Breyta þarf tekjustofnum

Ljóst er að þessi tekjustofn ríkisins um eldsneytisgjald er gamaldags og barn síns tíma. Auðvitað ætti þetta gjald sem tiltekur vissan krónufjölda eða prósentur að heyra sögunni til. Nauðsynlegt er að fara svipaða leið og í nágrannaríkjunum en þar hefur skattkerfi nútímaríkisins verið gjörbreytt með nýjum áherslum og viðhorfum. Lykilatriðið er að taka þarf upp nýjan skatt: umhverfisskatt þar sem öll mengandi starfsemi verður skattlögð hvort sem er útblásturinn kemur frá stóriðju, bílum, flugvélum, skipum eða einhverri annarri stafsemi. Leggja þarf umhverfisskatt á ýmsa neyslu t.d. nagladekk, flugelda, tóbak sem og annað sem veldur mengun. Hugsa sér hve það hefði hvetjandi áhrif að aðrir kostir fyrir samgöngur væru skoðaðir og myndu efla þegar í stað nýtingu rafmagns í þágu samgangna. Rafmagnsnotkun veldur sáralítilli mengun.

Við verðum að líta á skattkerfið öðrum augum en þegar þessir gömlu skattar voru lagðir á sem voru fyrst og fremst til að afla ríkissjóði fjár.

Með alþjóðasamningunum um umhverfismál sem kenndur er við Kyoto er verið að hvetja ríki heims að móta stefnu þar sem ríki heims eru hvött til að beita sér fyrir að draga úr mengun. Auðveldast er að skattleggja hana til að afla tekna fyrir að binda koltvísýring sem og önnur mengandi lofttegundir og aðra starfsemi.

Mosi


mbl.is Árni reiðubúinn til viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt fordæmi

Ekkert er betur til þess fallið að grafa undan réttarríkinu en að hunsa landslög. Að loka götum og tölum ekki um helstu umferðaræðum að þarflausu í trássi við lögregluna er grafalvarlegt lögbrot. Meira að segja eru ákvæði um það í hegningarlögunum sem leggja háar refsingar við slíkum verknaði.

Mosi fagnar því að lögreglan sýni á sér rögg og taki á þessu. Þeir sem hvetja til þessara mótmæla eiga að gera það með öðrum hætti sem er jafnvel áhrifaríkari en mótmæli af þessu tagi. Þau eru auk þess mjög slæmt fordæmi. Hvað myndi þjóðin segja ef t.d. eldri borgarar hættu lífi sínu hópum saman með stafina sína og hækjurnar og reyndu að loka umferðaræðum? Ekki hafa þeir sömu tækifæri að mótmæla eins og vörubílsstjórar.

Ef lögreglan myndi ekki til sín taka hvað væri þá næst á dagskrá? Að loka t.d. flugvöllum? Tiltölulega auðvelt væri að trufla flug á Reykjavíkurflugvelli og jafnvel á Keflavíkurflugvelli með svona ólögmætum aðgerðum. Mótmælendur sýna með þessu slæmt fordæmi!

Mosi

 


mbl.is Viðbúnaður vegna umferðatafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband