Eru menn alveg að tapa sér?

Nú á enn að vaða út í nýtt álævintýri, rétt eins og engum kemur það við nema örfáum hagsmunaaðilum. Þarna er um mjög flókið mál að ræða og með því að vaða blint út í svona vilpu er verið að taka vægast sagt mjög glannalega ákvörðun.

Hvarvetna um alla Evrópu er verið að endurskoða skattaumhverfi stórfyrirtækja. Núna er t.d. verið að leggja á sérstakan umhverfisskatt sem á að hvetja alla að draga sem mest úr mengun. Þeir sem menga beri að greiða fyrir það. Hér á Íslandi hafa yfirvöld sýnt af sér ótrúlega léttúð gagnvart þessum fyrirtækjum sem greiða mjög lágt orkuverð og fá auk þess að menga að vild án þess að greiða eina einustu krónu fyrir mengunarkvóta sem eðlilegt þykir í öllum réttarríkjum þar sem lýðræði er virt í einu og öllu.

Kannski við erum ekki í neinu réttarríki nema þá að nokkru leyti. Kannski ekki heldur í neinu lýðræðisríki, nema það sem kemur vissum hagsmunaaðilum að gagni. Verið er markvisst að þrengja hag þeirra sem minnst mega sín með einkavæðingu á margs konar sviðum: einkavæðing banka, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og jafnvel menntun. Allt þetta hefur dregið þann dilk á eftir sér að við erum að greiða hærri okurvexti en nokkurn tímann hefur sést á Íslandi. Við erum að finna fyrir lakari og dýrari heilbrigðisþjónustu. Hvað verður næst er ekki gott að segja.

Í fyrrasumar var samþykkt á Alþingi Íslendinga að íslenska ríkið færði álbræðslunni í Straumsvík stórgjöf, sem árlega nemur um hálfum milljarði króna hér eftirleiðis. Með afnámi svonefnds „framleiðslugjalds“ var álbræðslunni sléttaður út þessi skattur án þess að annar kæmi í staðinn. Hins vegar var fyrirtækinu gert að skila inn skattskýrslum eins og öðrum fyrirtækjum og sæta því skattumhverfi sem fyrirtækjarekstri fylgir. Núna er með öðrum orðum hagkvæmara að greiða tekjuskatt og útsvar fyrir fyrirtæki þetta en að greiða þetta framleiðslugjald sem þó var sett af Sjálfstæðisflokknum fyrir um 40 árum!

Þarna hefði alla vega verið unnt að fara n.k. millileið með því að semja um að álbræðslan greiddi tilskilið umhverfisgjald vegna starfseminnar. En það liggur ætíð svo mikið á að semja við álfurstana að ekki má doka við nokkra stund og athuga sinn gang hvort verið sé að taka rétta ákvörðun.

Við Íslendingar þurfum að taka okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar og taka upp umhverfisgjald, skatt sem leggja ber á alla mengandi starfsemi. Við þurfum t.d. að breyta gjöldum ríkisins á brennanlegu eldsneyti og setja þessa skattheimtu á en draga úr á móti úr gjöldum á bensín og olíur.

Og hvað á að gera við þá miklu fjármuni sem inn koma?

Við Íslendingar stöndum frammi svo gríðarlega mörgum verkefnum að alltaf er mikil þörf á miklum tekjum til að reka almennilega opinbera þjónustu. Við erum með t.d. með mjög ófullkomnar almenningssamgöngur víða. Má t.d. nefna höfuðborgarsvæðið þar sem ekki nema um 4% íbúa nota sér strætisvagna. Við þurfum að efla skólastarf, félagsmál og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að styðja betur við mikilvæg verkefni á borð við skógrækt, klæða landið skógi t.d. neðri hluta fjallshlíða til að binda koltvísýring og draga úr mengun. Hér er fátt eitt talið.

Við þurfum að staldra við gagnvart frekari stóriðjudraumum. Margt bendir til að þeir kunna að snúast upp í martröð áður en yfir lýkur, ekki aðeins okkur sjálfum til verulegs ógagns heldur einnig börnunum okkar og öllum þeim kynslóðum sem eftir okkur koma til með að lifa í þessu landi.

Mosi


mbl.is Framkvæmdir hafnar í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einfalt mál

Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein ásamt áliðnaðinum vaxið einna mest á Íslandi á undanförnum árum. Þessar atvinnugreinar eru í raun miklar andstæður ogbyggja á mjög ólíkum forsendum sem eiginlega fara ekki vel saman.

Vaxandi stóriðja hefur valdið ferðaþjonustunni miklum erfiðleikum m.a. vegna þess hve gengi íslensku krónunnar hefur orðið mjög hátt. Hagsmunir ferðaþjónustunnar er hins vegar að fá sem flestar krónur fyrir gjaldeyrinn!

Nú er olíulítrinn kominn í meira en 150 krónur. Það verður því dýrara með hverju árinu sem líður að aka ferðafólki um byggðir landsins. Því er spurning hvort ekki sé hyggilegt fyrir ferðaþjónustuna að aðlaga sig þessum gjörbreyttu rekstrarforsendum. Hugsa mætti sér styttri áfanga og breyta skipulögðum ferðum í þá átt að lengur sé dvalið í landshluta hverjum, m.a. með skipulagðri aukinni starfsemi í þágu ferðamanna í hverju héraði. Hefðbundin hringferð um landið sem er yfirleitt milli 2.500-3.500 km sé skipt upp í tvo áfanga. Egilsstaðir eru smám saman að verða mikilsverðari áfangi ferðaþjónustunnar og flugvöllurinn þar er vægast sagt mjög vannýttur.

Á þessu þarf að ráða bót.

Mosi


mbl.is Áhyggjur af áhrifum bensínverðs á ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. mars 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244238

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband