29.5.2008 | 23:54
Að búa í jarðskjálftalandi
Við Íslendingar búum í miklu návígi við náttúruna. Í dag minnti hún á innra afl sitt og jarðskorpan fór á hreyfingu. Við megum þakka fyrir að ekkert manntjón varð en áður fyrr fórust fleiri Íslendingar í jarðskjálftum vegna illa byggðra húsa en beinna afleiðinga af eldgosum.
Stundum höfum við tilhneygingu að gleyma þessari staðreynd. Byggð eru hús oft á glannalegan hátt, byggingarefni eru ekki alltaf það sem hentar og stundum eru byggð allt of há hús vegna þess að lóðabrask hefur ýtt undir verð á fasteignunum, þ.e. lóðum eða eins og lögfræðin útlistar það hugtak: tiltekinn hluti af yfirborði jarða. Hús sem kunna að vera byggð á fasteignum er fylgihlutur fasteignar!
Einu sinni sagði einn byggingafulltrúi ágætu eftir að stórviðri hafði geysað um allt land og valdið miklu tjóni: Kannski er ljott að segja það en svona lagað er fyrir okkur byggingafulltrúanna alveg bráðnauðsynlegt. Við erum að benda fólkinu sem er að byggja að það þurfi að gera þetta betur en það hristir hausinn og telur þetta vera óþarfa afskiptasemi. Svo fýkur bara fúskið út í veður og vind! Þá loksins átta skussarnir sig á að þetta var hárrétt sem við erum að reyna aðkoma inn í hausinn á þessu fólki!
Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir Suðurland í júní árið 2000 voru það yfirleitt illa byggð hús sem hrundu eða löskuðust illa. Þar var hönnun þeirra verulega áfátt. Burðarþolsútreikningar þurfa að vera réttir og efnisval þarf einnig að vera rétt. Holsteinn og vikursteinn voru vinsælir sem byggingarefni til sveita um og eftir mðja síðustu öld. Þessi hús hrundu eins og spilaborg enda hentar þetta byggingarefni alls ekki þar sem von er á jarðskjálftum. Þetta byggingarefni hentar betur í flestum löndum Evrópu þar sem engra jarðskjálfta er að vænta.
Sennilega fagna byggingaeftirlitsmenn svona uppákomu sem kröftugum jarðskjálfta. Og óskandi er að byggingabraskarar láti af hugmyndum að byggja háhýsi á Suðurlandi.
Mosi
![]() |
Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 09:22
Bravó!
Það sem þeir Sigurrósarmenn eru nánast allt frábært og vel að verki staðið. Þetta myndband með nýja laginu er mjög listrænt og hreyfingar unga fólksins fallegar og falla vel að hrynjandi tónlistarinnar. Sérstaklega er unga konan sem virðist vera í frjálsu falli og hárið flaksar um höfuð hennar mikið augnakonfekt ef svo má að orði komast.
Því miður er siðgæðisvitund Bandaríkjamanna gagnvart nektinni mörgum öldum á eftir nútímanum. Viðhorf þeirra í þeim málum mótast mjög af svonefndum púritisma en þeir sem aðhylltust þær kenningar voru strangtrúarmenn. Þeir flúðu England á 17. öld vegna ástandsins í þjóðfélagsbreytingum sem þar áttu sér stað með valdatöku Cromwells. Púritanarnir settust að á austurströnd Bandaríkjanna og höfðu gríðarleg áhrif til frambúðar sem birtist m.a. í viðhorfum þeirra til mannslíkamans.
Þar í landi þykir hins vegar alveg sjálfsagt að sýna ljótleika ofbeldis af margvíslegu tagi en fegurð mannslíkamns virðast þeir aldrei hafa lært að meta, því miður.
Mosi vill óska þeim Sigurrósarmönnum til hamingju með frábært lag og virkilega fallegt myndband. Gangi þeim allt í haginn!
Mosi
![]() |
Myndband Sigur Rósar bannað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. maí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar