Einkennileg aðferð - Hver var tilgangurinn?

Það er að öllum líkindum einsdæmi að hæstaréttarlögmaður skrifi opið bréf til saksóknara þar sem kvartað er yfir málsmeðferð. Venjulega hafa slíkar kvartanir verið ritaðar til viðkomandi og tekin þá afstaða til einstaks máls hverju sinni.

Hver skyldi vera tilgangurinn? Er hann sá að vörnin sé nánast með öllu vonlaus enda er alveg ljóst hvað skjólstæðingur hefur gert ámælisvert af sér og varðar hann ábyrgð. Er verið að reyna að draga athyglina frá aðalatriði málsins?

Af hverju er Morgunblaðið að birta þetta? Er einhverjar pólitískar hvatir að baki þeirri ákvörðun? Ekki standa allir borgarar landsins jafnir fyrir að fá birtar grerinar í Morgunblaðinu á jafnáberandi hátt og Karl.

Saksóknari hefur svarað þessu erindi sem er honum til sóma. Það mátti vera ljóst að þetta frumhlaup Karl Axelsson er eins og hvert annað kinnroðalaust klámhögg.

Þetta er vont fordæmi sem hæstaréttarlögmaðurinn sýnir með þessu einkennilega hátterni.

Mosi

 


mbl.is Rannsóknin á vitorði fjölda manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtin nöfn

Skil ekki þessa tilhneigingu að sækja einhver erlend nöfn þó gömul og gild kunna að vera. Arion banki og rekstrarfélagið Stefnir.

Á árunum 2002 og 2003 voru Búnaðarbanki og Landsbanki einkavæddir. Að forminu til voru þeir seldir „kjölfestufjárfestum“ og þúsundir sparifjáreigenda keyptu sér dálitla hluti, flestir fyrir reiðufé, sumir fengu lánað fyrir hlutunum. Þegar liðið var fram á árið 2008 hafði bönkunum verið breytt í ræningabæli þar sem vildarvinir einkavæðingarmanna sóttu sér í bankana umtalsvert fé. Einn þeirra kunnur braskari frá Bretlandi hafði á brott með sér 280 miljarða síðustu vikurnar sem þessi Kaupþing banki var og hét.

Mín vegna má banki þessi heita Ránbanki eða Ræningjabanki með vísan í söguna frá 2008. Þessir bankar eiga ábyggilega eftir að hafa fólk margsinnis að fíflum eins og verið hefur.

Mosi


mbl.is Rekstrarfélag Kaupþings fær nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kinnroðalaust klámhögg

Mál Baldurs er tiltölulega einfalt. Aðferð saksóknara er hárrétt hvað sem verjandinn kann að segja um það. Allt liggur ljóst fyrir: innherjaupplýsingar viðkomandi og að hann hafi nýtt sér þær í viðskiptum sem fáir höfðu yfir að ráða. Glæpur hans er fólginn í að færa sér þessa vitneskju í nyt, selja hlutabréf meðan eitthver verðmæti voru í þeim og þar með festist hann í vef refsilaganna og hefur bakað sér ábyrgð gagnvart þeim.

Í lögfræðinni er til mjög gamalt hugtak, komið úr fornum rómverskum rétti: „Bonus pater familias“.  Það merkir eiginlega „fyrirmyndar fjölskyldufaðir“ og er þetta hugtak oft notað þegar taka þarf til skoðunar og síðar taka ákvörðun um hvort breytni manna hafi verið rétt undir vissum kringumstæðum. Hvað skyldi „Bonus pater familias“ hafa gert í því tilfelli sem um er rætt í þessu tilfelli Baldurs? Hefði „Bonus pater familias“ nýtt sér innherjaupplýsingar til þess að hagnast á kostnað annarra? Sennilega hafna allir dómstólar slíkri spurningu. Viðkomandi hefur ekki tekið rétta ákvörðun um í þeirri trúnaðarstöðu sem hann gegndi að hagnast á saknæman hátt með þessu framferði.

Oft hefur rannsókn í einföldu máli leitt af sér nytsamlegar upplýsingar sem koma að gagni í flóknari málum. Eftir þessu gengur þessi rannsókn. Málsástæður verjandans um að skúrkarnir með stórtækari bortaferil sleppi er því út í hött. Einhvers staðar verður saksóknari að byrja!

Bankahrunið er gríðarlega umsvifamikið og þarf sjálfsagt langan tíma uns öll kurl hafa verið dregin til grafar.

Það tók heil þrjú ár fyrir bandaríska þingnefnd að rannsaka verðbréfahrunið í október 1929. Þessar upplýsingar komu fram í sjónvarpsþætti um upphaf kreppunnar í gærkveldi. Hvað langan tíma tekur að rannsaka bankahrunið á Íslandi haustið 2008 og aðdraganda þess, treystir Mosi sér ekki að geta sér til um. En sennilega tekur sinn tíma að finna og draga fram alla þá þætti sem þar koma við sögu.

Þetta opna bréf hæstaréttarlögmannsins er kinnroðalaust klámhögg til þess fallið að draga athyglina frá þeim saknæma verknaði sem viðkomandi skjólstæðingur ber ábyrgð á. Það er einskis virði.

Mosi


mbl.is Lögmanni Baldurs algjörlega ofboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband