26.8.2008 | 12:57
Erfið ákvörðun
Sennilega er þessi ákvörðun sú eina rétta eins og staðan er í dag. Ýmsir hafa bent réttilega á, að þetta fum forseta Georgíu er feigðarflan og ekki er rétt af Natóríkjum að taka undir það. Suður-Ossetía er með Norður-Ossetíu nær tengdari Rússlandi en Georgíu.
Í Fréttablaðinu í síðustu viku birtust tvær góðar greinar um þessi málefni. Önnur var þýdd grein eftir mikilmennið Michael Gorbatsjov sem sennilega er einn reyndasti og virtasti núlifandi stjórnvitringur um málefni Austur Evrópu. Hins vegar grein eftir hagfræðinginn Björgvin Guðmundsson sem bendir réttilega á að hagfræðilegar forsendur Georgíu til að fara í stríðsátök eru mjög veikar.
Þá ritaði Árni Þór Sigurðsson þingmaður mjög góða grein um þessi mál í Morgunblaðinu fyrir nokkrum vikum þar sem hann dregur fram söguna sem er vægast sagt ansi blóðug og skrautleg á þessum slóðum og núverandi valdhöfum í Georgíu ekki til framdráttar.
Natóríkin eiga ekki að taka þátt í að kynda undir þessar deilur. Núverandi forseti Georgíu er æsingamaður og ætti að taka með mikilli varúð. Hann æsir upp lýðinn og tekur stórt upp í sig og líkir andstæðingum sínum við ein mestu úrhrök 20. aldar á pólitíska sviðinu.
Að Flugleiðir hafi tekið þátt í vopnaflutningum þangað austur á vegum bandarískra aðila er okkur ekki til framdráttar og síst af öllu traustvekjandi sem hlutlauss aðila sem óskar eftir setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Flugleiðir eru með þessu að taka óþarfa áhættu enda vitum við ekki hvar öfgahópar kunni að bera næst niður en víst er að hermdarverkamenn eru ekki hugdjarfari en að ráðast gjarnan á garðinn þar sem hann er lægstur.
Við eigum að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða en ekki hlaupa með þeim sem vilja meira blóð og hatur í veröldinni. Nóg er af því fyrir!
Mosi
![]() |
Rússar viðurkenna sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkhaziu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.8.2008 | 11:51
Forgangsverkefni íhaldsins í Reykjavík
Eitt af fyrstu verkefnum hins nýja borgarstjóra í Reykjavík er að ákveða einkavæðingu á almenningssamgöngum. Í Morgunblaðinu s.l. sunnudag, 24.8. birtst lítillátleg auglýsing aftast í auglýsingakálfi blaðsins um einkavæðingu þessa. Vísað er til nánari upplýsinga á heimasíðu Reykjavíkurborgar: http://www.reykjavik.is/utbod
Þegar flett er upp á þessari heimasíðu þá birtist eftirfarandi:
22.08.2008
Akstur fyrir Strætó bs. EES útboð
F.h. Strætó bs. er óskað tilboða í akstur byggðasamlagsins Strætó bs.
Óskað er eftir tilboðum í akstur strætisvagna á 19 leiðum byggðasamlagsins Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu og til Akraness á árunum 2010 2017. Akstur samkvæmt verkskilmálum hefst 1. janúar 2010.
Verkinu er skipt upp í 4 verkhluta og verður að hámarki samið um 3 verkhluta við einn og sama verktaka. Áætlað er að til alls verksins þurfi 46 strætisvagna af mismunandi stærðum, auk varavagna.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Útboðsgögn verða seld á geisladiski á kr. 15.000, frá og með mánudeginum 25. ágúst 2008 í síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.
Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. september 2008 kl. 14:00.
Um er að ræða 2ja umslaga kerfi:
Móttaka tæknilegra upplýsinga og verðtilboða er: 14. nóvember 2008 kl. 10:00, í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Þetta verður að meta sem mjög kléna upplýsingamiðlun. Engar upplýsingar koma þarna fram sem beinlínis varðar notendur almenningsvagna, hverjar leiðir fyrirhugað sé að einkavæða og hverjar ekki. Okkur sem nýtum okkur almenningsvagna er sem sagt ekki ætlað að skipta okkur af þessum málum. Sá sem vill fá nánari upplýsingar verður að reiða fram 15.000 krónur sem sennilega eru ekki afturkræfar. Nú er þetta útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Kannski að sá sem auglýsir fyrir Reykjavíkurborg verði að almennu athlægi í Evrópu, þetta hlýtur að vekja athygli og undur að ekkiverði meira sagt.
Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er þjónusta í þágu allra sem komast þurfa á milli á sem hagkvæmastan og fyrirhafnarminnstan hátt. Þær eru ekki einkamál Sjálfstæðisflokksins þó svo að flokkur þessi telji Strætó vera flokknum svo mikilvægt að stjórn Strætó skipa 5 áhangendur Sjálfstæðisflokksins af 7. Telst þetta vera eðlilegt ástand? Skyldi nokkur þessara 5 fulltrúa Sjálfstæðisflokksins nokkru sinni hafa stigið upp í strætisvagn? Viðhorf Sjálfstæðisflokksins til Strætó hefur alemmntt verið bundin því að Strætó sé fyrir börn og gamalmenni ogeinu sinni lét einn Heimdellingurfrá sér fara að Strætó væri aðeins fyrir aumingja - orð sem er gjörsamlega óskiljanlegt í nútíma samfélagi.
Sem neytandi Strætisvagnaþjónustu en ekki kjósandi Sjálfstæðisflokksins finnst mér þetta vera fyrir neðan allar hellur. Góðar almenningssamgöngur draga úr þörfinni á einkabílnum, bílastæðum og mjög dýrum sem umfangsmiklum umferðarmannvirkjum. Landnýting er af þessum ástæðum mjög slæm og á þetta gegndarlausa dekur Sjálfstæðisflokksins við einkabílnum stóran þátt í því. Rekstur strætisvagna mætti bæta stórlega t.d. færa gatnagerðar- og viðgerðarkostnað gatna til reksturs Strætó öllum að gagni. Draga mætti verulega úr nagladekkjanotkun sem er eiginlega gjörsamlega óþörf í Reykjavík. Reka mætti strætisvagnana hátt í hálft árið ef draga mætti verulega úr malbikunarþörfinni. Bjóða mætti fleirum en framhaldsskólanemendum vildarkjör en sjálfsagt ekki alveg frítt sem er alltaf umdeilt. Fyrirtæki og stofnanir bera oft töluverðan kostnað af bílastæðum og rekstri bíla sem auðveldlega mætti nýta betur til að byggja upp gott almenningsvagnakerfi.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur að því ljóst og leynt að halda völdum í Reykjavík með öllum þeim tiltæku ráðum sem flokkur þessi telur sig hafa tök á.
Um þessi mál þarf að hefja góða umræðu og hvernig megi stuðla að betri umhverfisvitund meðal höfuðborgarbúa.
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 26. ágúst 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar