Davíð er dýr!

Gervigóðærið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kom á með byggingu Kárahnjúkavirkjunar leggst með fullum þunga á okkur Íslendinga. Allt skynsamlegt fólk vissi um þetta og hafði VG varað við þesari framkvæmd á sínum tíma af þessum ástæðum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur kveðið úr um að þessi aðvörun átti við rök að styðjast: Kárahnjúkavirkjun var of stór framkvæmd fyrir örsmáa hagkerfið íslenska.

Útgerðin og ferðaþjónusta átti við mjög erfið ár að etja vegna allt of hás gengis. Á síðasta ári er greinilegt að bnkarnir tóku afstöðu með bröskurunum gegn krónunni. Ferðaþjónustan og útgerðin bar allt of lítið úr býtum og fengu of lítið fyrir gjaldeyrinn sem þeir fengu sem greiðslur fyrir seldar vörur og þjónustu.

Nú hafa stýrivextir verið með þeim hæstu í Evrópu um allmörg ár og jafnvel heiminum öllum. Fyrirtæki landsins hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum mörg hver. Það fjarar hratt undan fjárhag þeirra og einstaklinga. Fjöldagjaldþrot eru fyrirsjáanleg.

Á öllu þessu ber Davíð Oddsson fulla ábyrgð! Davíð er dýr!

Mætum sem flest á friðsaman mótmælafund í dag!

Mosi

 


mbl.is Fyrirtæki hanga í snöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244235

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband