30.5.2008 | 16:42
Síðasti reglulegi vinnudagurinn - í bili.
Í starfinu hef eg haft mjög góð samskipti við þúsundir manna, nemendur, kennara og aðra starfsmenn. Sumir nemendur eru jafnvel orðið þjóðkunnugt fólk og hefur náð góðum árangri í starfi sem byggst hefur á menntun þeirra við skólann.
Nú eru miklar breytingar á rekstarformi skólans. Hann verður einkavæddur og sameinaður öðrum skóla. Eftir 14 ár í sama starfi er kannski rétti tíminn runninn upp fyrir mig til að finna annað starf. Sjálfur hefi eg góðan rétt til að hætta eftir 20 ára starf í opinberri þjónustu og hyggst því finna nýjan og annan starfsvettvang. Í meira en aldarfjóruðung hefi eg verið sískrifandi í blöð og tímarit, oft e-ð sem sumum finnst gaman og fróðlegt að lesa, öðrum kannski finnst þar að finna óttalegt, gamaldags nöldur um einskis verða hluti. Skil afstöðu þeirra vel og virði frjálsar skoðanir þeirra. En það er kannski hinn hópurinn sem mig langar til að sinna betur. Mig langar til að fara að skrifa lengri texta og hef ýmsar hugmyndir sem vonandi verða fremur að raunveruleika en upphefjist í martröð.
Fljótlega í næsta mánuði hefst ferðaþjónustan á fullu. Þar er alltaf mjög skemmtilegur en mjög krefjandi starfsvettvangur. Er ráðinn þegar í nokkrar ferðir með þýskumælandi ferðamenn um landið.
Í sumar bíða mín auk þess tvö hús að mála, annað heima sem ekki hefur verið málað í nær 20 ár, þar var þó skipt um þak í fyrra. Þá er litla sveitasetrið uppi í Borgarfirði sem alltaf er gaman að koma í og njóta kyrrðar og hvíldar í skjóli vaxandi skógarins. Svo er það öll trjáræktin, dytta þarf að girðingu og gróðursetja trjáplöntur og dytta að sitt hverju sem kemur gróðrinum að gagni í annarri spildu en töluvert stærri.
Þá er það formennska í einu félagi ágætu: Umhverfis- og náttúrurfræðifélag Mosfellsbæjar. Það er tiltölulega ungt félag sem þó hefur vakið nokkra athygli í Mosfellsbæ og vonandi víðar. Þetta félag er þverpólitískt rétt eins og Landvernd þar sem fagleg sjónarmið ráða ríkjum en stjórnmálin láta liggja milli hluta. Hvers vegna er öll þessi pólitíska umræða að stinga sér niður í félagastarfsemi þar sem flest annað á að ræða en pólitík? Pólitík er ein leiðinlegust allra tíka af öllum leiðinlegum tíkum öðrum ólöstuðum. En það er önnur saga. Félag sem þetta þarf að þroskast og blómgast þar sem allir sem ánægju hafa af náttúruskoðun, fái svalað fróðleiksþorsta sínum með áhugaverðum fyrirlestrum og skoðunarferðum. Sú fyrsta á þessu ári verður á morgun: Hitaveitugangan í samvinnu við Sögufélag Kjalarnesþings, Mosfellsbæ og Orkuveitu Reykjavíkur, sjá nánar: http://www.mos.is/Files/Skra_0027897.pdf
Svo kemur blessað haustið með öllum sínum fögru en döpru haustlitum. Nú hyggst eg slást í för með félagi nokkru sem hefur það m.a. að markmiði að fara til útlanda til að skoða tré. Skyldi nokkurs staðar í veröldinni vera til slíkur félagsskapur þar sem fólk tugum saman er tilbúið að eyða stórfé til þess að fara til útlanda til að skoða tré? Nú er áætlað að fara til Kamtschaka austarlega í Síberíu. Mér skilst að stysta leiðin þangað sé beint yfir Norðurpólinn. Þegar þangað er komið er ferðin ekki einu sinni hálfnuð! Ferðin verður skipulögð um Mosku en þaðan og austur eftir er nálægt 10 tíma flug, hvorki meira né minna! Svona fer maður aðeins einu sinni á ævinni.
Jæja góðir hálsar: vona að þið sem nennu hafið að lesa hjal þetta hafið haft fremur einhverja skemmtan og fróðleik af en það gagnstæða.
Góða helgi
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2008 | 15:18
Pyntingar, lýðræðið og mannréttindin
Pyntingar eru gjörsamlega siðlausar og ósamboðnar samfélagi sem telur sig vera málssvara lýðræðis og mannréttinda.
Mosi
![]() |
Sviðsetja vatnspyntingar á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 30. maí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar