12.3.2009 | 10:31
Skattaskjólin lokast - Nýjar vonir
Nú er ljóst að tími skattaskjólanna er úti. Hagsmunir yfirvalda hvarvetna í heiminum eru að upplýsa sem best hvert illa fengið fé streymir og að koma í veg fyrir að þetta fé komi aftur í umferð og verði nýtt af eigendum sínum til miður góðra verka.
Skattyfirvöld eiga eftir að eflast með það í huga að allt eftirlit verði virkara. Mörgum finnst súrt að allt í einu birtist yfirlit yfir bankainnistæður á skattframtölum landsmanna. En sú ósvífni segja þeir sem treysta bankaleyndinni sem nú hefur nánast verið afnumin.
Sennilega falla skattaskjólin hvert á fætur öðru enda hagsmunir gríðarlegir fyrir siðmenntuð ríki.
Það er ekki með öllu svo illt að ekki boði eitthvað gott:
Heyrt hefi eg að upp rann fyrir einum góðum kunningja að hann ætti alldrjúga bankainnistæðu í einum af viðskiptabankanaum þegar hann kíkti á skattframtalið sitt í tölvunni sinni. Hann prísar sig sælan að bankaleyndinni hefur verið afleitt og að hann komst fyrir einstæða tilviljun að hann reyndist ríkari en hann hugði.
Mosi
![]() |
Liechtenstein veitir upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 10:12
Skynsamleg ákvörðun
Mikið gæfuspor var að fá þennan velmenntaða og víðsýna hagfræðing, Gylfa Magnússon, í sæti viðskiptaráðherra. Hann tekur mjög vel ígrundaða og skynsama ákvörðun við erfiðar aðstæður þar sem gæta þarf að margvíslegum hagsmunum landsmanna.
Kollsteypan sem Íslendingar lentu í haustið 2008 var lengi fyrirsjáanleg. Margir höfðu varað við henni en því miður var jafnvel blekkingum beitt til að láta í veðri vaka að allt væri í himnalagi. Meira að segja Fjármálaeftirlitið gaf út n.k. heilbrigðisvottorð um að íslensku viðskiptabankarnir væru við prýðisgóða heilsu.
Þeir sem höfðu varað við, voru jafnvel gerðir enn tortryggilegri. Ríkisstjórn Geirs Haarde vissi eða mátti vita að ekki var allt með felldu.
Ástæðan fyrir því að Bretar beittu Íslendinga hryðjuverkalögunum er að öllum líkindum vegna þess að þáverandi ríkisstjórn vildi ekki ræða þessi mál við bresk yfirvöld. Þar sem engu tauti væri komið við Geir Haarde og ríkisstjórn hans, var tenginum kastað af Breta hálfu með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur Íslendinga. Sjálfsagt hefði verið unnt í tíma að draga verulega úr áfallinu með skynsemi og að ræða við Breta hvernig unnt væri að leysa þessi mál sameiginlega.
Við skulum athuga að þeir sem stjórnuðu íslensku viðskiptabönkunum, virðast hafa stýrt þeim eins og þeir væru ræningjabæli. Þar virðast vildarvinir bankastjóranna og bankastórnanna hafa nánast afgreitt sig sjálfir um lán og fyrir greiðslu án þess að tryggingar og veð væru næg fyrir þeim gríðarlegu fjármunum. Spurning er hvort einhverjir þessara herramanna hafi komið við sögu Scotland Yard eða annarra lögregluyfirvalda, grunaðir eða jafnvel dæmdir fyrir hvítflibbaglæpi? Þeir ógnuðu ekki aðeins breskum hagsmunum, heldur grófu freklega undan fjárhagslegum grundvelli heils lýðveldis!
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki átt sjö dagana sæla. Þó verður að segja að á þeim 40 dögum og 40 nóttum sem liðnar eru frá myndun þessarar bráðabirgðastjórnar, þá hefur heldur en ekki verið unnið hörðum höndum við að kappkosta að leysa öll þessi erfiðu mál. Þessari ríkisstjórn er betur treystandi en ríkisstjórn Geirs Haarde sem vildi fremur stinga höfðinu í sandinn og aðhafast ekkert þegar stormurinn var í aðsigi.
Bestu óskir og þakkir til núverandi ríkisstjórnar. Með þrotlausri vinnu og þolinmæði má finna góðan grundvöll að byggja nýtt Ísland. Haldið áfram með ykkar góða starf!
Mosi
![]() |
Vonast eftir samkomulagi í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2009 | 09:39
Sjálfstæðisflokkurinn í sjálfheldu
Lengi vel var endurskoðun stjórnarskrárinnar fyrst og fremst sérverkefni þeirra forystumanna Sjálfstæðisflokksins sem fallið höfðu í áliti formannsins. Þannig var ýmsum fyrrum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins falið að endurskoða stjórnarskrána og var þeim yfirleitt veitt frjálsar hendur til þess. Sjaldan komu einhverjar góðar ábendingar eða tillögur um breytingar, það var yfirleitt um einhverjar lítilsháttar orðalagsbreytingar að ræða sem oftast viku að valdinu. Hins vegar var kostnaður töluverður.
Nú eru aðrir tímar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur ríkjandi í Stjórnarráðinu og kominn í stjórnarandstöðu. Það er ný heimssýn sem margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga greinilega erfitt með að sætta sig við. Fyrrum menntamálaráðherra og núverandi varaformaður flokksins stendur fyrir einkennilegu málþófi. Ríkisstjórninni er núið um nasir að leggja fram og ræða mál sem Sjálfstæðisflokkurinn telur að skipti engu máli í samtíðinni.
Það er nú svo að brýn nauðsyn ber að endurskoða stjórnarskrána sem fyrst og það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi er lykillinn að því starfi: að unnt sé að koma að nýjum viðhorfum og þekkingu til að endurskoða stjórnarskrána. Endurskoðun stjórnarskrárinnar á ekki að vera einkamál Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin vill nýja og breytta stjórnarskrá þar sem byggt er fyrst og fremst á mannréttindum og lýðræði. Gamla stjórnarskráin er barn einveldis 19. aldarinnar þegar konungarnir töldu sig þiggja umboð sitt frá guði almáttugum að stjórna landi og lýð. Þessi núverandi stjórnarskrá byggist á valdinu, skiptingu þess, hver fer með valdið, hvers er hvurs & þannig. Mannréttindakaflinn er eins og hver önnur afgangsstærð gamla fyrirkomulagsins, síðasti kaflinn. Þessu þarf auðvitað að snúa við.
Sjálfstæðisflokkurinn er eins og gömul útigangsrolla sem komin er í sjálfheldu langt frammi á bjargbrún. Hvort rolla þessi þráast við að reyna að rembast að komast eitthvert áfram, þá blasir annað hvort við að snúa frá villu síns vegar eða hrapa niður hengiflugið. Ekki er nein leið fær gegnum bjargið, til þess hefur rollan engin tæki eða þekkingu að bora sig gegnum fjallið. Rollan er í sjálfheldu. Kannski þarf að senda björgunaleiðangur til að koma henni úr sjálfheldu?
Betra hefði verið að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig betur á stöðu mála. Þjóðin vill taka frumkvæðið frá forystu Sjálfstæðisflokksins við þá nauðsynlegu vinnu að endurskoða stjórnarskrána.
Mosi
![]() |
Gagnrýna frumvarp en vilja sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 12. mars 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar