Djúpstæður ágreiningur

Þegar tveir aðilar deila þá er oft ágreiningurinn mjög djúpstæður. Svo er fyrir botni Miðjarðarhafsins. Í þeim trúarbrögðum sem þarna eru ríkjandi, virðist vera innbyggt af bókstafstrúarmönnum að gömul gildi séu ófrávíkjanleg prinsíp sem ekki undir neinum kringumstæðum megi líta fram hjá. Eyðing og útrýming eru orð sem virðast enn vera sá mikli þröskuldur sem ekki er unnt að komast fram hjá.

Grundvallaratriði fyrir varanlegum frið er að báðir aðilar sýni af sér þá djörfung að þeir geti komið á móts við gagnaðilann. Slíkt byggist auðvitað á gagnkvæmu trausti og virðingu. Einn stærsti þyrnir í augum Ísraela er eðlilega gamla stefnuyfirlýsingin hjá Palestínumönnum um eyðingu Ísraelsríki sem nær auðvitað ekki nokkurri átt. Á móti þurfa þeir að láta af þessari einhliða landtökustefnu sinni. Eðlilegt væri að þeir keyptu einfaldlega landið af Palestínumönnum og þá á réttu markaðsverði. Þá verður að vinna gagnkvæmt við að bæta samskiptin fremur. Að sífellt sé verið að hjakka í sama farinu leysir engan vanda en eykur hann mikið og kemur í veg fyrir friðsamleg samskipti sem þó ættu að vera meginmarkmiðin.

Þær ástæður sem Ísraelar gefa upp að hafna vopnahléi eru því mjög skiljanlegar í þessu ljósi. Til að finna góða lausn á þessu mikla verkefni þá þarf meira að koma til, af hálfu beggja. Þurfa menn ekki að sýna trú sína með góðum verkum? Vantrú og villumennsku sýna menn hins vegar með óhæfuverkum sínum sem ekki er nema vatn á myllu öfgahópanna.

Mosi


mbl.is Tilboði Hamas vísað á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tyrkir ráðast á Kúrda

Í fréttum í gær var sagt frá árásum Tyrkja á Kúrda. Hvers vegna er ekki kastljósinu varpað á þessi skrýtnu og óvenju harkalegu átök?

Kúrdar búa innan landamæra a.m.k. 4ra ríkja. Tyrkir vilja ekki viðurkenna sérkenni hvað þá sjálfstæði þeirra og nefna þá einfaldlega „Fjallatyrki“ - hvernig svo sem á að skilja það hugtak. Kúrdar eiga betra skilið en að vera endalaust ofurseldir ósvífinni stjórnarstefnu sem beinist fyrst og fremst með hernaði gegn þeim. Tyrkir hafa með framferði sínu svipaða stöðu og nasistar gagnvart Gyðingum á sínum tíma en ofsóknirnar hafa staðið mun lengur.

Það er því með blendnum hug að vita til þess að Tyrkland sækist eftir inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu jafnframt því að sækja um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir þurfa að endurskoða afstöðu sína gagnvart Kúrdum, samþykkja sérstöðu þeirra og helst sjálfstæði. Sjálfstætt ríki Kúrda myndi ábyggilega draga úr ófriði og spennu sem þarna er í þessu ógnvænlegu púðurtunnu: Austur Tyrkland, Sýrland, Norður-Írak, Vestur Íran, Armenía og Azerbajdzjan þar sem mjög mikið er af Kúrdum.

Mosi 


Bloggfærslur 26. apríl 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband