20.5.2008 | 19:46
Hver er ábyrgð ráðherra?
Þegar ráðherra gefur út einhliða veiðileyfi til hvalveiða án þess að bera slíka ákvörðun undir aðra ráðherra gæti það skapað grafalvarlega stöðu innan ríkisstjórnar. Nú er ljóst að annar ríkisstjórnarflokkurinn er alls ekki hlynntur hvalveiðum þá er spurning hvort þingmeirihluti sé fyrir þessari umdeildu ákvörðun.
Spurning er hvort þetta gæti leitt af sér atburðarás sem gæti hugsanlega leitt til alvarlegs skoðanaágreinings innan ríkisstjórnarinnar. Hver er ábyrgð ráðherra í þessu sambandi? Hefur hann stuðning forsætisráðherra í þessu einkennilega deilumáli þar sem gefið er út formlegt leyfi þó svo ljóst er að andmælaréttur gagnstæðra sjónarmiða hefur ekki verið virtur? Ljóst er að ráðherra er kominn út á ystu nöf og hann nýtur ekki trausts allrar þjóðarinnar með þessari umdeildu og hroðvirknislegu leyfisveitingu.
Getur ráðherra hugsanlega bakað sér ábyrgð gagnvart lögum um ráðherraábyrgð og að kalla þurfi Landsdóm saman? Landsdómur fjallar um embættisafglöp rtáðherra og voru lög um það sett snemma á síðustu öld. Því miður hefur aldrei reynt á lög þessi þó svo oft hafi verið tilefni verið til þess.
Oft er þörf en nú er nauðsyn. Ráðherra getur ekki ákveðið með einhliða ákvörðun íþyngjandi skyldurgagnvart sumum þegnum landsins án þess að lög eða reglur þaraðlútandi kveða skýrt þar um að veita á sama hátt leyfi á kostnað annarra hagsmunaaðila sem ekki hafa fengið tækifæri að tjá sig um málið áður en ákvörðun var tekin. Með þessu er ráðherra að taka gríðarmikla áhættu sem getur valdið því að honum er síður treystandi aðfara með opinbert vald. Hvalaskoðunarfyrirtækin eiga gríðarlegra hagsmuna að gæta. Það er fullljóst að hvalveiðimenn fara stystu leiðina að drepa þá hvali sem ráðherra hefur á eigið einsdæmi gefið veiðileyfi út á.
Hvalaskoðun og hvalveiðar fara aldrei saman. Hagsmunaárekstrarnir eru augljósir.
Það er krafa mín að ráðherra afturkalli þegar í stað þessar umdeildu veiðileyfi, biðji hvalaskoðunarfyrirtækin skilyrðislaust afsökunar á frumhlaupi sínu. Ella ber honum að segja af sér embætti enda nýtur hann ekki trausts þeirra aðila sem hann hefur brotið gegn.
Mosi
![]() |
Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.5.2008 | 18:31
Hver á hvalina?
Þegar dýr eru andlag eignaréttar þá er engin vafi á hver á ráðstöfunarrétt á þeim. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa nánast tileinkað sér þá hvali sem næst eru höfnum við byggð ból Faxaflóa. Segja má að þessi fyrirtæki eigi nokkurs konar forgangsrétt að þessum dýrum enda er ekki stuðlað að dauða þeirra eða tortýmingu.
Nú tekur ríkisvaldið sig upp eða öllu heldur sá hluti þess sem er sjávarútvegsráðherra og gefur út veiðileyfi á þau 40 dýr án nokkurs tillits til þeirra hagsmuna sem þó ganga þvert á þessa veiðihagsmuni. Auðvitað er hér um mjög ámælisvert gerræði nokkurs konar einræðistilburði sem eru forkastanlegir.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa mótmælt kröftuglega. Eg krefst þess að allir þeir aðiliar sem hagsmuni hafa að gæta í þessu máli beiti sér fyrir að ítrustu kröfur verði gerðar um hugsanlegar skaðabætur gagnvart ríkisvaldinu að hunsa þá mikilsverðu hagsmuni sem tengjast hvalaskoðun. Hvalveiðar eru tímaskekkja og þær á ekkiað stunda rétt utan við slóðir hvalaskoðunar.
Ef sjávarútvegsráðuneytið hefði gert þær kröfur eða sett þau eðlilegu skilyrði að hvalveiðar færu fram utan 200 mílna efnahagslögsögunnar hefði ekki verið unnt að mótmæla því.
En því miður bar ráðherra ekki gæfa til þess. Gæta ber þess aðhann er sjávarútvegsráðherra allrar þjóðarinnar en ekki örfárra veiðiglaðra hrefnuveiðimanna.
Stöðvum þegar hvalveiðar hvort sem smáhvalir eiga í hlut eða stórhvalir! Þetta er auðlind sem ber að nýta - en auðvitað á réttan hátt!
Mosi
![]() |
Verið að eltast við hrefnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.5.2008 | 14:04
Gleymdist dagskráin?
Það heyrir ábyggilega til tíðinda er greint er frá hljómleikum sinfóníuhljómsveitar að ekki sé minnst auka teknu orði á hvað hafi verið á dagskrá.
Hvort það hafi verið athyglisverð músík sem kisi sóttist eftir veit sem sé enginn.
Mosi
![]() |
Köttur á sinfóníutónleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 13:57
Bravó!
Áþekka akrein þarf einnig að leggja frá Vatnsmýrinni og alla leið austur með Miklubrautinni! Þá verður gaman að aka í strætó og leyfa blikkbikkjunum að bíða í löngum röðum meðan brunað er framhjá!
Mosi
![]() |
Grafið fyrir nýrri akrein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2008 | 12:22
Sérkenni peningafölsunar
Svo einkennilegt sem það kann að hljóða þá er refsiverður verknaður fullframinn þegar peningaseðill er falsaður. Ekki þarf að reyna að koma honum í umferð heldur er refsivert að eftirgera löglega mynt og seðla. Blekking er ekki alltaf nauðsynleg til að maður geti bakað sér ábyrgð. Í sakfræðinni er talað um að fullframningarstigið sé fært fram.
Þarna eru mikilsverðir hagsmunir viðskiptalífsins hafðir í fyrirrúmi og kappkostað að girða fyrir allar leiðir til peningafölsunar.
Mosi
![]() |
Í fangelsi fyrir peningafals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2008 | 12:16
Loksins hlustað á íbúa Hveragerðis
Til hamingju Hvergerðingar! Til hamingju allir þeir sem vilja sýna skynsemi og varkárni í virkjanavæðingu landsins! Til hamingju allir Íslendingar!
Mosi
![]() |
Hætt við Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 12:14
Ráðherraræði
Þessi ákvörðun ráðherra byggist ekki á neinum skynsömum rökum. Verið er að láta undan þrýstingi frá þröngum hagsmunahópi og í leiðinni er verið að grafa undan hvalaskoðun. Með þessu er ráðherra að sér vald sem minnir á einræði.
Greinilega er mjög alvarlegur ágreiningur um þetta málefni í ríkisstjórninni.
Mál sem þetta hefði þurft að undirbúa betur. Það hefði þurft jafnvel að leggja það í dóm þjóðarinnar. Praktísk mál ber að leggja undir þjóðaratkvæði. Auðveldara er að taka vitrænar ákvarðanir undir slíkum kringumstæðum byggðar á frelsi og lýðræði. Sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar er oft hunsaður af ráðherrum. Því miður.
Mosi
![]() |
Óánægja með hrefnuveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 10:59
Dapurleg ákvörðun
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að leyfa hrefnuveiðar er ekki aðeins umdeild, hún er mjög dapurleg og beinlínis röng í ljósi þess að nóg virðist vera af birgðum af hrefnuafurðum frá fyrri veiðum. Er beinlínis verið vísvitandi að grafa undan ferðaþjónustunni? Því miður hafa yfirvöld ekki sýnt ferðaþjónustunni neinn verulegan skilning en hlustað því meir á óskir þeirra sem virðast vera óheft veiðimennska í blóð borin.
Ekki er að sjá að nein skilyrði séu bundin þessari furðulegu leyfisveitingu annað en að rætt er um hámarksfjölda þeirra dýra sem sjávarútvegsráðherranum þykir sjálfsagt að deyða. Ekki virðist vikið að neinu tagi að nánari skilyrðum hvar veiða megi dýrin á Faxaflóa. Sennilega verða þau dýr drepin á þeim slóðum þar sem það er auðveldast og lítilmannlegast, jafnvel framan við augu þeirra ferðamanna sem borgað hafa ferðir til Íslands dýrum dómum m.a. til að skoða hvali.
Hvet eindregið hvalaskoðunarfyrirtæki að lýsa yfir að geri megi ráð fyrir að þau krefjist eðlilegra skaðabóta úr hendi ríkissjóðs f.h. fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra enda hafa þau gríðarlega hagsmuni að gæta.
Hvalveiðar á vegum sjávarútvegsráðherra eru tímaskekkja. Þessi leyfisveiting er honum til mikils vansa og gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.
Mosi
![]() |
Veiðimenn ekki farnir af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.5.2008 | 09:08
Hvað segir forsetinn?
Nú verður spennandi að heyra um þennan atburð frá þeim kostulega forseta Venesúella sem minnir stundum meir á skemmtilegan trúð en alvörugefinn stjórnmálamann.
Annars er fyllsta ástæða fyrir Bandaríkjamenn að fara sér hægt og reyna fremur fyrir sér að efla friðsamleg samskipti við Rómönsku Ameríku, þ. á m. Kúbu en hafnarbannið sem sett var á fyrir nær 60 árum er einhver sú vitlausasta ákvörðun sem tekin hefur verið.
Mosi
![]() |
Bandarísk herflugvél rauf lofthelgi Venesúela |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 08:47
Ástæða til varúðar
Á aðalfundi Landverndar fyrir nokkrum vikum vakti Stefán Arnórsson jarðfræðingur og prófessor athygli á að með því að fara of geyst í virkjun jarðhita gæti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Ekki má ganga of nærri auðlindinni en svo að góðu hófu gegndi.
Við megum minnast þess, að áður en Nesjavallavirkjun var tekin í notkun, var gengið ansi nærri jarðhitakerfinu í Mosfellssveit. Dæla þurfti heita vatninu af meira dýpi en nokkru sinni áður og var það ekki aðeins mikill kostnaðarauki heldur var deginum ljóst að meira var tekið en náttúran gaf.
Eins er með jarðhitann á Reykjanesskaganum og Hellisheiði. Ef of nærri er gengið að nýta jarðhitann, gæti það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. Afkastageta náttúrunnar er takmörkuð og það er hlutverk vísindamannsins að rannsaka og ráðleggja. Stefán taldi að e.t.v. væri unnt að ná hámarksafköstum jarðhitavinnslu e.t.v. í 25-30 ár en eftir það mætti jafnvel reikna með tiltölulega hraðri kólnun sem leiddi til að hætta þyrfti a.m.k. tímabundið jarðhitavinnslu svæðanna.
Kannski er þá búið að afskrifa mannvirki en þau eru hönnuð til að geta skilað jafnvel fullum afköstum í a.m.k. einn mannsaldur. Sérstök ástæða er því til fyllstu varkárni því jarðhitinn er ekki endalaus uppspretta.
Þegar haft er í huga að Bitruvirkun hefði ýms íþyngjandi áhrif á íbúa Hveragerðis, græfi undan möguleikum ferðaþjónustu og útivistar í Reykjadal, Grænadal og fleiri dölum norður af Hveragerði, þá er ljóst að betra er að hætta við núna en halda áfram að virkja viðkvæm svæði. Óhófsemi í jarðhitanýtingu kemur óorði á þessa annars mjög mikilvægu starfsemi. Við skulum minnast reynslunnar af Kárahnjúkaumræðunni, deilunum og öllu því sem langt er frá að öll kurl séu komin til grafar. Þar er enn fjölmörgum spurningum ósvarað.
Mosi
![]() |
Bygging Bitruvirkjunar óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. maí 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar