir allt samfélagið.

Það verður söknuður að Ingibjörgu Sólrúnu en óskandi er að hún eigi sér eftir að komast yfir sjúkleika sinn endurkomu í stjórnmálin svo við getum áfram notið alls þess góða sem hún hefur beitt sér fyrir í verkum sínum gert fyrir okkur.

Gangi henni allt að óskum og með innilegustu kveðjum um góðan bata og batnandi heilsu.

Mosi

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landhreinsun

Öllum er frjálst að stofna félag í sérhverjum löglegum tilgangi. Þannig er megininntak ákvæðisins um félagafrelsi. Félag sem hefði á stefnuskrá sinni markmið sem hefðu ólöglega starfsemi í för með sér t.d.ofbeldi og aðra refsiverðan verknað, ber ríkisvaldinu að uppræta.

Þessi mótorhjólasamtök sem kenna sig við Hells Angels og sitt hvað fleira, hafa því miður sums staðar í heiminum látið að sér kveða. Þar sem þau starfa hafa yfirvöld annað hvort sýnt einstakt umburðarlyndi eða jafnvel ámælisvert kæruleysi.

Í Þýskalandi er mjög náið fylgst með svona starfsemi. Það er af sérstöku tilefni. Svona starfsemi yfirtók valdstjórnina í sínar hendur á sínum tíma, því miður með ómerkilegu lýðskrumi og valdníðslu. Það glæpafélag flækti Þjóðverja út í stríðsátök sem enduðu með skelfingu sem Þjóðverjar vilja koma í veg fyrir.

Danir eru því miður að horfa upp á vaxandi uppivöðslu glæpagengja í Kaupmannahöfn. Þar er ástandið vesnandi með hverju árinu sem líður. Lögreglan á fullt í fangi að koma lögum yfir þessa vandræðamenn.

Íslensk yfirvöld hafa tekið skynsamlega stefnu í þessum málum. Af þessum Hells angels er einskis góðs að vænta. Af þeim hefur farið misjafnar sögur og sjálfsagt að taka vara af þessu.

Við sitjum uppi með gríðarleg vandræði vegna efnahagshruns af völdum bankakreppunnar. Þar var ekki um neitt ofbeldi að ræða og væri það ekki á bætandi.

Mosi


mbl.is 18 Vítisenglar sendir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband