Gönguferðir á jóladögunum

Í gær, jóladag, gekk Mosi með fjölskyldu sinni frá meginþéttbýlinu í Mosfellsbæ upp á svonefnda Ása norðavestan við Helgafell og áleiðis inn í Mosfellsdal. Allkröftug vestanátt var og dálítið svalt. En við vorum vel búin. Héldum til baka um Skammadalsskarð þar sem við rákumst á nokkur útigönguhross sem virtust una hag sínum sæmilega. Þó var greinilegt að þau söknuðu samneytis við eigendur sína og að komast í hús og betra fóður. Þá gengum við um skóginn við Reykjalund sem er virkilega orðinn bæði vel vaxinn og flottur. Sennilega eru hæstu grenitrén að nálgast 20 metrana. Þá gengum við niður með Varmá um gamla Álafoss. Alls vorum við um 3 tíma á göngu þessari.

Í dag ókum við í gamla bílnum okkar upp að Mógilsá við Esjurætur. Gengum um svonefnda Löngubrekku um skóginn og dálítið upp fyrir hann. Til baka um Trjásafnið og að bílastæðinu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir.

Mosi


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 26. desember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband