Símaónæði

Skiljanlegt er að símhringingarnar hafa reynt á viðkomandi. Svona mistök símaþjónustufyrirtækis eru væntanlega bótaskyld en e.t.v. er erfitt að sanna þau þar sem símafyrirtækin eyða að öllum líkindum sönnunargögnunum. En þau ættu að sjá sóma sinn í því að bæta manninum ónæðið.
mbl.is Hringt í mann þegar greiðslukort voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleit fjárfesting í skuldahölum

Hjólhýsi er einhver sú vitlausasta fjárfesting sem nokkrum getur dottið í hug. Jafnvel fjárfesting í lökustu hlutafélögum landsins eru jafnvel betri!

Hjólhýsi kosta milljónir. Þau eru e.t.v. notuð tvær vikur á ári og ef allt er reiknað með þá væri dvöl í sumarhúsi stéttarfélaganna og jafnvel á gistiheimili eða hóteli með fullu fæði mun ódýrari og koma betur út þegar allt er reiknað með. Reikna þarf með háum vöxtum af fjárfestingunni, töluverðum kostnaði vegna reksturs og viðhalds, mjög háum afskriftum og tryggingagjöldum, hærri rekstrarkostnaði bílsins til að draga herlegheitin og þar eftir götunum.

Þá er að geyma lúxúsinn á tryggan hátt yfir veturinn og það kostar einnig sitt.

Nei: fjárfesting í hjólhýsi hér norður á hjara heimsins er kolvitlausasta fjárfesting hins bjartsýna manns sem fremur ætti að halda til Miðjarðarhafslanda með sinn skuldahala eins og farið er að nefna hjólhýsin.

Mosi


mbl.is Hjólhýsi splundraðist á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband