Erfið en skynsamleg ákvörðun

Sú á að vera meginstefna í samskiptum allra landa sín á milli að taka vinsamlega á móti ráðamönnum hvers annars.

Mér er það í fersku minni þegar Davíð Oddsson þá nýorðinn forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar fór í heimsókn til Ísraels. Í stað þess að einhver ráðherra tæki á móti honum og byði okkar mann velkomminn til landsins kom einhver kontóristi úr einhverju ráðuneyti og rétti honum einhvern einhvern pappír. Þegar Davíð las hvað á þessu blaði stóð þá var þar ósk um framsal Edward Hinriksen sem ísraelsk yfirvöldmeintu að væri stríðsglæpamaður, hvorki meira né minna! Þetta var ekki beint kurteysislegar viðtökur og undir þessum kringumstæðum hefði hver einast ráðamaður vestræns frjáls ríkis tekið næstu flugvél áleiðis til baka.

Ef til vill eru þessar viðtökur í huga þeirra utanríkisráðuneytismanna enn í minnum hafðar. Við Íslendingar viljum gjarnan eiga vinsamlegar viðræður og samskipti við aðrar þjóðir, en að taka í hönd fulltrúa ríkisvalds sem hefur á samvisku sinni morð á hundruðum barna og annarra borgara Palestínumanna á Gaza er mjög áleitin spurning hvort með þeirri táknrænu athöfn sé verið að skrifa uppa á syndakvittun fyrir slíkum voðaverkum.

Allir ferðamenn eiga að vera velkomnir til Íslands hvort sem það eru Norðurlandabúar, Bretar,Þjóðverjar, Frakkar, Rússar, Gyðingar eða Ísraelsmenn hvort sem þeir vilja nefna sig, Asíubúar, Ástralir, Afríkubúar eða frá Ameríku, norður, mið eða suður, - það skiptir engu máli svo framarlega sem þeir vilja virða þaðað við erum friðsöm og herlaus þjóð, eigum engin tengsl við hermdarverk og viljum ekki bendla okkur við mannréttindabrot af neinu tagi.

Þessi ákvörðun hefur ábyggilega ekki verið auðveld en hún er bæði mjög skynsamleg og rétt með hliðsjón af þeim fjárhagslegu gríðarlegu erfiðleikum sem við sitjum uppi með fjármálabraskara sem virðist alltaf vera nóg af á öllum tímum í öllum löndum og undir flestum kringumstæðum.

Mosi


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband