Loksins, loksins....

Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Kannski ekki jafngóðar fyrir þá sem breyttu bönkunum í ræningjabæli og þá stjórnmálamenn sem þeim tengjast.

Með fullri virðingu fyrir íslenskum lögregluyfirvöldum þá má vænta að þessi rannsókn verði mun ítarlegri og hnitmiðaðri en ef íslenskir lögreglumenn ættu hlut að máli. Það hefur nefnilega komið fyrir að tengsl grunaðra við vissa stjórnmálmenn hafi haft óheppilegar ákvarðanir í för með sér. Þá vill rannsóknin fremur vera huglæg jafnvel hlutdræg en ekki hlutlæg eins og góð sakamálarannsókn þarf að vera.

Eðlilegt er að bresk lögregluyfirvöld rannsaki til hlýtar alla þá þætti sem tengjast starfsemi íslenskra banka við bresk fyrirtæki og aðra aðila. Þar eru þau á heimavelli sem íslensk sakamálarannsókn geti lítt sinnt.

Í frétt Daly Telegraph er rætt um að í vissum tilfellum hafi starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi brotið í bága við bresk lög. Þetta atriði þarf að rannsaka niður í kjölinn og spurning hvenær sá grunur hafi komið upp. Það gæti hugsanlega skipt máli varðandi ábyrgðirnar vegna Icesafe. Hafi bresk yfirvöld vitað eða mátt vita, að ekki hefði allt verið með felldu, hvers vegna var ekki þá þegar hafist handa að stoppa saknæma hegðun íslenskra banka í brotastarfsemi sem ekki var í samræmi við gildandi reglur á Bretlandi?

Mikilvægast er að allt sem máli kann að skipta verði dregið fram og að öll kurl skili sér til grafar!

Mosi

 


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvel Franz: verði þeim að góðu

Þessir fjárglæframenn skilja ekkert eftir sig í samfélaginu annað en himinháar skuldir, óreiðu og vonbrigði eftir að hafa breytt bönkum og sumum fyrirtækjum í ræningjabæli. Þeir hafa með ráðnum hug haft alla landsmenn að fíflum.

En upp koma svik um síðir: Saksóknarar vinna með starfsmönnum sínum og erlendum sérfræðingum í efnahagsbrotum hörðum höndum. Að sögn Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í þessum hrikalegu sakmálum, má búast við tíðindum innan nokkurra mánaða.

Farvel Franz: verði þeim að góðu!

Mosi


mbl.is Exista tapaði 206 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband