Eru Heimdellingar veruleikafirrtir?

Mér finnst að forysta Sjálfstæðisflokksins hafa hagað sér eins og þeir einir telji sig hafa vit á nánast öllu sem viðkemur í íslensku þjóðlífi. Af sömu ástæðum gætu guðirnir aldrei gert mistök.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið allt of upptekinn við að draga fram kosti einkavæðingar og takmörkun ríkisumsvifa á undanförnum árum. Nú hefur Frjálshyggjan dregið upp andstæðu sína: gríðarlegan samdrátt landstekna og þjóðnýtingu á flestum sviðum og þá einkum skuldum eftir fjármálasukkið.

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur ásamt Framsóknarflokknum á:

1. Einkavæðingu bankanna. Eftir að svonefndir „kjölfestufjárfestar“ komu til sögunnar, hafa bankarnir nánast verið étnir innan frá án þess að nokkur gæti við hönd reist. Bönkunum var breytt í ræningjabæli sjálftökumanna.

2. Ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjun var röng. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að varnaðarorð og efasemdir andstæðinga byggingu virkjunarinnar meðal hagfræðinga, náttúrufræðinga, stjórnmálamanna sem og þeirra þúsunda sem á móti voru af ýmsum ástæðum, áttu við rök að styðjast.

Afleiðingin var skelfileg: Gríðarlegur fjármagnsflutningur sópaðist til landsins og myndaði gervigóðæri án þess að raunveruleg verðmæti stæðu að baki. Mesti innflutningur Íslandssögunnar á lúxúsvörum og neyslu þeirra fjármögnuðum með neyslulánum olli mjög miklum óhagstæðum þjónustu- og vöruskiptujöfnuði. Útflutningsfyrirtæki og ferðaþjónusta áttu á sama tími í geysimiklum erfiðleikum.

3. Þegar Davíð var ráðinn yfirbankastjóri Seðlabanka réð hann því að stýrivextir væru hækkaðir mjög mikið, m.a. sem átti að draga úr dýrtíð. Afleiðingin varð hins vegar sú að Icesafe-reikningarnir blésu út og urðu smám saman sú hengingaról sem hefur læst sig um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins.

Hér þarf ekki að rekja þessa sögu nánar. Heimdellingar mættu e-ð læra af þeim framkvæmdu afglöpum og „mistökum“ sem feður þeirra og mæður í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum sjálfsagt líka, eru fyrst og fremst ábyrgir fyrir. Ættu þeir að kynna sér betur staðreyndir málsins og forsendur þess en ekki aðeins það sem gæti hafa gerst miðað við að draumar þeirra sem hafa fengið ofbirtu í augun af ofbirtu Frjálshyggjunnar, hefðu gengið eftir.

Frjálshyggjan hefur beðið skipbrot hér á landi sem annars staðar, hún hentar okkur greinilega ekki. Frjálshyggjan er eins og hvert annað mýraljós sem við eigum að forðast.

Mosi


mbl.is SUS harmar tilgangslaus stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband