Skilningsleysi Sjálfstæðisflokksins

Því miður er svo komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að hann virðist hvorki skynja né skilja hver séu grunnþjónusta við íbúa landsins. Hjá þessum flokki sem vonandi minnkar fylgi sitt sem mest vegna lélegrar frammistöðu.

Megintakmark þessa flokks virðist vera að einkavæða sem mest og sem hraðast án þess að gerðar séu minnstar ráðstafanir til að sú einkavæðing geti orðið árangursrík. Dæmi er um bankana þar sem allt var gert frjálst, losað um allar hömlur græðginnar. Þannig var bindiskyldan afnumin, engin öryggisákvæði sett í landslög varðandi heimildir einkavæddra banka né sett ákvæði í skattalög til að koma í veg fyrir að óskattlagður hagnaður væri fluttur úr landi. Um þetta snýst umræða meðal helstu skattsérfræðinga í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri leið að stórskemma heilbrigðisþjónustuna. Einnig hefur samgöngukerfið orðið fyrir þungum búsifjum t.d. með afnámi strandsiglinga á sínum tíma með stórauknum landflutningum sem hafa stórskaðað þjóðvegakerfi landsmanna auk valdið aukinni slysatíðni. Almenningssamgöngur eru heldur ekki uppi á pallborðinu og er dapurlegt að íbúum Akraness, Borgarbyggðar, Hveragerðis og Selfoss er boðið upp á slíkar samgöngur að þær eru dýrari en með einkabíl!

Svona má lengi telja. En það sem virðist mega fleygja miklum fjárhæðum út um gluggann eru fjárveitingar fyrir einhverjar stofnanir tengdar hernaðarumsvifum og einnig vitagagnslausar stofnanir á borð við Fjármálaeftirlit og annað sem ekkert hefur komið að gagni fyrir okkur.

Mosi


mbl.is Lýsa óánægju með vinnubrögð ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband