Tveir heimar

Gleðilegt er að einhvers staðar er til fólk sem sér einhvers staðar glætu í íslensku samfélagi þrátt fyrir lækkandi gengi krónunnar og fallandi gengi hlutabréfa.

Þær eru annars ekki sérlega uppbyggilegar fréttirnar frá Íslandi þar sem ofbeldi virðist verða æ grófara og verra en verið hefur. Fréttir eru af farandverkamönnum búa í gámi í miðbæ Reykjavíkur þar sem engin hreinlætisaðstaða er og þeir skvetta úr hlandkoppum sínum út á götu eins og verstu slömmum erlendis í þróunarlöndunum. Yfirvöld virðast annað hvort vilja ekki hafa neina vitneskju um þetta eða þau eru gjörsamlega vanbúin að glíma við þessi verkefni.

Annars er mjög dapurlegt hve íslenska ríkisstjórnin virðist vera reikul og ráðþrota gagnvart öllum þeim vandræðum sem við Íslendingar standa frammi fyrir. Í stað þess að bretta upp ermarnar og taka til hendinni er ekkert gert. Hvernig myndu blessaðir karlarnir í ríkisstjórninni gera ef þeir væru úti á rúmsjó í opnum hriplekum bát? Myndu þeir reyna að ausa bátinn eða róa lífróður í land? Eða ætli þeir loki bara augunum og biðji guð almáttugan um að bjarga sér?

Það skyldi þó aldrei vera?

Svo virðist sem draumaheimurinn og bitur raunveruleikinn togist á.

Mosi 


mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt

Farandverkamenn búa í gámi í miðbæ Reykjavíkur þar sem engin hreinlætisaðstaða er. Þeir skvetta úr hlandkoppum sínum út á götu eða við næsta vegg. Hvar eu heilbrigðisyfirvöldin sem eiga að hafa eftirlit og taka út svona húsnæði? Þetta er eins og í svörtustu kreppunni. 

Hvernig má þetta vera og komið er árið 2008?

Mosi 

 


mbl.is Búa í gámi í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á seðlabankastjóri við?

Væri til of mikils mælst að seðlabankastjóri kveði skýrar að orði? Hálfkveðnar vísur eru jafnvel verri en ókveðnar. Þegar um æðsta embættismann peningamála er að ræða, þá þarf að skýra betur út fyrir þjóðinni hvað verið er að gefa í skyn.

Er það ekki einfaldlega einhver braskhugsunarháttur þeirra sem vilja skara betur að sinni köku sem hefur grafið undan krónunni?

Mosi


mbl.is Einhverjir kunna að hafa haft óeðlileg áhrif á gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýkjur í gúrkutíðinni

Eitt sinn lenti bandaríski rithöfundurinn Mark Twain (1835-1910) í því að vera talinn látinn. Þá var haft eftir honum að andlát sitt hafi verið stórlega ýkt!

Mosi


mbl.is Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggárið að baki

Í gær, 25.3. er ár liðið frá því Mosi tók upp á þeim fjanda að skrifa blogg. Sumum hefur sjálfsagt þótt nóg um málgleði Mosa sem vill gjarnan hafa skoðun á sem flestu sem gerist í íslensku þjóðlífi. Er þetta ekki annars mikilsverður þáttur að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi þar sem fjölbreyttastar skoðanir og viðhorf eiga að vera bornar fram? Eitt af því sem Mosi hefur lagt áherslu á er að forðast að taka of djúpt í árina og fara aldrei meiðandi eða lítilsvirðandi orðum um aðra. Mjög mikilvægt er að hafa það sama í huga og þegar lögmenn ávarpa starfsfélaga sinn í réttarsalnum: „Háttvirtur andstæðingur!“ Í þýska þinginu, Bundestag, hóf eitt sinn J. Fischer þingmaður Græninga í Þýskalandi eitt sinn ræðu með þessu kostulegu fullyrðingu: „Herr Bundeskanzler! Sie sind Arschloch“. Auðvitað gekk Fischer of langt og var áminntur af forseta þingsins fyrir óviðurkvæmilegt orðaval. Í íslenskri þingsögu er frá síðari tímum eftirminnileg ummæli Ólafs Ragnars þá hann var fjármálaráðherra um Davíð Oddsson sem er í bakkafullan lækinn að endurtaka. Sama má segja ummæli Steingríms J. Sigfússonar um sama stjórnmálamann sem hann nefndi „gungu og druslu“ sem auðvitað er á mörkunum. Davíð lét einu sinni hafa eftir sér um andstæðing sinn að hann væri „Afturhaldskommatittur“! Í skóla þeim sem Mosi hefur starfað í nær 14 vetur var mikið grín gert að þessu á matstofu kennara og einn tók upp farsímann hringdi eitt samtal og pantaði strax barmmerki sem á stóð „Ég er afturhaldskommatittur“ og varð það tilefni að miklu gríni meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum.

Annars er alltaf gaman að setja saman texta og láta frá sér fara e-ð fræðandi og kannski e-ð skemmtilegt líka. Kannski gefst betra tækifæri ef svo fer að Mosi hættir vinnu í skólanum en hann hefur rétt á að fara í ársfrí á fullum launum, nokkuð sem venjulegum launamanni gefst kannski aðeins einu sinni á ævinni. Þá yrði tækifæri að sökkva sér í endalaust grúsk og skrif, leggjast í ferðalög og allt sem gaman er að gera. Það verður mikið um að vera að fylgjast með hvort sem er náttúran og umhverfið uppi á Mosfellsheiði eða í Borgarfirði þar sem fjölskyldan á sér dálítið afdrep í sveitinni. Þar er unnt að róa árabát nær endalaust á vatni, hjóla, ganga á fjöll og eftir skógarstígum og sitt hvað fleira. Svo er spildan þar sem við erum að rækta skóg en okkur tókst að gera hana fjárhelda síðastliðið vor eftir mikinn barning. Um kílómetra langa girðingu þurfti að endurbyggja og þarna eru næg verkefni til yndis og heilsubótar.

Svo er vorið og sumarið framundan. Í sumar verður Mosi starfandi sem leiðsögumaður erlendra ferðamanna en ferðaþjónustan í ár mun sennilega loksins blómstra með hagstæðari ytri aðstæðum en nokkru sinni fyrr.

Með bestu kveðjum og þökk sé þeim öllum sem lagt hafa mér gott orð!

Mosi


Bloggfærslur 26. mars 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband