Mismunandi áherslur

„Álver fyrir Austurland“ var pólitískt markmið ýmissa stjórnmálamanna á sínum tíma. Þeim hefur orðið að ósk sinni og reist hefur verið eitt stærsta álver heims þar sem Ausfiðingar geta fundið sér eitthvað að dunda við. Skrýtið að loka þurfti litlum fiskvinnslufyrirtækjum vegna einhverra mengunar´mála en allt í góiðu lagi ef mengunarvaldurinn er nógu stór! Og að sami mengunarvaldurinn kaupi nógu mikið af hræbillegri orku sem fengin er með stórtækustu umhverfisspjöllum gjörvallrar Íslandssögunnar.

Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn ráðherrar og sveitarstjórnarmenn mæta hver um annan þveran með skóflurnar sínar ef fréttist um vilja álversmanna að reisa fleiri álver. Þetta varð þjóðin vitni að í síðastliðnum mánuði þegar a.m.k. tveir ráðherrar mættu með skóflurnar sínar án þess að nokkur biði um það og tóku skóflustungur fyrir nýju álveri ásamt fleir stjórnmálamönnum. Af hverju skyldu þessir sömu menn ekki mæta með skóflurnar sínar þegar þarf að greiða götu ferðaþjónustunnar? Víða um land eru salernismál í lamasessi og er okkur Íslendingum til mikillar háðungar. Á fjölmennum ferðamannastöðum hefur allt verið eins og verið hefur eins og elstu menn muna: Við Geysi eru gamlir úr sér gengnir stígar sem fyrir löngu hefðu þurft að fá endurbætur. Við Gullfoss er ekki nema fyrir mjög fótfráið fólk að feta sig um torleiðið sem þar er. Á neðra planinu hefur ekki verið salernisaðstaða í áratugi og síðast þegar eg var þar á ferðinni um síðustu helgi vor öll salerni í Sigríðarstofu lokuð af tæknilegum ástæðum. Sama er upðp á teningnum víða um land: í Eldgjá, við Dettifoss, Leirhnjúka og Djúpalónssandi í sjálfum þjóðgarðinum á Snæfellsnesi. Er þó hér ekki um tæmandi talningu að ræða, fjarri því!

Óskandi er að ráðmenn þjóðarinnar mæti með skóflurnar sínar þegar taka þarf til hendinni þegar greiða þarf götu ferðaþjónustunnar. Það er fleira en álver sem ráðamenn íslensku þjóðarinnar þurfa að huga að!

Megi þeir sem oftast mæta með skóflurnar en án þess að álver komi við sögu! 

Mosi 


mbl.is Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júlí 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband