Samfylkingunni ber að setja Sjálfstæðisflokknum úrslitakosti

Í þeirri stöðu sem nú er í íslenskum stjórnmálum á Samfylkingin fáa kosti kosti aðra en að setja Sjálfstæðisflokki úrslitakosti: annað hvort verði kosið í vor eða stjórnarslit. Samfylkingin á ekki undir neinum kringumstæðum að líða fyrir samstarf sitt við Sjálfstæðisflokkinn, öðru nær. Þau vandræði sem nú eru uppi í íslensku eiga rætur að rekja til 12 ára ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þá voru ríkisbankarnir einkavæddir og ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun tekin. Hvoru tveggja átti sinn þátt í að til varð gervigóðæri sem varð féflettunum, gróðapungunum að féþúfu. Þessi umsvif leiddu eiginlega til landráða þar sem hagsmunum lands og þjóðar var fórnað fyrir gróðahyggjuna.

Ef Samfylkingin vill velja þá sömu leið og Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að sitja sem fastast, kemur það ábyggilega fram í minnkandi fylgi þegar fram líða stundir. Allir flokkar hafa glutrað niður fylgi sínu í löngu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá mun líta svo út að ráðamenn Samfylkingarinnar telji ráðherrastólana mikilvægari en skynsamleg ákvörðun í stöðunni eins og er. Allir Íslendingar eru undrandi yfir þeim seinagangi sem ríkisstjórnin viðhefur í allt of fáum ákvörðunum sínum. Þar skiptir mestu að vettlingatökum eigi að taka á forsprökkum fjárglæfranna. Það gengur auðvitað ekki að þeir sem eta bankana innanfrá sleppi. Eiga þeir ekki að fá sömu meðferð og venjulegir bankaræningjar?

Mjög mikilvægt er að taka ákvörðun um kosningar til þess að þegar megi hefja undirbúning.

Við Íslendingar þurfum að veita Sjálfstæðisflokknum og Frjálshyggjunni frí. Við þurfum að vinna að miklu og erfiðu endurreisnarstarfi eftir glannaskap og léttúð Frjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á.

Mosi


mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær spurningar til dómsmálaráðherra:

Mig langar til að leggja tvær spurningar til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra ef hann les eða megi ljá sér nokkra stund að lesa:

1. Hefur verið hafin rannsókn á meintum brotum þeirra sem ollu bankahruninu sem varða hegningarlög eða önnur sérrefsilög?

Vilhjálmur Bjarnason aðjúnkt við Háskóla Íslands telur að meint brot megi heimfæra undir 10. kafla hegningarlaganna um landráð. Þau ákvæði eru auðvitað börn síns tíma og löggjafinn þá ekki haft í huga að meint afbrot á sviði viðskipta gætu dregið heilt þjóðfélag niður í svaðið. En þessi verknaður hefur haft meiri og djúpstæðari áhrif á nánast hvert mannsbarn á Íslandi.

Skilyrði til að meint afbrot verði fært undir almenna ákvæðið um landráð í 86. grein er að um sé að ræða verk byggt á:

a.ofbeldi

b. hótun um ofbeldi

c. annarri nauðung eða svikum

annað hvort þar sem öll þessi skilyrði eru fyrir eða eitt sér.

Afleiðingin er að íslenska ríkið að hluta eða öllu leyti verði undir yfirráðum erlendra aðila.

Í greininni er gert ráð fyrir að verknaðurinn sé í þágu erlends ríkis en allt eins gæti verið um annan aðila, t.d. auðjöfra, hergagnaframleiðendur og aðra tegund viðskiptamanna eða braskara.

Hegningarlögin eru ákaflega óljós hvað þetta viðvíkur og nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum og fá sérfræðilega aðstoð erlendis frá til að aðstoða við rannsókn og að hafa hendur í hári þeirra sem valdið hafa þessum hörmungum til að þeir megi svara til saka.

2. Önnur spurning lýtur að öllum þeim ósköpum af piparúða sem lögreglan virðist hafa undir höndum. Nú eru uppi efasemdir hvort lögreglan hafi beitt honum án þess að tilefni sé nægjanlegt. Í gær var eg vitni að því að lögreglan beitti piparúðanum rétt eins og þeir væru með vatnsbyssur. Ljóst er að heimildir lögreglu að beita þessum úrræðum eru fyrst og fremst tengd sjálfsvörn og einnig þegar lögreglumaður þarf að glíma við hættulegan glæpamann.

Nú var ekki um neina glæpi að ræða fyrir utan þinghúsið þó fólk léti ófriðlega með hávaða og tæplega er um neyðarvörn lögreglunnar að ræða og þaðan af síður sjálfsvörn.

Spurningin er þessi: Hversu mikið magn hefur lögreglan keypt af þessu varhugaverða efni sem ekki er vitað um hugsanleg varanleg skaðleg áhrif á þá sem fyrir verða. Og hvað er bókfærður kostnaður vegna þessa?

Þá má spyrja hvaða heimildir eru fyrir notkun þessa efnis?

Vinsamlegast

Mosi - alias

 


Hefjum þegar söfnun undirskrifta!

Við þurfum nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og nýja nútímalega stjórnarskrá í stað þeirrar gömlu.

Í gær var lagt fram frumvarp 10 þingmanna Samfylkingarinnar um kosningar.

Kannski við ættum ekki að bíða eftir afgreiðslu þessa frumvarps í þinginu heldur að hefja nú þegar undirskriftasöfnun þar sem við hvetjum ríkisstjórnina að rjúfa þing nú þegar og efna til nýrra þingkosninga ekki síðar en um Hvítasunnu.

Annars ætti fólkið í Samfylkingunni að setja Sjálfstæðisflokknum mjög einfalda úrsliltakosti núna: annað hvort verður efnt til kosningu nu þegar í vor eða við göngum úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Samfylkingin hefur engu að tapa en allt að endur það traust sem hún hefur týnt niður í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Svo er að skilja á öllum sviðum að Sjálfstæðisflokkurinn sé meira og minna feyskinn að innan í spillingu ekki síur en gamla Framsókn og ýmsir aðilar innan flokksins eru nátengdir spillingunni og er þá fjárhagsskandallinn í bankahruninu ekki undanskilinn!

Höldum kosningar í vor!

Kjósum nýtt þing og fáum nýja ríkisstjórn, nýtt lýðveldi grundvallað á nýrri og réttlátari stjórnarskrá!

Mosi 


„Eins manns dauði er annars brauð“

Ótrúlegt er hve lítil verðmæti skili sér til baka eftir „útrásarvíkingana“. Hér á landi er landið og þjóðin sem eldur græðgisvæðingar og Frjálshyggjunnar hafi eytt gjörsamlega. Allt þetta þarf að rannsaka og ótrúlegt að ríkisstjórnin sitji aðgerðalaus með hendur í skauti og aðhafist ekkert. Hvers vegna? Situr ríkisstjórnin sem leppar braskaranna? Það skyldi þó ekki vera.

Ef hér væri einhver dugur í ríkisstjórninni hefðu verið kallaðir til erlendir afbrotasérfræðingar í alþjóðlegum viðskiptatengslum. Ljóst er að ýms brot hafi verið framin með því að beita langvarandi blekkingum, undirferlum og jafnvel svikum. Að örfáir tugir viðskiptamanna nái að mergsjúga heila þjóð er hreint ótrúlegt. Allar eftirlitsstofnanir brugðust. Seðlabankinn brást. Davíð brást, Geir brást og Sjálfstæðisflokkurinn brást ekki síst eins og hann leggur sig.

Einhverjir prísa sig sæla og góðæri þeirra heldur áfram uns einhver sem er enn útsjónarsamari á kannski eftir að stela frá þeim milljörðunum og skilja þá eftir í skuldasúpunni. Það er nefnilega svo að auðurinn er jafn sleipur í hendi sem silfurpeningarnir 30 sem Júdas fékk í sínar hendur. Þeir hafa verið stöðugt í umferð og hafa aldrei fært eigendum sínum neina gæfu.

Mosi


mbl.is Glitnir ASA seldur á brot af raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband