Verri er mikill auður en gott vit

Því miður hafa auðmennirnir meira vald en vit þeirra sem þessi mál þekkja í þaula. Húsafriðun hefur yfirleitt alltaf verið hunsuð þegar auðmennirnir sýna ráðamönnum seðlabúntin sem þeir þó ekki eiga. Mörg þessara húa er óttalegt klastur og nægir að nefna háhýsin sem byggð voru nyrst í Skuggahverfinu. Hvers vegna voru Kveldúlfshúsin látin þoka? Þau voru merk hús mjög sterklega byggð af miklum metnaði tengdum atvinnusögu þjóðarinnar. Auðvitað átti að finna þessum húsum nýtt hlutverk, t.d. á sviði menningar af ýmsu tagi.

Mosi


mbl.is Verstu skipulagsslysin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri

Geir Haarde og Davíð Oddsson reyndust ekki nógu vel sem forystumenn þjóðarinnar. Þeir voru ekki sérlega sannfærandi í  byrjun síðasta árs þegar grafalvarlegar upplýsingar um stöðu bankanna kom fram. Örfáum dögum síðar koma þeir fram í fjölmiðlum og telja stöðu bankanna aldrei hafa verið sterkari.

Þaðer kannski betra er seint en aldrei að viðurkenna afglöp sín. Geir hefur gert það að nokkru en hefur ekki axlað neina ábyrgð með því að viðurkenna að hann hafi verið flæktur í falli bankanna. Davíð hefur sjálfur ekki viðurkennd nein mistök. Hvorugur hefur sýnt minnstu iðrun.

Að segja eitt í dag á lokuðum fundi og þjóðinni annað á morgun: Það eru forn sannindi að gott sé að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri!

Þjóðin á erfitt með og getur því ekki fyrirgefið þessi hrikalegu mistök sem Sjálfstæðisflokkurinn ber öðrum flokkum fremur ábyrgð á.

Mosi


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. mars 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband