Frí frá bloggi

Í fyrramálið fer Mosi á leið til Þýskalands. Verður því n.k. bloggfrí af minni hálfu um nokkurt skeið. Vonandi saknar enginn athugasemda um líðandi stund. Margar hafa þær gefið tilefni til kröftugra viðbragða en óskandiner að þetta öldurót sem orðið hefur kringum þjóðarskútuna megi lægja að nokkru.

Að 10 dögum liðnum mun Mosi koma aftur og koma af fullum þunga aftur inn í umræðu líðandi stundar. Þá þarf Mosi að ganga fljótlega frá sýnishorni af frásögn og myndum frá „heimsenda“ þ.e. Kamtsjatka í Austur Síberíu.

Bestu kveðjur og gangi ykkur allt í haginn eftir því sem unnt er auðvitað!

Mosi


Hluthafafundur í Atorku

Ástæðurnar eru mjög auðskildar: að undanförnu hefur gengi íslenskra hlutafélaga hrunið í bókstaflegri merkingu. Þegar betur er að gáð eru fremur lágar fjárhæðir að baki þessum viðskiptum  á hlutafé Atorku og því mjög óraunhæft verð.

Þetta fyrirtæki er vel rekið og er eiginfjár staða félagsins mjög góð miðað við flest önnur fyrirtæki landsins. Atorka er stærsti hluthafinn í GGE Geysir Green Energy sem aftur á Jarðboranir, eina mestu gullnámu í eigu Íslendinga um þessar mundir. Atorka er auk þess stærsti hluthafinn í Hitaveitu Suðurnesja getgnum GGE sem ekki er í opinberri eigu sem aftur er einn aðal eigandinn að Bláa lóninu sem einnig er ein mesta gullnáma í íslensku atvinnulífi í dag.

Það er því mjög mikilsvert að Atorka dragi sig um stund út úr Kauphöllinni enda ekki neinum hluthafa né þaðan af síður fyrirtækinu til framdráttar að hlutabréf þess gangi kaupum og sölum á smánarkjörum. Í dag eru fjöldi erlendra hákarla sem gjarnan vilja nýta sér neyð smárra hluthafa á Íslandi og kaupa á mjög ódýran hátt. Jafnvel þó hlutir eru smáir þá er það fjöldinn sem kannski skiptir meira máli en magnið. Það væri miður ef Atorka kæmist í hendurnar á aðilum sem vilja nota félagið fremur sem gott viðskiptatækifæri til skyndigróða gegnum aðgang að orkulindum landsins.

Í dag skiptir framtíðin okkur mestu máli. Ljóst er að Íslendingar virðast ekki hafa sérlega mikið viðskiptavit á rekstri banka. Þar erum við eiginlega enn í 1. bekk eins og reynsla undanfarinna vikna sýnir okkur. En á sviði orkumála stöndum við Íslendingar jafnvel framar mörgum öðrum þjóðum. Við höfum náð mjög góðum og umtalsverðum árangri á erlendum vettvangi og meira að segja hagnast töluvert á því. Í nálægt 15 ár hafa Jarðboranir verið með verkefni á Azoreyjum og náð mun betri árangri en önnur fyrirtæki, m.a.vegna hliðstæðra aðstæðna eins og við þekkjum á Íslandi. Á Azoreyjum eru jarðlög laus rétt eins og við þekkjum enda eyjarnar á virku eldfjallasvæði. Er nú svo komið að ráðamenn þar vilja helst ekki ræða við aðra aðila en Jarðboranir um áframhaldandi verkefni þar syðra.

Víða um heim er mikill jarðhiti. Sjálfur var eg í síðasta mánuði austur á Kamtsjatka í austur Síberíu. Þar er gríðarlega mikill jarðhiti með ótal mörgum möguleikum. Hann er ekki nema að örlitlu leyti nýttur í þágu íbúa þar eystra og atvinnustarfsemi. Þar væri unnt að hefja þegar mjög mikla og arðvæna starfsemi á mörgum sviðum. Kamtsjatka er mjög fagurt land þar sem ferðaþjónusta gæti t.d. blómstrað. Náttúran mjög sérstæð og fögur. En fjarlægðin er umtalsverð, um 9 tíma flug er þangað frá Mosku til höfuðborgarinnar Petropavlosk þar sem íbúar eru um kvartmilljón.

Þá eru mörg verkefni sem bókstaflega kalla á okkur. Í suður Þýskalandi eru þegar hafnar framkvæmdir á vegum dótturfyrirtækis Jarðborana: Hecla Energy. Nú hefur fyrsta borholan verið boruð og þó ýmsir erfiðleikar hafi komið upp, t.d. öðru vísi berg en við þekkjum á Íslandi og á Azoreyjum þá lofar árangurinn sem fengist hefur góðu.

Við megum aldrei missa sjónar af þeim markmiðum sem við stefnum að en við verðum að undirbúa þessa útrás sem vandlegast þannig að ekki fari illa eins og með bankana okkar.

Mosi


mbl.is Samþykkja afskráningu Atorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fall íslensku bankanna dregur dilk á eftir sér

Hræðilegt að heyra eintómar fréttir af endalausum vandræðum vegna fjármálakreppunnar. Hvar skyldu þessi ósköp enda?

Ljóst er, að ef íslenska ríkisstjórnin gerist aðili að einhverjum samningum við bresk yfirvöld þá gæti það leitt hugsanlega til milliríkjadeilna ef sá samningur sé metinn gildur með hliðsjón af lögum um gjaldþrot. Spurning hvernig þessi mál verði meðhöndluð og í hvaða farveg þau fara.

Nú eru töluverðar eignir að baki skuldunum og spurning hversu mikið verður greitt upp í þær að óbreyttu.

Íslenska ríkisstjórnin getur tæplega skuldbundið íslensku þjóðina að greiða skuldir íslenskra athafnamanna við erlenda banka. Við getum ekki staðið undir þessum stríðsskaðabótum fremur en Þjóðverjar eftir fyrri heimsstyrjöldina.

Mosi


mbl.is Skulduðu Þjóðverjum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegar freistingar

Í fjármálaheiminum eru gríðarlegar freistingar þar sem mjög miklar fjárhæðir fara um hendur starfsmanna. Því er mjög mikilvægt að hafa gott og virkt eftirlit að skynsömum reglum sé framfylgt.

Því miður hefur íslenskur fjármálaheimur verið nánast agalaus síðustu árin. Jafnvel blekkingum hefur verið beitt til að halda aftur af venjulegu fólki að hagræða í sínum fjármálum. Engin skynsemi virðist hafa ráðið för heldur einungis græðgin í stundargróða. Ekki var borð fyrir báru og nú er íslenski ríkiskassinn allt í einu galtómur og skuldaviðurkenningarnar safnast fyrir í staðinn.

Athyglisvert er að fylgjast með hve Norðmenn gæta betur að þessum málum en við Íslendingar.

Mosi


mbl.is Starfsmenn DnB grunaðir um innherjasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afpöntum flugelda!

Stuttur fyrirvari

Þegar Hekla gaus síðast en það var 26. febrúar árið 2000. Kl.18.00 hlustaði Mosi á kvöldfréttir á Gufunni. Sem fyrsta frétt kvöldsins var tjáð, að jarðvísindamenn teldu nokkuð fullvíst að Hekla myndi gjósa innan hálftíma! Þessi frétt vakti gríðarmikla athygli og gosið var staðreynd rétt um stundarfjórðungi síðar.

Nú er spurning hvort ekki hefði verið þörf á að fylgjast jafnvel með forsætisráðherra Breta. Unnt hefði verið að fá aðvörun með einhverjum fyrirvara hvenær óútreiknanleg hissugheit hans kunna að skaða íslensku þjóðina næst. Að beita hermdarverkalögum á vopnlausa og friðsama þjóð er með öllu óskiljanlegt og á flestu öðru áttum við von.

En nú er Hekla að láta á sér kræla og kannski ágætis tilefni að afpanta flugelda enda þeir dýrir og stórvarhugaverðir. Björgunarsveitirnar þurfa í staðinn að fá nauðsynleg framlög frá ríkinu og sveitarfélögunum.

Mosi


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband