Lýðræðislegar kosningar eða aðeins leiksýning stjórnvalda?

Þegar stjórnvöld gefa sér niðurstöðu fyrirfram þá eru vissulega maðkar í mysunni. Ef allt væri með felldu, þá væru eftirlitsmenn frá lýðræðislöndum Vestur- og Mið-Evrópu að fylgjast gjörla með að kosningar hafi farið fram í samræmi við lýðræðishefð. En af fréttinni er ekki að sjá að nokkur hafi verið þar viðstaddur.

Ef rétt reynist þá eru „kosningar“ sem þessar einskis virði fyrir lýðræðið. Stjórnvöld halda þá einræðinu til streytu eins og tíðkaðist áður fyrr undir kommúnismanum. Spurning er hvað fólkinu í Hvíta Rússlandi finnst um uppákomu sem þessa? Hefur það nægilega innsýn inn í hvernig lýðræðið virkar í samfélaginu og hvernig unnt sé að tryggja að mismunandi sjónarmið eigi sína fulltrúa í stjórnkerfinu? Kannski að fólkið sé svo samdauna gamla fyrirkomulaginu og gerir þá engar kröfur til stjórnvalda.

Spurning er hvort eitthvað hliðstætt sé að gerast hjá okkur þó í öðrum stíl sé. Við sitjum uppi með stjórnvöld sem hafa sérstakt dálæti á stóriðju og þá erum við ekki spurð álits. Og ef e-ð heyrist frá okkur sem hentar stóriðjustefnunni þá er einfaldlega ekki hlustað á okkur hvað okkur finnst. Við eigum að fórna náttúru okkar svo framleiða megi meira ál sem að miklu leyti fer í hernaðarframleiðslu einkum í Bandaríkjunum.

Þá er einkennileg uppákoma í gangi varðandi lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflugvelli. Hvernig stendur á því að félag lögreglustjóra á Íslandi samþykkir ályktun sem gengur þvert á sjónarmið eins félagsmannsins? Félag þarf að taka tillit til mismunandi sjónarmiða en ekki vera undirlægja stjórnvalda eins og tíðkast undir stjórn þar sem þessi skelfilegi kommúnismi ræður lönd og lýð. Kannski að félag þetta sé ekki frjálst heldur sé í raun undirtylla stjórnvalds.

Mosi


mbl.is Enginn stjórnarandstæðingur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heim frá miklu ferðalagi

Þá er Mosi loksins kominn heim til sín með milliendingu í Skorradal til að hvíla lúin bein. Þetta var virkilega krefjandi og erfitt ferðalag vegna tímamunarins mikla. Einn sólarhringurinn var í raun aðeins 15 tímar (24-9) og annar 33 (24+9). Þá voru ferðalögin á Kamtsjatka en ferðast var í gömlum rútubílum vel á annað þúsund kílómetra mest á mjög slæmum vegum, virkilega eitthvað sem minnti á Ísland, íslensku hálendisvegina yfir Kjöl, Sprengisand og Fjallabak.

Lengst var farið að fjallaþorpi í 530 km frá höfuðstaðnum Petrapovlosk. Þar búa hátt í 2.000 manns og margir afkomendur frumbyggja. Þar er safn þar sem sjá má daglegt líf frumbyggja í austur Síberíu. Á sumrin flakkaði fólkið með hjörðinni og dvaldi í tjöldum. En á veturna var föst búseta. Húsin minna nokkuð á igolo samanna á Grænlandi en allt byggt úr timbri sem nóg er af. Langur gangur þar sem fólk fór inn og út meðan snjólétt var og annar út um þakstrýtuna. Þangað er um 5-6 metra langur stigi sem er reyndar stór og mikill trjábolur sem rimar og þrep hafa verið höggvin í. Dyraumbúnaður er allur mjög hugvitsamlega gerður til að halda húsinu sem best þéttu.

Þetta þorp, Ecco, er nokkurn veginn í miðju eins af hinum miklu þjóðgörðum sem prýða Kamtsjatka. Þessi þjóðgarður er yfir eina milljón hektara og er n.k. á stærð við nýstofnaðan Vatnajökulsþjóðgarð. Í þjóðgarði þessum eru virk eldfjöll og gjósandi hverir. Þar verður aðeins farið um fótgangandi eða í þyrlum.

Þessi stutta lýsing verður að duga í bili. Nú bíður mín umtalsverð vinna að hlaða inn um þúsund myndum og myndskeiðum frá þessari ferð ásamt því að færa frásögn ferðarinnar í dagbókarformi á tölvutækt form.

Bestu kveðjur

Mosi


Bloggfærslur 29. september 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband