Skynsamleg ákvörðun

Ákvörðun um að hætta við málssókn er skynsamleg. Við eigum miklu fremur að leggja áherslu á viðræður við Breta um að þeir veiti okkur alla þá aðstoð að upplýsa þessi mál. Finna þarf þann mikla auð sem féfettar fluttu úr sjóðum bankanna í skattaparadísir.

Scotland Yard hefur yfir að ráða afburða sérfræðingum í hvítflibbaglæpum. Okkar lögregluyfirvöld stöndum þeim langt að baki. Við þurfum að ná sem fyrst árangri!

Mosi


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Sparkfrumvarpið“

Frumvarpið um Seðlabankann þar sem megintilgangurinn er að skipta út bankastjórum einkum þeim sem þráast að standa upp, er sannkallað „sparkfrumvarp“.

Svo er eins og Davíð eigi sér allmörg líf, - eins og kötturinn. Hversu mörg eru eftir er ekki gott að segja en vonandi fer hann að sjá að sér blessaður karlinn. Hann hefur verið valdamesti maður á Íslandi og ekki eru allar ákvarðanir hans sem hafa verið nógu vel ígrundaðar. Nú sitjum við uppi með verstu fjárhagsvandræði sögunnar og auk þess karlinn líka.

Viðtalið í Kastljósi ríkissjónvarpsins í gærkveldi minnir óneitanlega á Bubba kóng sem Davíð lék á Herranótt fyrir um 40 árum. Þá sló hann sannarlega í gegn og vakti mikla kátínu og ómælda gleði meðal flestra. áhorfenda. En í raunveruleikanum er þetta ekki lengur brandari. Ástandið er grafalvarlegt og við þurfum enga ráðamenn sem haga sér sem einræðisherrar. Vitjunartími Davíðs er fyrir löngu upprunninn. Sjálfur örlagavaldurinn á ekki að komast upp með að leika sér að þjóðinni.

Mosi


mbl.is Fundur boðaður í viðskiptanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband