29.9.2008 | 10:57
Lýðræðislegar kosningar eða aðeins leiksýning stjórnvalda?
Þegar stjórnvöld gefa sér niðurstöðu fyrirfram þá eru vissulega maðkar í mysunni. Ef allt væri með felldu, þá væru eftirlitsmenn frá lýðræðislöndum Vestur- og Mið-Evrópu að fylgjast gjörla með að kosningar hafi farið fram í samræmi við lýðræðishefð. En af fréttinni er ekki að sjá að nokkur hafi verið þar viðstaddur.
Ef rétt reynist þá eru kosningar sem þessar einskis virði fyrir lýðræðið. Stjórnvöld halda þá einræðinu til streytu eins og tíðkaðist áður fyrr undir kommúnismanum. Spurning er hvað fólkinu í Hvíta Rússlandi finnst um uppákomu sem þessa? Hefur það nægilega innsýn inn í hvernig lýðræðið virkar í samfélaginu og hvernig unnt sé að tryggja að mismunandi sjónarmið eigi sína fulltrúa í stjórnkerfinu? Kannski að fólkið sé svo samdauna gamla fyrirkomulaginu og gerir þá engar kröfur til stjórnvalda.
Spurning er hvort eitthvað hliðstætt sé að gerast hjá okkur þó í öðrum stíl sé. Við sitjum uppi með stjórnvöld sem hafa sérstakt dálæti á stóriðju og þá erum við ekki spurð álits. Og ef e-ð heyrist frá okkur sem hentar stóriðjustefnunni þá er einfaldlega ekki hlustað á okkur hvað okkur finnst. Við eigum að fórna náttúru okkar svo framleiða megi meira ál sem að miklu leyti fer í hernaðarframleiðslu einkum í Bandaríkjunum.
Þá er einkennileg uppákoma í gangi varðandi lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli. Hvernig stendur á því að félag lögreglustjóra á Íslandi samþykkir ályktun sem gengur þvert á sjónarmið eins félagsmannsins? Félag þarf að taka tillit til mismunandi sjónarmiða en ekki vera undirlægja stjórnvalda eins og tíðkast undir stjórn þar sem þessi skelfilegi kommúnismi ræður lönd og lýð. Kannski að félag þetta sé ekki frjálst heldur sé í raun undirtylla stjórnvalds.
Mosi
![]() |
Enginn stjórnarandstæðingur á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2008 | 07:00
Heim frá miklu ferðalagi
Þá er Mosi loksins kominn heim til sín með milliendingu í Skorradal til að hvíla lúin bein. Þetta var virkilega krefjandi og erfitt ferðalag vegna tímamunarins mikla. Einn sólarhringurinn var í raun aðeins 15 tímar (24-9) og annar 33 (24+9). Þá voru ferðalögin á Kamtsjatka en ferðast var í gömlum rútubílum vel á annað þúsund kílómetra mest á mjög slæmum vegum, virkilega eitthvað sem minnti á Ísland, íslensku hálendisvegina yfir Kjöl, Sprengisand og Fjallabak.
Lengst var farið að fjallaþorpi í 530 km frá höfuðstaðnum Petrapovlosk. Þar búa hátt í 2.000 manns og margir afkomendur frumbyggja. Þar er safn þar sem sjá má daglegt líf frumbyggja í austur Síberíu. Á sumrin flakkaði fólkið með hjörðinni og dvaldi í tjöldum. En á veturna var föst búseta. Húsin minna nokkuð á igolo samanna á Grænlandi en allt byggt úr timbri sem nóg er af. Langur gangur þar sem fólk fór inn og út meðan snjólétt var og annar út um þakstrýtuna. Þangað er um 5-6 metra langur stigi sem er reyndar stór og mikill trjábolur sem rimar og þrep hafa verið höggvin í. Dyraumbúnaður er allur mjög hugvitsamlega gerður til að halda húsinu sem best þéttu.
Þetta þorp, Ecco, er nokkurn veginn í miðju eins af hinum miklu þjóðgörðum sem prýða Kamtsjatka. Þessi þjóðgarður er yfir eina milljón hektara og er n.k. á stærð við nýstofnaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Í þjóðgarði þessum eru virk eldfjöll og gjósandi hverir. Þar verður aðeins farið um fótgangandi eða í þyrlum.
Þessi stutta lýsing verður að duga í bili. Nú bíður mín umtalsverð vinna að hlaða inn um þúsund myndum og myndskeiðum frá þessari ferð ásamt því að færa frásögn ferðarinnar í dagbókarformi á tölvutækt form.
Bestu kveðjur
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 29. september 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar