Varhugaverð starfsemi

Á þessu ári er þetta í annað skiptið sem handvömm vegna meðferð olíu um borð í skipum verður til þess að olía fer í sjóinn við strendur Reykjavíkur. Þó að allar aðstæður séu eins góðar og þær geta orðið bestar þá er ástæða að ætla alls hins versta hvað lífríki Elliðaánna og Elliðaárvogarins varðar. Nauðsynlegt er að þjálfun þeirra sem starfa á skipunum sem og við afgreiðslu þeirra sé óaðfinnanleg að óhöpp á borð við þessi geti ekki átt sér stað. E.t.v. er fyllsta ástæða að gera meiri kröfur til þeirra skipa sem hingað koma að útbúnaðaur þeirra sé óaðfinnanlegur og að þau hafi fengið nauðsynlegt eftirlit.

Nú er um að ræða einungis nokkur hundruð lítra af olíu. Hvað skyldi verða umfangsmikið tjónið ef 50.000 lesta olíflutningaskip strandaði við Vestfirði? Hvað þá stærra skip? Þær áætlanir virðast byggðar meira á draumórum og gróðahyggju en nauðsynlegu raunsæi. Yfirleitt er alltaf hagkvæmast að hreinsa olíu þar sem hún er framleidd eða þar sem hún verður notuð. Flutningskostnaður er geysimikill og hver krókur er dýr nema einhverjar aðrar ástæður búa að baki. Kannski að umhverfisreglur okkar Íslendinga séu svo ófullkomnar að stórfyrirtæki finnst þess virði að setja sem mest af mengandi starfsemi hér niður vegna þess hve yfirvöld sína mengunarmálum miklu sinnuleysi.

Mosi

 


mbl.is Olíubrák í Elliðavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllsta ástæða að draga úr notkun bíla

Þegar verð á bensíni rýkur upp úr öllu valdi er fyllsta ástæða að draga sem mest úr notkun bíla. Af hverju ekki að ganga meira og hjóla á styttri leiðum en taka sér far með strætisvögnum á lengri leiðum á höfuðborgarsvæðinu?

Hæfilegar göngur og hjólreiðar reglulega styrkir og eflir heilsu okkar. Við stuðlum einning að styrkja efnahag okkar sem ekki veitir af á síðustu og verstu tímum. Hafa síðustu tímar ekki alltaf verið þeir verstu? Svo lengi sem Mosi man eftir hefur það alltaf verið viðkvæðið.

Mosi


mbl.is Ekkert lát á hækkun bensínverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband