Dýr verður Davíð allur!

Árið 2002 var afdrifaríkt Íslendingum:

Í ágúst rann útboðsfrestur Landsvirkjunar út án þess nokkurt fyrirtæki kæmi með tilboð í byggingu ævintýrisins við Kárahnjúka. Davíð Oddsson lagðist þá í flakk til Ítalíu og dvaldist í góðu yfirlæti hjá Berlúskóní sem sagður er vera einn spilltasti þjóðarleiðtogi heims. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá heimkomu Davíðs að viljayfirlýsing kom frá umdeildu ítölsku byggingafyrirtæki, Imprégíló að taka að sér þetta skítverk. Ekki þarf að rekja þá sögu nánar.

Þetta sama haust var einnig í deiglunni einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka. Svo virðist vera að mikil ósköp lá á að koma öllu þessu á flot án þess að undirbúningur teldist nægur. Greinilegt er að slegið hefur verið af öllum varúðarráðstöfunum í þessum flóknu málum sem hafa komið okkur landsmönnum mjög illa í koll.

Davíð ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur reynst okkur dýr, meira að segja rándýr.

Betra hefði heima setið en heiman farið. Þá hefði Landsvirkjun verið í dag svo að segja skuldlaus í miklum blóma. Ríkissjóður sömuleiðis þar sem ekki hefði verið farið út í þessa einkavæðingavitleysu. Mjög fljótlega var þessum gömlu ríkisbönkum breytt úr því að vera hreinir viðskiptabankar í fjárfestingabanka með vafasöm markmið. Undir lokin hafði þeim verið breytt í ræningjabæli, sumir viljað líkja þeim jafnvel við spilavíti. Og þessa virkjanavitleysu fyrir austan má segja hafi einnig haft svipuð auðkenni. Það reyndist Íslendingum afardýr reynsla að mjög illa hafði verið undirbúið og sumt alls ekki eins og það sem kom okkur spánskt fyrir sjónir: starfsmannaleigur og margvíslegt svínarí sem gekk út á að svíkja sem mest á vinnandi fólki og íslenskum skattyfirvöldum. Nokkur íslensk fyrirtæki sem áður höfðu verið stöndug, fóru fjárhagslega mjög illa út úr þessu.

Betur hefði verið að doka með og jafnvel hætta við einkavæðingu og ákvörðun um virkjanavafstur þar eystra. Æðibunugangurinn til að auka stundarfylgi þáverandi stjórnarflokka hefur snúist upp í martröð íslensku þjóðarinnar.

Fróðlegt verður að lesa nánar um þessi mál í Morgunblaðinu. Fletti blaðinu öllu í svefnrofunum snemma í morgun en fann hvergi neina frétt um þetta mál fyrr fremur smá klausu á forsíðunni blasti við. Svona getur manni förlast sýn en verra er þegar ráðamenn þjóðarinnar gera önnur eins afglöp og hér hefur verið lýst.

Dýr verður Hafliði allur sagði mosfellskur prestur á 12. öld af sérstöku tilefni. - Dýr verður Davíð allur þegar öll kurl hafa verið dregin til grafar!

Mosi


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband