7.11.2008 | 16:15
Síðustu leifar löglegra pyntinga
Þegar mannréttindi voru ekki upp á marga fiska á Íslandi var í landslögum ákvæði þess efnis að ein af embættissktyldum ljósmæðra væri að spyrja sængurkonur um faðerni barnsins ef þær væru ógiftar. Þetta er sennilega eitt lífseigasta réttarheimild um pyntingar sem lifði lengi í íslenskri réttarsögu. Fyrir nokkrum áratugum var þetta ákvæði aflétt, m.a. vegna þess að konum á þingi þótti þetta vera gamaldags og lítillækkandi fyrir konur. Sjálfsagt geta allir tekið undir að svona ákvæði er með öllu ósamræmanlegt nútíma viðhorfum tilmannréttinda.
Það hlýtur oft að hafa verið erfitt ógiftum konum að þurfa að upplýsa óviðkomandi um ein persónulegustu leyndarmál sín. Stundum var það húsbóndinn á heimilinu eða jafnvel presturinn sem hafði barnað vinnukonuna og varð af oft mikill harmleikur. Þannig var sök allra þeirra 18 íslensku kvenna sem hlutu þau óblíðu örlög að vera drekkt í Drekkingarhyl að hafa alið barn utan hjónabands og ekki átt nein veraldleg gæði til að bjarga sér t.d. með því að stinga e-u að yfirvaldinu eins og tíðkast mun hafa hjá þeim ríku.
En stundum náðu fátækar og umkomulitlar vinnukonur að komast undan þessum ósköpum. Frægt er þegar Bjarni Halldórsson sýslumaður Húnvetninga dó 1773. Hann var mjög þrekinn og var orðinn nánast karlægur þegar hér var komið sögu. Þegar vinnukona hans bar til hans mat kom löngun gamla Adams upp í honum og teygði hann sig til vinnukonunnar og hugðist kippa henni upp í rúmið. Hún sá við þessu og náði að koma sér undan en hann féll fram úr rúminu og varð af bylta mikil. Við þetta áfall varð hann örendur og urðu til ýmsar sögur af þessu og hvernig til tókst með jarðarförina um miðjan vetur. Mun Bjarni Halldórsson vera einn örfáa Íslendinga sem jarðsettur hefur verið á þann hátt að kistan kollsteyptist ofan í þrönga gröfina með hausinn niður.
Nú oft hafa konur leyst út úr óþarfa hnýsni ljóðmóðurinnar og svarað spurningum út í hött. Stundum áttu hlut að máli erlendir sjómenn t.d. Frakkar sem víða má sjá svipmót jafnvel af mörgum núlifandi Íslendingum. Þannig urðu margir Hanssynirnir til. Nú á stríðsárunum og meðan á dvöl bandarísks herafla stóð hér á landi, varð umtalsverð blóðblöndun. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi verið úrræði hugmyndaríkrar einstæðrar móður að nefna drenginn einfaldlega: Erlendur Sveinn Hermannsson. Eigi er Mosa kunnugt hvort saga þessi eigi við rök að styðjast en fullyrða má að óþarfi sé að grafa undan góðum sögum. Þó sannleikurinn kunni að verða utanveltu í undantekningartilvikum sem þessum þá er þetta krydd í tilveruna. En það er auðvitað önnur saga.
Mosi
![]() |
Heldur faðerninu leyndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 15:36
Smásálarháttur
Á heimasíðu Ríkisútvarpsins http://www.ruv.is má lesa eftirfarandi:
Stjórn enska knattsyrnufélagsins West Ham, sem Björgólfur Guðmundsson á, hefur álveðið að bjóða Barack Obama verðandi forseta Bandaríkjanna í heimsókn á Upton Park, þegar hann á næst leið um Lundúnaborg. Mike Lee framkvæmdastjóri félagsins staðfestii þetta í breska ríkisútvarpinu BBC í gær.
Sitt hvað má finna efnislega að textanum t.d. sú ónákvæmni að ætla mætti að stjórn félags þessa sé eign viðkomandi þó svo að félagið gæti verið það. En einkennilegt finnst mér að í ljósi þessara miklu efnahagslegu hamfara þar sem venjulegt fólk tapar nánast aleigu sinni sem það hafði lagt fyrir, skuli vera til svo mikill smásálarháttur að birta svona vitleysu. Ófáir Íslendingar hafa farið mjög illa út úr fjárglæfrum undanfarinna ára sem nokkrir athafnamenn bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á.
Í Fréttablaðinu í gær var mjög vel rituð grein eftir tvo bandaríska hagfræðinga sem eru vel kunnir hvernig komið er fyrir efnahagsmálum Íslendinga. Þar er vikið að athafnamanni þessum og fullyrt að vel gæti verið að menn geti rekið stóra bruggverksmiðju sæmilega austur í Rússlandi og jafnvel sitt hvað fleira. En að stýra heilum banka er mjög vandasamt verk og ekki á færi nema manna sem aflað hafa sér mjög góðrar menntunar í hagfræði og efnahgsmálum. Þar dugar engin meðalmennska ef vel á að vera. Kannski að kaupin á bankanum sem og einkavæðing Búnaðarbankans hafi verið liður í að afhenda þá mönnum, sem takmarkað hafa sig við að hafa sjálfir sem mest út úr þessu sjálfir. Það er með ólíkindum að aðeins líða örfá ár frá því að blómlegir bankar eru einkavæddir, að þeir verði gjörsamlega gjaldþrota eftir nokkur bókhaldsleg góðæri.
Mosa finnst þessi frétt í Ríkisútvarpinu ekki sérlega vel til þess fallin að henta þeirri umræðu sem nú er efst á baugi í íslensku samfélagi.
Sjálfsagt er að fótboltafélag þetta á Englandi verði yfirtekið af íslenska ríkinu og selt eins og hvert annað góss upp í skuldir. Kannski að þeir félagar mr. Darling og mr. Gordon Brown vilji fá það upp í skuld?
Mosi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. nóvember 2008
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244236
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar