Ríkisstjórnin er ekki með réttu ráði

Hugmynd Guðlaugs Þórs ber með sér að hafa verið unnin á handahlaupum og illa undirbúin. Að spara á þennan hátt hefði aldrei gengið upp í frjálsu samfélagi.Leita þarf sennilega til blómatíma Kommúninstaflokks Ráðstjórnarríkjanna til að finna einhverjar hliðstæður. Óskandi er að sem fæstir og helst enginn sakni þess þjóðskipulags.

Spurning er hvort ekki væri hugsandi að fá lánuð hermdarverkalögin hjá Gordon Brown og setja þau á Guðlaug Þór. Lög þessi er sögð fremur lítið notuð og að sögn hafi í raun einungis einu sinni reynt á þau: að koma ríkisstjórninni á Íslandi í skilning um að Bretar vildu gjarnan hafa tal af ráðamönnum til að ræða alvarlega stöðu í fjárhagsmálum vegna þessara Icesafe-reikninga.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að afnema siðareglur í fasteignasölu. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum? Ríkisstjórnin er gjörsamlega úr takti við alla skynsemi og það er ekki aðeins Guðlaugur Þór sem ber að segja af: Öll ríkisstjórnin á að segja af því hún hefur verið steinsofandi undanfarið ár þegar allt hefur verið að fara í kaldakol. Ríkisstjornin er gjörsamlega rúin trausti og hennar vitjunartími er fyrir löngu runninn upp.

Mosi


Á að afnema siðareglur í fasteignasölu?

Á fréttaveitunni visir.is er nýjasta fréttin núna rétt áðan: Fasteignasalar losaðir undan siðareglum.

Þar er greint frá viðtali við Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.Hann segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum.

Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega léttlynd að ekki sé nóg að gert að einkavæða allt sem lífsanda dregur á Íslandi. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum?

Það væri ef til vill fremur ástæða að skerpa á siðareglum í þjóðfélaginu og sérstaklega á Alþingi Íslendinga og í Stjórnarráðinu. Oft er þörf en nú er fátt þarfara en að efla góða siði á þeim bæjum.

Sjá nánar: http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/856358429

Mosi


Mesta stjórnmálaviðrini landsins?

Guðlaugur Þór er einstakur klaufi. Honum hefur ævinlega fylgt mikill bægslagangur og stórar fullyrðingar. Núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn með Samfylkingu hefur gert þennan klaufa að ráðherra þá hefst hann handa við að rústa heilbrigðiskerfi landsins.

Verkin tala:

Þegar Guðlaugur Þór var í borgarstjórn gekk mikið á í áróðri hans vegna Línu-Net. Nú heyrist hvorki hósti né stuna um það mál. Hverju skyldi það sæta? Jú það skyldi þó ekki vera að sú framkvæmd hafi skilað margföldum kostnaði aftur til baka í sjóði Orkuveitunnar?

Síðan Guðlaugur Þór settist á þing hefur hans uppáhaldsmál verið að veita matvöruverslunum landsins rétt að selja brennivín og bjór. Að vísu léttvín og bjór svo réttar og nákvæmar sé að orði kveðið. Skyldi þessi breyting á verslunarháttum landsmanna vera  forgangsmál í huga þessa voðalega ráðherra?

Nú hefur þessi maður lagt fram hugmyndir sínar hvernig hann hyggst bókstaflega rústa heilbrigðiskerfi landsmanna. Við höfum horft upp á nauðungarflutninga eldra fólks á Akureyri þar sem það er drifið út úr rúmunum og ekið í tveggja manna stofur suður í Kristnes. Þetta er sennilega rétt byrjunin á einhverri uppstokkun undir yfirskini hagræðingar. 

Nú á að senda starfsfólk nauðungarflutningum langar leiðir ef það vill starfa við hliðstæð störf og verið hefur. Sjúklingar skulu sendir út og suður án þess að það sé spurt. Ætli aðstandendur þeirra sjúklinga sem sendir eru í uppskurð suður í sveitarfélag flokksfélaga Guðlaugs Þórs, Árna Sigfússonar, verði gert auðveldar að heimsækja ættingja og vini?

Þessar hugmyndir eru mjög illa undirbúnar og ætla mætti að heilbrigðisráðherrann hafi dottið niður af þakinu heima hjá sér og orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Undarlegt að svo virðist að þessar hugmyndir hafi ekki verið bornar aðra en innvígða einkavæðingarmenn rétt eins og málið varði enga aðra en þá.

Guðlaugur Þór er klaufi. Hans mestu mistök voru að hasla sér völl í stjórnmálum því þar áhann ekkert erindi. Því miður er hann eins og hvert annað viðrini. Hafa Davíð Oddsson og Geir Haarde fengið samkeppni?

Mosi


mbl.is Ráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig fóru menn að hala inn svo miklu fé?

Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.

Þeir hafa bókstaflega kjaftað niður vátryggingafyrirtækið Exista og bjóða öðrum hluthöfum smánarkjör. Fyrir nokkrum árum fékk eg og fjölskylda mín sendar um 1100 krónur í hlutafé. Þá nam gengi félagsins nokkrum tugum króna. Nú er boðið upp á tvo einseyringa fyrir hverja krónu! Það þýðir að hlutur sem var að verðgildi kr.30.000 er kominn í kr.22! Það dugar ekki einu sinni fyrir frímerkinu til að senda okkur kostaboð þeirra athafnarmannanna!

Exista tók við blómlegu búi Brunabótafélagsins sem stofnað var 1905. Það var í nær heila öld rekið með miklum myndarskap af traustum starfsmönnum sem snúa sér ábyggilega í gröfinni ef þeir mættu fá vitneskju um hvernig komið er fyrir félaginu. Fyrir hagnaðinn af félaginu var tækjabúnaður Slökkviliðsins í Reykjavík mjög efldur og er meira að segja fullyrt að rekstur þess hafi að verulegu leyti kostað af félaginu. Nú virðist allt þetta mikla stofnfé hafa ratað í önnur verkefni í vasa auðmanna. Í eftirtöldum færslum má lesa nánar um viðhorf undirritaðs:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/765638/

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/763008

Nú munu skattayfirvöld hafa hafið könnun á umsvifum auðmanna með undanskot hagnaðar frá skatti í huga. Væntanlega kemur sitt hvað í ljós enda er þessa gríðarlega eignasöfnun sjúkleg. Gunnar Dal heimspekingur og skáld vill meina að vissu marki hefur mannshugurinn stjórn á sínum peningamálum. En þegar skuldlausar eignir fara að nálgast 50-100 milljónir gerist það að þá hafa mennirnir ekki stjórn á peningunum heldur verður n.k. „stjórnarbylting“ í huga viðkomandi: allt í einu eru það peningarnir, auðurinn sem tekur völdin og fer að stýra öllu því sem viðkomandi tekur sér fyrir hendur. Þá verða menn hinir verstu aurapúkar og svífast jafnvel einskis, aðeins er hugsað að afla meira fjár þó enginn tilgangur sé með því annar en að auðgast enn meir.

Gamalt þýskt máltæki segir: „Das letzte Hemd hat keine Taschen“. Því má snara á okkar tungu: „Líkklæðin hafa enga vasa“. Við eigum gamalt og gott orðatiltækium svipaða hugsun: „Margur verður af aurum api“.

Mosi


mbl.is Eiga 650 m. evra inni hjá gamla Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg og siðlaus krafa

Þegar neyðarlög Geirs Haarde voru samþykkt í þinginu 6.10. var tilgangurinn að forða bönkunum frá algjöru gjaldþroti. Það tókst ekki betur til en svo að breski forsætisráðherrann beytti Íslendinga hermdarverkalögum enda er með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki höfðu þá þegar verið hafnar viðræður við Breta.

Tilgangurinn Geirs og félaga var sem sagt að reyna að bjarga bönkunum sem ekki tókst betur til en svo. Í lögum þessum er ekki unnt að gera aðrar kröfur í bú bankanna en í innlánsreikninga enda eru forsendur fyrir efndum einhverra samninga gjörsamlega brostnar. Bönkunum verður aldrei gert að inna af hendi efndir við suma samningsaðila sem augljóslega verður á kostnað annarra. Og að krefjast langtumhærra gengis en hið opinbera gengi Seðlabanka er með gjörsamlega órökstutt og siðlaust.

Kröfu þeirra Exista og Kjalarmanna verður því að lýsa þegar bankarnir verða teknir gjaldþrotaskipta ef af verður. Fyrr verður ekki unnt að taka afstöðu til hennar fremur en annarra t.d. hlutafjáreigenda sem að svo stöddu virðast hafa tapað öllu sínu fé, þ. á m. undirritaður sem tapaði andvirði eins jeppa.

Hvers vegna eru forsvarsmenn Exista og Kjalar með þessa kröfu? Þeir eru góðu vanir enda var sá háttur að þeir gátu afgreitt sig að mestu sjálfir í bönkunum með þeim áhrifum og trausti sem þeir höfðu í samfélaginu. Þessir menn hafa halað inn ógrynni fjár á kostnað okkar hinna sem höfðu ekki sömu aðstöðu og áhrif og þeir. Þessir aðilar nutu þess að fá mikið fé og mikil áhrif á tiltölulega auðveldan hátt meðan þorri þjóðarinnar sem vildi eignast hlut í Búnaðarbankanum varð að greiða fyrir sína hluti með beinhörðum peningum. Um Exista er það að segja að stór hluti af því fyrirtæki er Brunabótafélag Íslands sem var elsta starfandi vátryggingafyrirtækið á Íslandi stofnað 1905. Það var alltaf mjög vel rekið en var notað eins og hvert annað tækifæri fjárglæframanna til að auðga sjálfa sig á kostnað annarra.

Því miður er traust til aðstandenda þessara fyrirtækja Exista og Kjalar ekki upp á marga fiska.

Mosi


mbl.is Krafa Kjalars 190 milljörðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband