Mótmælin á Austurvelli

Síðasta laugardag voru mótmælin á Austuvelli mjög sérstök: þögn í 17 mínútur og Hörður Torfason skipuleggjandi mótmælanna las ártölin frá og með 1991 og upp úr með mínútu millibili. Þá hringdi vekjaraklukka á tröppu þinghússins. Hörður kallaði hátt og snjallt: „Þjóðin er vöknuð!“

Þetta var áhrifamikið.

Við hjónin höfðum haldið á sitt hvoru spjaldinu. Á þeim stóð: „Það á að segja satt“ og „Öll spilin á borðið“. Eftir fundinn gengum við um bæinn. Ákváðum að skilja spjöldin eftir sitt hvoru megin við aðalinnganginn að Stjórnarráðshúsinu. Tókum meðfylgjandi mynd til minningar. Gengum síðan upp Bakarastíg eða öllu heldur Bankastræti og áfram Laugaveg og um Skólavörðuholtið. Neðarlega á Skólavörðustíg var Lúðrasveitin Svanur að spila. Þá gengum við niður að Stjórnarráðshúsinu: spjöldin höfðu verið fjarlægð!

Nú má reikna með að á nýju ári verði mótmælin kröftugri. Þá bætist í hópinn margir þeir sem núna eru að vinna síðustu vikurnar sínar áður en uppsögn starfa tekur gildi. Ríkisstjórnin er reikul og ráðlítil enda vandinn gríðarlegur. Braskaranir sem ríkisstjórnin er fulltrúi fyrir vænta þess að með þrásetunni verði þeim fremur hlíft og þá geta þeir reitt e-ð í kosningasjóðina í næstu kosningum. Spillingin heldur áfram í stað þess að hún verði upprætt í samfélaginu eins og þörf væri á. Kannski  ætti að fá prest til að halda ræðu þar sem hann biður guð að blessa ríkisstjórnina eins og reyndar allir prestar landsins hafa verið að stunda baki brotnu. Kannski Örn Bárður Jónsson sóknarprestur væri heppilegur enda átti hann óbeint þátt í einhverri einkennilegustu deilu sem komið hefur upp við Davíð seðlabankastjóra. Örn ritaði frábæra grínsögu: „Íslensk fjallasala“ og birtist í Lesbók Morgunblaðsins. Með þessari sögu varð Örn þjóðkunnur um allt Ísland en þurfti að gjalda fyrir því þáverandi forsætisráðherra beitti sér fyrir því að hrekja Örn úr starfi sem hann gegndi þá. Góð saga getur því verið dýr. Stjórnmálamenn þola ekki alltaf gagnrýni jafnvel þó hún sé sett fram sem grín. Gott hefði verið að þjóðin hefði þá vaknað af blundi eftir að hafa Davíð sem forsætisráðherra þá nær áratug. Þá hefði verið mikil líkindi til að forða þjóðinni frá þeirri fjárhagslegu kollsteypu sem við höfum lent í.

Fyrir um aldafjórðung var fjármálamaður nokkur í Reykjavík fundinn sekur um fjársvik. Fyrirtæki hans , „Ávöxtun“ var á svipuðum miðum og íslenskir braskarar og útrásarlýður hefur verið að stunda á undanförnum árum. Ávöxtunarmaðurinn sat inni í tukthúsi um nokkra hríð og tók út sína refsingu. En refirnir ganga lausir og hafa haft þjóðina að fíflum að undanförnu. Þeir hafa með fagurgala og falsi sölsað undir sig megineignir þjóðarinnar og við skattborgaranir verðum að gangast í ábyrgð fyrir þá bví þeir hafa komið að því er virðist vera öllum fjármunum undan í skjóli myrkurs - og ríkisstjórnarinnar.

Það er því þess vegna sem okkur Íslendingum sem teljum að á rétti okkar hefur verið brotið sé mjög mikilvægt að halda áfram mótmælum með nýjum og harðorðari skiltum. Af hverju tekur rúman klukkutíma að samþykkja nýjar álögur á landsmenn en það virðist ætla að taka heilu mánuðina að afnema ranglæti sjálftökuliðsins í Stjórnarráðinu.

Skundum á Austurvöll eftirleiðis á hverjum laugardegi og krefjumst afsagnar fulltrúa spillingarinnar og þar með brottför þeirra úr Stjórnarráðshúsinu!

Mosi

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 16. desember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband