Vér mótmælum!

Nú eru tveir mánuðir liðnir frá því að Gordon Brown setti á okkur Íslendinga hermdarverkalög og þar með erum við, rúmlega 300.000 landsmenn sem erum yfirlýstir sem hermdarverkamenn!!!

Eigi hefur borist nein opinber skýring á þessu hverju þessu sætir en við venjulegt alþýðufólk teljum að orsakirnar sé að leita í stirðbusalegum samskiptum breskra og íslenskra yfirvalda. Rætt hefur verið um að ráðmenn eigi við málakunnáttu íenskri tungu sem er jafnvel ekki talin vera upp ámarga fiska.

Á meðan erum við jafn nær, við sitjum uppi með skussana og skyldurnar,sjáum vart fram úr fjárhagslegum vanda okkar fyrr en eftir áratug eða svo. Og meðan sitja ráðamenn í vellystingum án þess að gefa okkur haldgóðar skýringar. Spurning er hvort þeir með Geir Haarde og Davíð Oddsson ráði við þennan vanda? Þeir virðast kasta meira og minna höndum við þetta, hafa glutrað niður hverju tækifærinu sem gafst til að láta þennan mikla fjárhagsvanda fara í þann farveg sem eðlikegastur hefði verið: að bankarnir hefðu einfaldlega verið teknir til gjaldþrotaskipta eins oghver önnur fyrirtæki og einstaklingar sem ekki kunna að sníða sér stakk eftir vexti.

Meðan ekkert gerist annað en að ráðmenn þráistvið að sitja, þá mætum við sem ekki sættum okkur við þetta ástand og mótmælum kröftuglega. Við viljum að yfirvöld ográðamenn segi satt og ekkert annað en sannleikann. Við viljum fá spilin á borðið og engin undanbrögð! Við viljum nýjar kosningar og nýja og betri ríkisstjórn, spillinguna viljum við sjá niður á sextugt dýpi og helst lengra! Við viljum nýja og betri stjórnarskrá en ekki þá sem hefur gefið spillingaröflunum í samfélaginu tækifæri að grasséra eins og verstu pestavírusar í þjóðarlíkamanum. Og við viljum umfram allt að við treystum borgaraleg réttindi og eflum sem mest lýðræði í landinu og treystum hag okkar í fögru en mjög illa förnu landi þar sem allt of mörgum náttúruperlum hefur verið spillt í þágu gróðafíknarinnar.

Mætum sem flest á Austurvöll og höldum áfram friðsömumen kröftugum mótmælum gegn spilltri landsstjórn!

Mosi


Bloggfærslur 6. desember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband