Háll sem áll

Enginn stjórnmálamaður hefur haft jafnmikil áhrif undanfarin ár á íslenskt þjóðlíf sem Davíð Oddsson, bæði til góðs og ills.

En Davíð er háll sem áll. Sennilega eru ekki margir sem hafa haft kenningar Macchiavellis jafn vel í huga og nýtt sér sem fyrirmynd og Davíð.

Hann er með slóttugri stjórnmálamönnum heims og beitir öllum tiltækum ráðum til að koma sér úr þeirri klípu sem hann hefur komið sjálfum sér í.

„Með ofháum stýrivöxtum voru lífskjörin fölsuð“ sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á prýðisgóðri ráðstefnu um kreppuna á vegum Kjalarnesprófastsdæmis fyrr í mánuðinum í Norræna húsinu. Nú hafa stýrivextirnir háu snúist upp í andhverfu sína með þeim skelfingum sem við sitjum uppi með - ásamt Davíð.

Mosi


mbl.is SÍ naut trausts erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins loksins birting á Opnu bréfi til Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu

Í ársbyrjun sendi undirritaður grein í Morgunblaðið með ósk um birtingu: „Opið bréf til Sjálfstæðisflokksins frá Guðjóni Jenssyni“. Greinin var send á venjulegan hátt gegnum innsendingarkerfi Morgunblaðsins og var send tilkynning til mín um staðfestingu móttöku. Fyrir einhverjar ókunna ástæður datt greinin út úr gagnagrunninum. Þegar hvorki bólaði á birtingu né rafpósti með athugasemdum um efni greinarinnar, þá var ljóst að eitthvað dularfullt og óvenjulegt væri á seyði.

Greinin var borin undir ýmsa málsmetandi menn og þótti þeim einkennilegt að þessi grein væri ekki birt. Þó svo að um nokkra kröftuga gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn er að ræða, þá er hún studd góðum og gildum rökum og minnst á, að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki varpað frá sér ábyrgð á stöðu mála. Enginn annar stjórnmálaflokkur hefur haft jafnmikil áhrif á undanförnum tæpum tveim áratugum og Sjálfstæðisflokkurinn. Ýmsar umdeildar og vafasamar ákvarðanir leiddu til bankahrunsins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðiðsig afar illa við að bjarga því sem bjargað verður. „Grafaræningjarnir“, sálarlausu gróðamennirnir tóku af skarið og hafa gengið ljósum logum eins og ræningjalýður og lagt bankakerfið í rúst og þar með fjárhagslegt öryggi einstaklingsins sem fyrirtækja.

Meðfylgjandi er greinin sem er í fylgiskjalinu: Litli hluthafinn og lífeyrissjóðirnir.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband