Baráttukveðjur!

Mig langar til að senda ljósmæðrum mínar bestu baráttukveðjur fyrir réttmætum og eðlilegum kröfum í kjarabaráttu þeirra.

Við skulum hafa hugfast að ríkisstjórnin sem málið varðar, ákvað að veita 1.500 milljónum til að mæta kostnaði við óskiljanlegt flug herflugvéla á vegum Nató um íslenska lofthelgi. Einnig var varið 200 milljónum til siðlausra hergagnaflutninga á vegum sömu aðila.

Á sama tíma þykir sjálfsagt af ríkisstjórninni að gefa þeim langt nef sem eiga enn sárt um að binda og voru beittir mjög alvarlegu misrétti. Er þar átt við þá sem tengdust Breiðuvík á sínum tíma.

Stjórnvöld VERÐA að breyta um stefnu ef þau ætla sér ekki að tapa gjörsamlega áttum í því nútímasamfélagi sem við þó lifum í.Samfélagsleg ábyrgð er eitt það mikilvægasta sem stjórnmálamenn ÆTTU að taka mark á!

Ljósmæður: Haldið áfram kjarabaráttu ykkar! Þið eigið allt gott skilið fyrir ykkar óeigingjarna starf í samfélaginu okkar! Við fylgjumst gjörla með á hliðarlínunni og viljum veita ykkur allan þann stuðning sem þið eigið inni hjá þjóðinni þó ráðamenn átti sig ekki á því!

Mosi


mbl.is Mikið álag á starfsfólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kárahnjúkaskatturinn?

Áður en hafnar voru framkvæmdir við Kárahnjúka, voru öll skilyrði til að lækka verulega rafmagnsverð til almenningsveitna og þar með lækka útgjöld heimilanna í landinu. Skuldir Landsvirkjunar voru óverulegar og allt stenfi í mjög farsælan og öruggan rekstur. En stjórnvöld völdu þann kost sem verri var: fara út í þvílíkt fjármálaævintýri sem ekki verður séð fyrir endann á. Nú er Landsvirkjun eitt skuldugusta fyrirtæki landsins og eftir er að gera upp við ítalska verktakafyrirtækið. Sennilega verða töluvert háir bakreikningar sem valda þeim ráðamönnum sem ábyrgð bera á þessu miklu hugarangri þessa dagana.

Við skulum minnast þess, að hægri stjórnir hafa þá tilhneigingu að reyna að komast hjá allri ábyrgð og velta henni yfir á aðra. Fjármálaóreiðan í landinu er núna þvílík að fáa grunaði að svona gæti mögulega farið. Þó voru ýmsir virtir fjármálamenn og stjórnmálaleiðtogar á borð við Steingrím J. Sigfússon sem vöruðu mjög alvarlega við þeirri kollsteypu sem fylgt gæti þessari léttúð hægrimanna. Í síðustu kosningum var miklu púðri eytt af hægrimönnum í að gylla fyrir kjósendum þá kosti sem voru fyrir hendi en ekki minnst aukateknu orði á þá annmarka sem fylgdu þessari umdeildu framkvæmd.

Því miður sýpur öll þjóðin af þessari vondu forræðissúpu sem betur hefði verið aldrei framreidd.

Við sitjum uppi með handónýt stjórnvöld sem vilja enn kaffæra okkur í erlendum skuldum og frekari virkjanaáformum í þágu umdeildrar stóriðjustefnu.

Þeim verður ekki fyrirgefið - því þeir mega gjörla vita hvaða vitleysu þeir eru að gera þjóðinni!

Mosi


mbl.is Raforkuverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband