5.6.2008 | 18:44
Frábært framtak
Þegar Sigurrós var með útitónleika á Klambratúni hérna um árið var gríðarleg stemning. Þetta fór allt mjög vel fram, áheyrendur voru hugnumdir og nutu þess að hlusta á tónlistina og boðskapinn.
Nú hefur Björk tekið upp samvinnu við þá Sigurrósarmenn og vilja leggja náttúruvernd á Íslandi liðsinni með tónlist sinni. Hlakka mikið til að fara í Laugardalinn og vera aðnjótandi þessa mikilvæga listviðburðar.
Óskandi er að ríkisstjórnin gæti tileinkað sér þó ekki væri nema að einhverju leyti þá hugmyndafræði sem liggur að baki listsköpun Bjarkar og Sigurrósar. Við erum því miður komin svo grátlega stutt í umhverfismálum og náttúrurvernd. Við erum áratugum á eftir öðrum samfélögum en ættum að geta stytt okkur leiðina að betra og hagkvæmara og þar með umhverfisvænni lífsháttum.
Mosi
![]() |
Ísland verði áfram númer eitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 18:37
Athylgisvert dómsniðurstaða
Þegar mistök verða við sölu á vöru eða þjónustu og viðskiptavinur verður þess var, þá er hann í fullum rétti aðnyta sér það! Svo er að skilja dómsiðurstöðu Hæstaréttar.
Þessi dómsniðurstaða er því mjög athugyglisverð og á að vera hvatning til allra neytenda að skoða vel og vandlega verð á framboðninni vöru og þjónustu. Þeir eiga rétt á að nýta sér öll hugsanleg mistök við verðmerkingu á vörum og þjónustu.
Mosi
![]() |
Máttu nýta sér kerfisvillu í netbanka Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2008 | 18:06
Hver hóf þessar ofsóknir?
Óhætt má óska þeim Baugsfeðgum til lukku með að þeim var ekki dæmd meiri og alvarlegri refsing en í héraðsdómi. Þessi niðurstaða hlýtur að vera vissum aðilum í samfélaginu mikil vonbrigði, vonbrigði að dómstólarnir hefðu ekki tekið þessu meintu brot þeirra alvarlegar. En segja má að fyrir löngu voru þessar ofsóknir á hendur feðgunum að mati þorra þjóðarinnar mjög ómakleg og ósanngjörn. Meintir glæpir annarra eru mun meiri og ljóst að svo var búið um nútana að þarna átti að vera nokkurs konar hefnd fyrir það að grafa undan heildsölukerfinu sem Sjálfstæðisflokkurinn var búinn að koma svo vel fyrir í íslensku samfélagi að þessar athafnir að brjóta upp heildsalakerfið sem var orðið Sjálfstæðisflokknum mjög mikilsvert.
Vörnin hjá Gesti hefur abyggilega verið óaðfinnanleg enda er hann mjög góður og flinkur lögfræðingur og á kannski eftir að gera garðinn enn frægari.
Mosi
![]() |
Baugsmálinu lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 12:33
Veiðar til vansa
Því miður virðist vera meira um það að fólk kalli úlfur, úlfur án þess að gera sér fyllilega grein fyrir raunverulegu ástandi mála. Atferlishættir dýra fer mikið eftir því hvernig þeim líður. Þegar þau hafa fengið nóg að eta, vatn að drekka og ekkert í umhverfi ógnar þeim, þá sýna þau af sér mjög góða hegðun. Ef e-ð af þessu er ekki fyrir hendi, þau eru svöng, þyrst, særð og aðframkomin af skorti, þá er grunnt á grimmdinni.
Svo er eins og þeir sem komu að þessu drápi hafi enga raunhæfa hugmynd um atferlishætti hvítabjarnarins. Spurning hvort hann hafi ekki fengið sér sel í morgunmat áður en hann gekk á land til að lítast um en fyrir Norðurlandi er víða þessi uppáhaldsfæða hvítabjarnarins að finna. Eitt sinn taldi eg yfir 500 seli skammt sunnan við Hvítserk við Húnaflóa en þar er ós Sigríðarstaðavatns. Þar liggur selurinn makindalega eftir að hafa bragðað á gómsætum laxi og silungi sem virðist vera gnæfð af.
Íslendingar eru margir hverjir allt of hvatir til athafna og er það miður. oft gleymist nauðsynleg yfirvegun þar sem aðrir möguleikar eru í stöðunni en aðeins sá eini sem mörgum dettur fyrst í hug: skjóta, spyrja svo, - eins og villta vestrinu.
Mosi
![]() |
Hvítabjarnarmál vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2008 | 06:13
Hvalaskoðun: er ísbjarnarskoðun raunhæf?
Gleðitíðindi fyrir ferðaþjónustuna
Hvalaskoðun hefur verið ein mikilvægasta atvinnugrein undanfarin ár á Húsavík. Blómatíminn er eðlilega sumarið og er Húsavík sennilega með betri stöðum við Atlantshafið þar sem skilyrði til hvalaskoðunar eru mjög góð. Sjálfbær atvinnustarfsemimjög umhverfisvæn ef undan er skilin brennsla á skipaolíu, nýtur engra opinberra styrkja og gefur miklar tekjur af sér í hendur eigenda, starfsmanna og samfélagsins.
Forvitnilegt hefði verið að vita hvernig Húsvíkingar hefðu tekið ísbirninum sem felldur var í Skagafirði nú á dögunum. Hefðu þeir fellt hann með jafnmikilli skammsýni og þeir í Skagafirðinum? Sá ísbjörn bíður það hlutskipti að verða stoppaður upp og settur þannig steindauður á safn. Á Húsavík í hinu myndarlega Safnahúsi hefur uppstoppaður fullorðinn vígalegur ísbjörn verið til sýnis í nær mannsaldur. Ekki virðast útlendingar sækjast sérstaklega mikið þangað til að bera bangsann stóra augum. Erlendir ferðamenn vilja sjá lifandi dýr en ekki dauð! Þeir eru tilbúnir að greiða stórfé fyrir að upplifa e-ð verulega fágætt og virkilega spennandi. Þeir á Húsavík báru þá gæfu að uppgötva á sínum tíma hugmynd um að gera út skip til að fara með útlendinga á móts við hvali með þessum feyknagóð árangri.
Spurning hefði verið að koma ísbjörninn lifandi fyrir í mannlausum eyðistað eins og Náttfaravík. Þar hefði hann sennilega getað lifað þokkalega með dyggum stuðningi mannsins. E.t.v. eru landeigendur á móti slíkri notkun lands þeirra en er þetta ekki eitt þeirra mikilsverðu atriða sem þarf að undirbúa mjög vel þegar næsta ísbjörn ber að garði? Á móttökunefndin að vera samansafn grimmra oft siðlausra veiðimanna sem bíða með drápstólin bítandi í skjaldarrenddur eins og víkingarnir forðum og vilja allir sem einn fá að skjóta friðað dýrið til að unnt sé að taka af sér frækilega mynd á eftir! Eða eigum við að ráðast í raunverulegar björgunaraðgerðir sem gætu orðið okkur ekki aðeins til sóma á alþjóðlegum vettvangi heldur ekki síður til gagns og framdráttar í leiðinni? Það væri til einhvers að vinna.
Ýmsum finnst eðlilegt að byggja upp einhæft atvinnulíf með stóriðju á Íslandi. Þar er mikill og vandaður undirbúningur sem nauðsynlegt er að búa að baki. En þegar slíkan happafeng sem ísbjörn ber að garði þá er hann umsvifalaust skotinn eins og ótýndur glæpamaður utan dóms og laga rétt eins og í villta vestrinu. Er það sem við viljum og sækjumst eftir?
Það er virkilega miður þegar skammsýnin tekur völdin og árátta veiðimannsins ber skynsemina ofurliði.
Mosi
![]() |
Steypireyðar á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. júní 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar