21.3.2009 | 08:20
Dýr verður Davíð allur!
Árið 2002 var afdrifaríkt Íslendingum:
Í ágúst rann útboðsfrestur Landsvirkjunar út án þess nokkurt fyrirtæki kæmi með tilboð í byggingu ævintýrisins við Kárahnjúka. Davíð Oddsson lagðist þá í flakk til Ítalíu og dvaldist í góðu yfirlæti hjá Berlúskóní sem sagður er vera einn spilltasti þjóðarleiðtogi heims. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá heimkomu Davíðs að viljayfirlýsing kom frá umdeildu ítölsku byggingafyrirtæki, Imprégíló að taka að sér þetta skítverk. Ekki þarf að rekja þá sögu nánar.
Þetta sama haust var einnig í deiglunni einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka. Svo virðist vera að mikil ósköp lá á að koma öllu þessu á flot án þess að undirbúningur teldist nægur. Greinilegt er að slegið hefur verið af öllum varúðarráðstöfunum í þessum flóknu málum sem hafa komið okkur landsmönnum mjög illa í koll.
Davíð ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur reynst okkur dýr, meira að segja rándýr.
Betra hefði heima setið en heiman farið. Þá hefði Landsvirkjun verið í dag svo að segja skuldlaus í miklum blóma. Ríkissjóður sömuleiðis þar sem ekki hefði verið farið út í þessa einkavæðingavitleysu. Mjög fljótlega var þessum gömlu ríkisbönkum breytt úr því að vera hreinir viðskiptabankar í fjárfestingabanka með vafasöm markmið. Undir lokin hafði þeim verið breytt í ræningjabæli, sumir viljað líkja þeim jafnvel við spilavíti. Og þessa virkjanavitleysu fyrir austan má segja hafi einnig haft svipuð auðkenni. Það reyndist Íslendingum afardýr reynsla að mjög illa hafði verið undirbúið og sumt alls ekki eins og það sem kom okkur spánskt fyrir sjónir: starfsmannaleigur og margvíslegt svínarí sem gekk út á að svíkja sem mest á vinnandi fólki og íslenskum skattyfirvöldum. Nokkur íslensk fyrirtæki sem áður höfðu verið stöndug, fóru fjárhagslega mjög illa út úr þessu.
Betur hefði verið að doka með og jafnvel hætta við einkavæðingu og ákvörðun um virkjanavafstur þar eystra. Æðibunugangurinn til að auka stundarfylgi þáverandi stjórnarflokka hefur snúist upp í martröð íslensku þjóðarinnar.
Fróðlegt verður að lesa nánar um þessi mál í Morgunblaðinu. Fletti blaðinu öllu í svefnrofunum snemma í morgun en fann hvergi neina frétt um þetta mál fyrr fremur smá klausu á forsíðunni blasti við. Svona getur manni förlast sýn en verra er þegar ráðamenn þjóðarinnar gera önnur eins afglöp og hér hefur verið lýst.
Dýr verður Hafliði allur sagði mosfellskur prestur á 12. öld af sérstöku tilefni. - Dýr verður Davíð allur þegar öll kurl hafa verið dregin til grafar!
Mosi
![]() |
Samson hótaði viðræðuslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 21. mars 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar