Hvað varð um auðinn?

Þessi lánamál hafa verið efst á baugi undanfarnar vikur og þykir mörgum einkennilegt að hvorgi gengur né rekur. Hitt virðist gleymast hvar allur þessi auður er niðurkominn? Eru þessir bankareikningar í Bretlandi,Hollandi sem ætlast er til af okkur íslenskum skattborgurum að bera ábyrgð á, þannig fyrirkomið að allir sjóðir sem þeim tengjast meira og minna eða jafnvel gjörsamlega tómir? Hver ber ábyrgð á þessum hundruðum milljarða? Hvar er auðurinn? 

Mér finnst sem íslenskur skattborgari eiga kröfu á að íslensk stjórnvöld leiti aðstoðar Interpol til að hafa upp á þessum mikla auð.

Á undanförnum árum hefur verið töluvert um illa fenginn auð sem tengist ríkjum í Afiríku, t.d. Nígeríu. Þar er beitt þeirri aðferð að fá venjulega borgara til að taka þátt í peningaþvætti. Mér væri mikil forvitni á að vita hvar þessi mikli bankaauður er niðurkominn sem nú virðist hafa gufað upp.

Íslensk yfirvöld verða að grípa til allra þeirra ráðstafana sem unnt er til að finna hagkvæmustu leiðina til að draga sem mest úr því gríðarlega tjóni sem samfélag okkar hefur orðið fyrir.

Við höfum horft upp á eigur okkar nánast gufa upp vegna þess að yfirvöld hafa ekki staðið sig nógu vel að ganga svo frá málum að svona misferli og allt því sviksamlegt athæfi á stórkostlegan hátt gæti orðið.

Martröðinni verður að linna! Finnum peningana okkar og höfum uppi á þeim sem ekki hafa hreint mjöl í pokanum.

Mosi


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband