Eðlileg þróun

Lengi vel voru 3 flugvellir við Berlín. Með kröfum um betri landnýtingu og betri tækni tengdu flugi og auknum kröfum um öryggi er eðlilegt að flytja þessa starfsemi á einn stað. Tempelhof flugstöðin var barn síns tíma og var hönnuð og byggð til að sýna ákveðna veraldarhyggju.

Kannski að við getum einnig litið í eiginn barm varðandi Reykjavíkurflugvöll. Á að leggja meiri áherslu á hægindi og þægindi nokkurs hluta þjóðarinnar að hafa flugvöll á einu verðmætasta byggingarsvæði borgarinnar eða koma þessari flugstarfsemi eitthvert annað?

Endurgerð flugvallarins var umdeild á sínum tíma. Hún fór fram án þess að Reykvíkingar voru spurðir. Þáverandi formaður Samgöngunefndar Alþingis, Árni Johnsen átti sinn þátt í að verktakafyrirtæki fengi þetta verkefni án sérstaks útboðs. Þeim þætti var ekki sérlega haldið á lofti þegar eitt þekktasta sakamál landsins var til meðferðar og ekki ákært vegna ýmissa umdeildra ákvarðana.

Það eru ekki nein ný tíðindi að vilja að koma starfsemi flugvallarins eitthvert annað. Árið 1957 eða fyrir réttri hálfri öld var Reykjavíkurflugvöllur mjög mikið deilumál bæði í fjölmiðlum sem og í borgarstjórn Reykjavíkur og lesa má um í heimildum frá þessum tíma.

Berlínarbúar líta fegins hendi að þessi háværa starfsemi verði á einum stað. Reykvíkingar vilja margir hverjir fara með flugstarfsemina eitthvert annað. En það þykir kannski ekki í samræmi við þá stefnu hvernig lýðræðið er praktísérað á Íslandi að spyrja fólk. Það er bara ákveðið af stjórnmálamönnum, forræðishyggjan í allri sinni dýrð eins og skoðanir og viðhorf fólksins skipti engu máli. 

Mosi

 

 

 


mbl.is Tempelhofflugvöllur verður lagður af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband