4.11.2009 | 14:42
Lygileg launakjör
Stundum hefur verið sagt um Sigmund Davíð að hann hafi komið, séð og sigrað - í Framsóknarflokknum. Hann hefur marg sinnis verið staðinn að því að hafa tungur tvær - og talað sitt með hvorri. Það er ekki langt að sækja það, því forystusauðir Framsóknarflokksins hafa margsýnt og sannað að þeim hefur ekki alltaf verið treystandi. Þeir eru undirförulir og grályndir eins og segir í fornum sögum íslenskum og sjálfsagt betra að hafa varann á og trúa þeim mátulega.
Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið kenndur við slægð og refshátt. Á þeim bæ hefur oftar verið hugsað um að auðga sig og flokkinn auðvitað líka með því að kanna og nýta allar rottuholur þar sem þefa má uppi og finna eitthvað nýtilegt og fémætt. Lengi var það stóriðjan og er sjálfsagt enn, spillingin er ábyggilega umtalsverð en fram að þessu hefur ekki mikið komið í ljós - ekki enn þá.
Þessi hetja Framsóknarflokksins hefur tekist að öngla tæpum 53 þúsundum króna fyrir hvern setinn fund í skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Það þykir vera nokkurn veginn meðalkaup á viku hverri hjá mörgum í fjölmennri stétt venjulegs launafólks.
Skipulagsmál í Reykjavík hafa ekki alltaf verið tekin sérlega faglegum tökum. Þar hefur oft verið teknar ákvarðanir fyrst og fremst með hagsmuni lóðabraskara og byggingafyrirtækja í huga sem hafa nánast eyðilagt miðbæ Reykjavíkur með byggingabrambolti sínu. Sjálfsagt hala þeir kjörnir fulltrúar sem eru tilbúnir að ljá máls á að vera stuðningsmenn þessara aðila sem vilja sem mest byggingamagn. Ekki er ólíklegt að mun meira sé um mútustarfsemi og spillingu í þessum efnum en í ljós hefur komið.
Launakjör þessa þingmanns Framsóknarflokksins eru hreint ótrúleg.
Við skulum minnast þess ævinlega að þetta er sá spillingaflokkur ásamt Sjálfstæðisflokknum sem, ber mestu ábyrgðina á gríðarlegum umhverfisspjöllum, einkavæðingu bankanna og bankahruninu. Sennilega hafa sporgöngumenn þessir á liðnum árum fengið ekki lægri fjárhæðir í vasana fyrir einstakan skilning á hagsmunum stóriðjunnar fyrir ódýru rafmagni og skattleysi vegna umhverfis og mengandi starfsemi en fjáraflamaðurinn Sigmundur Davíð.
Mosi
![]() |
Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 4. nóvember 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar