Harmagrátur Sjálfstæðisflokksins

Þvílík ræða Sigurðar Kára Kristjánssonar. Ætla mætti að vondar tungur séu að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann hefði verið í ríkisstjórn síðastliðin tæp 18 ár. Auðvitað var gerð röð af mistökum sem Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki hlaupist undan.

Sigurður Kári ætti að finna sér e-ð annað verðugara að dunda sér við en að verja gjörsamlega vonlausan málstað. Að fárast út í einhverjar skattahækkanir það er vægast sagt broslegt að ekki sé meira sagt. Auðvitað verður ekkert hróflað við sköttum á þessu ári enda mælir flest á móti því að skattar séu hækkaðir án fyrirvara. Nú er árið byrjað og ekki gott að leggja aukna skatta og láta gilda afturfyrir. Þetta gerði þó Sjálfstæðisflokkurinn fyrr á tímum og fór létt með það.

Mig langar til að benda á, að þeir sem eru loðnir vel um lófana, sannkallaðair ríkisbubbar, fyrir þeim eru auknar skattgreiðslur mun léttari en auknar skattálögur barnafólks og fátæku ekkjunnar. Mættu þeir taka Einar Benediktsson til fyrirmyndar í fleiru en raka saman ofsagróða.

Einhverju sinni var lagt útsvar sem oftast á Einar. Þótti honum upphæðin mjög lág og kærði álagninguna - til hækkunar, enda þótti honum skattfjárhæðin vera svo kotungsleg að sér sæmdi ekki að vera þekktur fyrir að greiða „vinnukonuútsvar“.

Við eigum að vera stolt af því að geta tekið þátt í rekstri þjóðfélagsins. Viðeigum hins vegar kröfu á að halda uppi þeirri þjóðfélagsþjónustu sem við þurfum á að halda. Þess vegna eigum við að halda uppi skólunum, heilbrigðiskerfinu og öðru því sem er okkur mikilvægast.

Hins vegar má gjarnan strika út - og það sem fyrst - öllum óþarfa rándýra útgjaldaliði eins og allt sem tengist her og vitaóþarfa slíku prjáli.

Mosi

 


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælin halda áfram uns Davíð segir af sér!

Óhætt má segja að hnútkast gangi milli ríkisstjórnarinnar og Davíð Oddssonar. Greinilegt að Davíð irðist einskis og svarar Jóhönnu eins og syndarinn telji sig vera alsaklausan af öllu því sem honum hefur verið núið um nasir.

Raunverulega líta margir á Davíð sem persónugerving pólitískrar spillingar Íslandi. Á velgengis árum sínum leyfði hann sér sitthvað sem ekki þykir sjálfsagt í lýðræðislegu þjóðfélagi. Pólitískar ráðningar í mikilvægar stöður eru hvergi nema ígjörspilltumþjóðfélögum. Þá þykir alltaf rétt að bera undir aðra embættismenn, þingnefndir, þingið og jafnvel þjóðina mikilvæg mál áður en teknar eru pólitískar ákvarðanir. Dabbi og Dóri (Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson) þóttust vita allt miklu betur þegar sól þeirra skein hvað glaðast. Þannig var farið út í allt of umfangsmikla, mjög umdeilda og dýra framkvæmd við byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem olli því að íslenska örhagkerfið bullsauð. Þá var veittur pólitískur persónulegur stuðningur við umdeilt árásarstríð þeirra félaga Bush og Blair í Írak. Síðustu árin hafa stýrivextir verið keyrðir óhóflega upp úr öllu valdi í Seðlabankanum eins og versti óviti hafi verið við stýrið. Allt of háir stýrivextir ollu Icesafe blöðrunni og þeir hafa einnig komið þúsundum Íslendinga út á kaldan klaka fjármála sinna. Eigið fé íslenskskra fyrirtækja hefur verið að brenna upp af þessum ástæðum með tilheyrandi samdrætti og mesta atvinnuleysi í áratugi.

Mótmælin sem verið hafa í allan vetur höfðu fern markmið:

Að krefjast afsagnar ríkisstjórnar Geirs Haardes. Kosningar til Alþingis, og afsögn stjórna Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka. Öll markmiðin nema það síðasta hafa náðst. Fyrir utan Seðlabankann í morgun eru því mjög eðlilegt framhald af búsáhaldabyltingunni því sem verið hefur, sjá nýjustu fréttir: http://www.mbl.is/player/mblplayer.swf

Og Davíð telur sig ekki eiga að axla neina ábyrgð þó svo að hann hafi haft þessi gríðarlegu miklu völd.

Mosi


mbl.is Hittu ekki seðlabankastjórana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband