Ferð til Kamtsjatka

Þessa vikuna hefur Mosi verið að undirbúa sig undir mikla heimsreisu. Hann tilheyrir félagsskap, Skógræktarfélagi Íslands og eru félagar tilbúnir að gefa töluvert fyrir að leggja á sig löng
ferðalög til útlanda til að skoða tré og runna! En auðvitað njótum við að sjá og upplifa náttúru þess lands sem skoða skal hverju sinni.

Nú stendur til að fara alla leið til Síberíu en áður fyrr fór fólk yfirleitt ekki þangað nema nauðugt. Þessi skagi nær syðst á svipaða breiddargráðu og Köln í Þýskalandi og nær nokkrun veginn til Ósló! Er skagi þessi um 1.700 km langur eða n.k. héðan úr Reykjavík og langleiðina austur til Svíþjóðar.

Frá Moskvu eru 7.100 km til borgarinnar Petropavlovsk höfuðborg Kamtstjatka (stofnuð 1740 af Bering, þeim sama og sundið milli Alaska og Asíu er kennt við). Við förum um Norðurlönd til Mosku og þaðan áfram austur. Athygli vekur að ferðin að austan tekur einungis 20 mínútur en þá er flogið til baka um allmörg tímabelti! Við missum hins vegar af degi á austurleið.

Í bók um Sovétríkin eftir Kjartan Ólafsson fyrrum ritstjóra og þingmann (Menningarsjóður, 1979) er  margt mjög vel ritað þó svo þetta rit sé nú í dag að nokkru sögulegt. Náttúra þessa heimshorns er okkur nokkuð framandi en þó er sitthvað sem er okkur kunnuglegt. Hér eru nokkrar glefsur úr þessu góða riti Kjartans og athygli vekur hve þarna má margt sjá og upplifa:
      Á Kamtsjatka eru stærstu eldfjöll Evrasíu, 163 að tölu, þar af 33 virk. Hæst þeirra og jafnframt hæst allra virkra eldfjalla í heimi er Kljúchevkaja 4750 m. Gígur þess er talinn vera einhver fegursta keila slíkra fjalla.
Eitt mesta gos í Kljúchevkaja hófst 5. des. 1944 og náði hámarki 1.jan. næsta ár. Þá steig hér til lofts feiknleg eldsúla af ösku og hraunkúlum. Drunur heyrðust í 250-300 km fjarska. Eitt þorp – Kljuchi – grófst á kaf í ösku. Hinn 30. mars 1956 gaus hér annað eldfjall Bezimnaja (Nafnlaus) einhverju voldugasta gosi er sögur fara af. Ægileg sprenging tætti burt topp fjallsins, stýfði hann meir en 200 metra og umturnaði öllu landi í kring.
     … Árið 1941 bar konu óvænt að barmi áður óþekkts gljúfurs. Við agndiofa sjónum hennar blöstu hið neðra vellandi hverir og kraumandi lindir. Eftir botni þessa gljúfurs rann á – síðar kölluð Geysiraja.
 Þótt ótrúlegt megi virðast, leit mannlegt auga fyrsta sinni slíka furðusýn úr iðrum jarðar á þessum stað, er kallaðist síðar Hveradalur.
 Hér finnast tíu stóri hverir og aðrir minni jafnmargir. Þeir hafa hlotið ýms nöfn, s.s. „Frumburður", „Tvíefldur", „Þríefldur" og „Velican" (Jötunn – sama orð og beljaki á íslensku) – enda stærstur.
     Petropavlovsk – Kamtsjatki höfuðborg Kamtstajtka (stofnuð 1740 af Bering) liggur við ægifagran fjörð – Avachinskaja. Þar í nánd rísa þrjú stórfengleg eldfjöll. Þessi fjörður telst einhver besta höfn í víðri veröld. Hér skerast inn nokkrir forkunnarfagrir vogar, m.a. einn kallaður Petropavlovsk – bækistöð fiskiskipa og farskipa.

Upplýsingar í þessu riti eru gagnlegar og eru okkur sem lítið vita um náttúru þessa risastóra lands mjög mikilvægar.

Mikið hlakkar Mosi til ferðarinnar. Vonandi verða veðurguðirnir okkur Íslendingunum hliðhollir.

Vegna þessarar ferðar verður eðlilega nokkurt hlé á masinu í Mosa á öldum ljósvakans.

Mosi


Bloggfærslur 10. september 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband