24.3.2008 | 18:36
Er skynsemin loksins að vinna á?
Fyrir um tveim öldum síðan beitti Magnús Stephensen yfirdómari í Landsyfirréttinum sér fyrir því að útskúfun og helvíti yrði sungið í bann. Rökin voru einfaldlega þau að þessi hræðsluáróður kirkjunnar ætti ekki við nein skynsamlega rök að styðjast, hvergi væri unnt að sýna fram á hvar þetta helvíti væri né sanna tilvist þess. Ljóst er að á miðöldum útnotaði kaþólska kirkjan sér ótæpilega ofurvald sitt yfir fávísu og einföldu alþýðufólki. Þegar fréttist um stórgos í Heklu 1104 með tilheyrandi skelfilegum viðburðum var því tekið fegins hendi af kirkjunnar mönnum. Ekkert meðal var betra og áhrifaríkara en hræðslan við það ókunnuga. Og auðvitað var Hekla inngangurinn í þetta skelfilega helvíti þangað sem kolsvartir hrafnar með járnklóm færðu sálir hinna fordæmdu og ókristilegu manna sem voru ekki þess virði að geta talist til guðs barna. Áttu einkum Cisterciensmunkarmeginþátt í að útbreiða þennan nýja sannleik í klaustrinu Clairvaux í Norður Frakklandi. Kapéláninn Herbert skráði frægt rit Bók undranna um 1180 í klaustirunu og varð mjög útbreytt.
Svo virðist að þrátt fyrir viðleitni Magnúsar Stephensen og fleiri góða talsmenn skynsemistefnunnar séu ýmsir nútímamenn enn að burðast með þessar gömlu blekkingar. En óskandi ná Danir að útrýma helvíti sem aðrir hafa reynt fram að þessu.
Mosi
![]() |
Helvíti andlegt frekar en líkamlegt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2008 | 18:06
Lögbrot?
Hvað kemur venjulegu fólki til að vera með líkamsleifar í fórum sínum? Hvernig hauskúpan hefur komist í vörslur viðkomandi verður væntanlega viðfangsefni lögreglunnar.
Nú eru það ævaforn lög að líkamsleifar skuli færa til grafar og þau jarðsett með tilhlýðilegri virðingu. Þessar reglur eru hvarvetna í mennigarríkjum virtar og þykir sjálfsagt að minning þess látna sé ekki misboðið.
Í íslenskum rétti er með öllu óheimilt að vera með líkamsleifar undir höndum. Tafarlaust ber að tilkynna lögreglu um beinafund eða líkamsleifar. Gömul bein hafa t.d. komið í ljós við vegagerð og aðra mannvirkjagerð og hafa t.d. vegagerðarmenn verið einna fundvísastir Íslendinga á kuml sem eru grafir úr heiðni. Bein hafa komið fram við uppblástur og landeyðingu t.d. í fjörunum neðan við Saurbæ á Kjalarnesi og Melum í Melasveit, hvoru tveggja gömlum kirkjujörðum og hafa þessir kirkjugarðar smám saman verið að eyðast vegna sjávargangs. Þegar bein hafa fundist, hefur þeim verið komið fyrir í kistum þeirra látnu sem jarðsettar hafa verið í næstu kirkjugörðum.
Fyrir langt löngu fundust bein í gömlum kirkjugarði við Straumfjörð vestur á Mýrum. Flest þeirra voru flutt úr landi til ítarlegrar rannsóknar og var ekki sátt um það enda var tilgangurinn nokkuð óljós. Af þessum beinum fréttist ekkert meir enda talið að þau hafi týnst í húsi sem varð fyrir loftárás í síðari heimsstyrjöldinni. Þó er talið að nokkur bein hafi komið í ljós fyrir nokkrum árum sem fundust í þaki húss við Vitastíg í Reykjavík en þá var verið að undirbúa viðgerð og endurgerð þess. Í ljós kom að læknastúdent mun hafa átt heima í húsinu og hafi sennilega lætt beinunum undir rjáfrið áður en hann yfirgaf vistarveru sína.
Frægt er beinamálið fyrir rúmum 60 árum þegar rómantíkin greip fram fyrir skynsemi manna og nokkrir þjóðþekktir Íslendingar létu hafa sig að fíflum vegna meintra beina úr þjóðskáldinu Jónasi. Nóbelsskáldið okkar lét það mál til sín taka á eftirminnilegan hátt og varð flutningur þessara beina eitt það furðulegasta uppátæki í sögunni og er líst allvel í Atómstöðinni sem kunnugt er.
Ljóst er að sumar starfsstéttir hafa hauskúpur undir höndum, t.d. læknar. Þar er um að ræða vörslu hauskúpu t.d. í vísindaskyni þó svo að það kunni að vera mjög umdeilanlegt. Í þeim tilvikum er um innflutning hauskúpa frá þriðja heiminum þar sem landslög kunna að vera götótt og sömuleiðis má segja um innflutning en hann er væntanlega háður mjög ströngum skilyrðum.
En vonandi fæst einhver niðurstaða í þessu einkennilega máli. Á meðan er unnt að geta sér til um allt mögulegt og meðan engum haldbærum vísbendingum er fyrir að fara eru allir möguleikar opnir.
Mosi
![]() |
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 24. mars 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 244238
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar