29.1.2009 | 11:13
Tímasprengja Einars Bolvíkings
Ef lög um ábyrgð ráðherra væru virt, hefði Einar Guðfinnsson verðandi fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hugsað sig tvisvar um hvort hann ætti að storka samlöndum sínum og öðrum hagsmunaaðilum. Hann valdi að falla í þá freistni og með því skilja eftir tímasprengju í fráfarandi ríkisstjórn. Og sprengjan hefur þegar haft sín áhrif. Litla flokksbrotið Frjálslyndi flokkurinn saman safn af óánægðum stjórnmálamönnum einkum úr Sjálfstæðisflokknum og einum flokkaflakkara, hefur tekið þessu fagnandi. En hversu mikið almennt fylgi hafa Frjálslyndir nú um þessarmundir? Þeir hafa komið illa út úr skoðanakönnunum og kannski í útrýmingarhættu eins ogsumar hvalategundir. Voru kannski refirnir til þess skornir að fá þessa óánægðu veiðiglöðu menn aftur í það flokksbrot og hluta Sjálfstæðisflokksins sem gjarnan vill veiða hvali?
En töluverð hætta er á að útflutningur fisks sé stefnt í voða með þessu umdeilda uppátæki enda eru markaðir mjög viðkvæmir og sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem við nú þekkjum. Því er töluverð hætta á að tímasprengjan spryngi öðru sinni enda eiga óvitar ekki að leika sér að hættulegum hlutum.
Mosi
![]() |
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.1.2009 | 11:01
Nú skal pólarfarinn svara fyrir sig
Nú lét annar bankastjóri Kaupþings sig hverfa og alla leið á Suðurpólinn. Þar hefur hann væntanlega fengið góðan og kærkominn frá fjölmiðlum enda símasamband þar ekki upp á marga fiska fremur en á hálendinu á Íslandi fyrir nokkrum árum. En nú er kappinn kominn og þarf væntanlega að standa reikningsskap gerða sinna. Gríðarlega fjármagnstilfærslur munu hafa orðið síðasta starfsár gamla Kaupþings og þær margar mjög einkennilegar.
Eitt getum við þó sennilega huggað okkur við. Meðan bankastjórinn var í heimsókn hjá mörgæsunum hefur hann vonandi ekki gert neitt af sér.
Þekkt er í jarðsögunni að segulpólarnir snúast við. Það mun gerast nokkuð skyndilega og varð síðast fyrir um 700.000 árum. Skyldi bankastjórinn fyrrverandi hafa umpólast í ferðinni?
Mosi
![]() |
Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 10:50
Hápólitískt mál - ber Davíð Oddsson ábyrgð?
Þegar Davíð Oddsson settist að í Seðlabankanum tók hann þegar til hendi að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Icesafe reikningarnir tútnuðu út og gríðarlegt fé flæddi inn í íslenska hagkerfið einum í formi svonefndra jöklabréfa.
Nú sitjum við Íslendingar uppi með tvöföld vandræði: Þessa Ice-safe reikninga sem eru eins oghengingaról á íslensku þjóðinni. Hins vegar Davíð Oddsson sem er allt að því friðhelgur í bankanum (untouchable). Það kostar offjár að koma honum af stalli. Nema við tökum þá áhættu að setja hann af,hann fer í mál en þá er spurning með krók á óti bragði: Íslenska þjóðin sendir honum reikning fyrir afglöpum hans gagnvart Íslendingum! Þetta er bankastjórinn sem snarhækkaði vextina og kallaði ógæfuna yfir okkur.
Hvað á að gera við svona athafnamann? Davíð er dýr, hann er rándýr þessari þjóð.
Mosi
![]() |
Opnast Icesave-málið að nýju? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.1.2009 | 10:05
Davíð er dýr!
Þó svo að Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hafi mælst til að stýrivöxtum verði haldið háum er alveg augljóst að háir stýrivextir áttu sinn þátt í að Icesafe vandræðin urðu meiri en efni stóðu til.
Háir vextir og mikil dýrtíð fer ekki saman.
Ætli Davíð fái ekki að sprikla þangað til ný ríkisstjórn stoppar leikinn!
Mosi
![]() |
Óbreyttir stýrivextir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. janúar 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244235
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar