Góð breyting

Á undanförnum árum hafa íslensk fjármálafyrirtæki rakað saman óhemju hagnaði. Stjórnendur hafa stýrt fyrirtækjunum með þeim tækifærum og forsendum sem þá voru. Nú er umhverfi fjármálalífs gjörbreytt: nú þurfa bankarnir að standa í skilum við lánadrottna sína en þeir tóku mjög há lán erlendis á lágum vöxtum til að endurlána í íbúðahúsnæði á háum vöxtum til lengri tíma. Í þessu er fólgin sú vandræðastaða að bnakarnir verða að útvega ný lán á óhagstæðari kjörum til að standa í skilum með afborganir eldri lána.

Skammtímasjónarmiðin við rekstur bankanna eru núna að koma þeim í koll. Nú þarf að skera niður og spara og því er eðlilegt að góður stjórnandi gangi á undan með góðu fordæmi og afsali sér einhverjum fríðindum.

Sem hluthafi örlítils hlutar í bönkum og öðrum fyrirtækjum er mér mun meira virði að sjá hvernig langtímamarkmiðin eru. Það skiptir fjárfesti meira virði að fyrirtækið sem hann á hlut í sé rekið með meiri myndarbrag eftir 10 ár en með svona óreglulegum skammtímasjónarmiðum.

Mosi


mbl.is Ætla að fella niður gildandi kauprétti hjá Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband