Er traustið einskis virði?

Á myndinni með fréttinni má sjá Geir Haarde með hendur spenntar, rétt eins og hann sé að biðja til guðinna um betri tíð.

Geir og fleiri ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum hefðu orðið stærri í hugum allra sem gera sér grein fyrir þeim gríðarlega vanda sem nú þarf að vinna sig úr í efnahagsmálum Íslendinga. Þeir hefðu átt að viðurkenna að þeir hefðu gert mistök. Enginn er verri þó hann viðurkenni mistök sín heldur verður maður að meiri.

Í kristinni trú þykir sjálfsagður hlutur að viðurkenna mistök, sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar. Sá sem ekki telur sig hafa þann eiginleika er með því að sýna öðrum hroka og í þessu tilfelli, falli bankanna eftir einkavæðingu þeirra auk fjölda annarra mistaka, einnig þeim sem hafa orðið fyrir tjóni mikla lítilsvirðingu. Sparifé okkar og lífeyrissjóðsinneign hefur skerst verulega vegna féfletta og braskara.

Við skulum einnig minnast þess, að nú er ekki lengur nauðsynlegt að lúta í duftið eins og tíðkaðist á dögum Spænska rannsóknarréttarins. Menn verða ekki brenndir á báli né teknir af lífi á annan hátt þó þeir viðurkenni mistök. Ekki þurfa menn að svifta sjálfir sig lífi eins og tíðkast jafnvel enn í Japan.  Það er því einskis að óttast en allt að vinna aftur traust með því að viðurkenna mistök sín.

Í viðtalinu við breska blaðamanninn kom í ljós, að Geir hafði aldrei samband við Gordon Brown eftir að sá síðarnefndi beitti Íslendinga hermdarverkalögunum. Þetta er hreint ótrúlegt og nánast ófyrirgefanlegt. Það er gömul og góð venja að sá sem veit upp á sig skömmina biðji um betra veður.

Enn eitt dæmið um hve traustið á Sjálfstæðisflokknum og fylgispekt við hann ætti undir venjulegum kringumstæðum bókstaflega að hrynja. 

Mosi


mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúgari þjóðarinnar

Hallur Hallsson blaðamaður ritar greinarstúf í Morgunblaðið í gær, fimmtudag:  „Af ljótasta einelti Íslandssögunnar“. Þar er auðvitað borið blak af Davíð Oddssyni eins og hann sé eins og hver annar saklaus engill sem vont fólk er að ofsækja bæði seint og snemma. Hins vegar erum við mótmælendur sem vilja spillinguna burt og viljum betra og réttlátara þjóðfélag nefndur „skríll“. Getur nokkur blaðamaður lotið lægra í duftið í dálæti sínu á mesta kúgara þjóðarinnar?

Sú mikla mótmælaalda undanfarnar vikur minna um margt á þegar alþýða Austur-Evrópu safnaðist saman þúsundum saman á götum og strætum og kröfðust mannréttinda. Þau kölluðu eins og við íslensku mótmælendurnir: „Spillinguna burt“. Þau vildu valdhafana burt. Og þau vildu bæta þjóðfélagið, kosningar og nýja stjórnarskrá.

Hvað Halli gegnur til að nefna okkur mótmælendur „skríl“ er óskiljanlegt. Í orðabók þeirri sem lengi vel var kennd við Mennigarsjóð er orðið „skríll“ skýrt: „siðlaus múgur, ruslaralýður, aga- og menningarlaust fólk“. Meðal þeirra sem mótmælt hafa eru virtir einstaklingar margir hverjir með afburðamenntun, meira að segja einn núverandi ráðherra! Það verður því að vísa skrílstimplinum hans Halls Hallssonar yfir til föðurhúsanna með þeirri von að hann skoði betur eftirleiðis þann texta sem hann ætlast til að aðrir lesi í fjölmiðlum landsins.

Um Davíð er það að segja, að hann er eins og hver önnur opinber persóna. Hann hefur gegnt starfi borgarstjóra í Reykjavík, forsætisráðherra og nú Seðlabankastjóra. Ákvarðanir hans hafa oft sætt mikilli gagnrýni og flestir líta á hann sem kaldrifjaðan stjórnmálamann sem gjarnan vill taka mikla áhættu rétt eins og sá sem hefur gaman af að leggja stórfé undir í spilum. Völd og valdagleði er eins og hver önnur fíkn. Davíð er enginn undantekning og hefur með kolröngum ákvörðunum sínum dregið allt þjóðfélagið niður í það lægsta svað þar sem sálarlaus auðhyggja grundvölluð á braski og frjálshyggju þar sem allt á að vera frjálst, rétt eins og í frumskóginum. Sá kaldrifjaðasti og áhættusæknasti á því að hafa fullkomið frelsi að féfletta ekki aðeins fátækar ekkjur, barnafólk og fátækt og umkomulítið fólk, heldur heila þjóð og koma fjármununum undan í skattaskjól á fjarlægum slóðum.

Ákvarðanir Davíðs hafa því orðið mjög afdrifaríkar fyrir okkur Íslendinga: bygging Kárahnúkavirkjunar olli ofhitnun á örlitla hagkerfinu íslenska, bankarnir einkavæddir, bindiskylda afnumin, stuðningsyfirlýsing við umdeilt stríð í Írak og nú síðast þegar hann stendur fyrir hæstu stýrivöxtum í allri Evrópu. Með þessum óhóflega háu stýrivöxtum jók Davíð enn meir vandann af Icesafe reikningunum og jöklabréfunum sem nægir voru þó fyrir. Þess má geta, að Alþjóða gjadeyrissjóðurinn hefur staðfest aðvaranir okkar sem vildu ekki ráðast í Kárahnjúkavirkjun. Sú framkvæmd var of stór fyrir litla hagkerfiskrílið íslenska.

Það er því mjög skiljanlegt að núverandi ríkisstjórn vilji koma Davíð frá völdum. Hann er með þessum háu stýrivöxtum að ganga mjög að fjárhag fyrirtækja og einstaklinga. Eigið fé fyrirtækja er víðast hvar horfið og þau eru orðin mjög háð nauðsynlegu rekstrarfé sem kostar þau allt of mikið.

Þegar svonefnd Ólafslög voru sett 1979 var það viðurkennd aðferðafræði að þegar verðbólga fór niður þá væri ástæða að hækka vexti. Hins vegar þegar dýrtíðin jókst, þá lækkuðu raunvextir. Nú er svo komið að hvort magnar hvort annað, dýrtíðin og háu vextirnir. Útkoman er gríðarlega hagstæð skilyrði fyrir braskara að auðga sig jafnvel enn meir en þá gátu látið sig dreyma um.

Það er því nauðsynlegt að aftengja tímasprengjuna Davíð í Seðlabankanum.

Mosi


Bloggfærslur 13. febrúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband