Er tölvupóstur og faxtæki óvirk í Stjórnarráðinu?

Dapurlegt er að heyra að tónlistin er farin á líða fyrir fjármálaóreiðuna á Íslandi. Skiljanlegt er að japanskir aðilar sem hlut eiga að þessari heimsókn íslensku sinfóníhljómsveitarinnar hafi efasemdir um að fjárhagslega gangi ferðalag þetta upp.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ríkisstjórnin íslenska hefur lítt haft sig í frammi á undanförnum vikum að útskýra betur málstað Íslendinga á erlendri grund. Telja má fullvíst að breski forsætisráðherrann hafi valdið Íslendingum meira tjóni vegna þess að íslenska ríkisstjórnin gerði nánast ekki nokkurn skapaðan hlut að gæta íslenskra hagsmuna. Nánast öllu hefur verið glutrað niður af handvömm og sinnuleysi.

Þegar þorskastríðið sem hófst 1. september 1972, var mikil starfsemi á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar til að skýra íslensk sjónarmið. Gerður var út sérstakur blaðafulltrúi sem var mjög ötull að halda blaðamannafundi að útskýra og fylgja eftir sjónarmiðum Íslendinga. Hugur Íslendinga gagnvart breska ofbeldinu varð sögufrægt. Erlendir blaðamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn voru um borð í varðskipunum og mátti sjá hvernig þessi friðelskandi þjóð Bretar komu fram gagnvart smáríki. Eftir að bresk freigáta hafð siglt á íslenskt varðskip var gríðarfjölmennur mótmælafundur á Lækjartorgi. Í framhaldi af fundinum fóru fjölmargir að bústað breska sendiherrans og var nánast hver einasta rúða mölvuð í spað. Það var að vísu ekki til eftirbreytni né fyrirmyndar en sýndi hversu hugurinn var þungur gagnvart ofbeldisverkum Breta.

Nú virðast vera sá háttur á í Stjórnarráðinu að þar séu hálfgerðar gungur og bleyður sem eiga að verja íslenska hagsmuni og stjórna þessum upplýsingamálum. Gjaldið er fall stærsta bankans okkar með skelfilegum afleiðingum sem ekki var á bætandi. Og núna virðast vera óyfirstíganlegir erfiðleikar að sinfóníuhljómsveitin okkar fari í dálítið ferðalag.

Í dag er mun auðveldara og ódýrara að koma fréttum á framfæri hjá fréttaveitum heimsins en var 1972. Nú dugar að senda tölvupóst eða fax til viðkomandi sem málið varðar.

Kannski tæknin að senda tölvupóst og fax sé óvirk í Stjórnarráðinu.

Mosi


mbl.is Vilja ekki íslensku sinfóníuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?

Því miður voru þeir sem stýrðu bankanum af þessari dæmalausu braskara kynslóð sem valdiðhafa gríðarlegu tjóni með ævintýramennsku.  Aðferð þeirra var þessi: Fengið var lán í banka og keypt fyrir lánsféð hlutabréf sem aftur var veðsett fyrir öðru hærra láni. Þannig gekk þetta koll af kolli uns braskarinn hafði tugi, hundruði milljóna og jafnvel milljarða umleikis án þess að eiga nokkurn hlut sjálfur. Þessir menn smeygðu sér inn í stjórnir fjölmargra fyrirtækja með atkvæðamagni því sem gervihlutafé þeirra stóð að baki. Þessir karlar skrúfuðu upp bankakerfið þannig að tekin voru erlend skammtímalán á mjög lágum vöxtum t.d. frá Japan og endurlánuð á háum vöxtum til íbúða- og neyslulána á Íslandi, ekki aðeins til að kaupa stærri og betri íbúðir heldur einnig dýrindis jeppa og annan lúxusvarning. En á bak við öll þessi veð voru nær eingöngu hlutabréf í fyrirtækjum sem hríðfalla eins og snjóflóð niður bratta fjallshlíð. Engin verðmæti, haldbær veð né sjálfskuldaábyrgðir voru að baki þessum hrikalegu lánum. Ekkert, nákvæmlega ekkert kemur til baka. Bankakerfið hins vegar lagði okurvexti á þá sem voru að fá lán til kaupa á íðbúðahúsnæðis.

Til að bæta gráu ofan á svart var bindiskylda bankanna nánast strikuð út um það leyti sem Búnaðarbankinn og Landsbankinn voru einkavæddir. Það var eins og Sjálfstæðisflokkurinn teldi það vera þessum nýja braskarahóp til trafala að vera með svona hégóma. Eftirlit með bönkunum og fjármálum þeirra hefur einnig verið í skötulíki. Þess má geta, að Fjármálaeftirlitið birti 14.ágúst s.l. á heimasíðu sinni http://www.fme.is/ niðurstöðu um álagsprófun á þeim bönkum sem 6 vikum síðar eða um mánaðarmótin september-október eru komnir í þrot. Eru þetta traustvekjandi vinnubrögð hr. Davíð Oddsson?

Í rekstri fyrirtækis er ekki það mikilvægasta að sýna fram á skjótfenginn gróða sem er nokkrum mánuðum seinna gjörsamlega horfinn og margt meira umfram það. Fyrir eigendur fyrirtækja og þ. á m. íslensku bankanna er mikilvægt að vita nokkurn veginn hvernig fyrirtækið sé rekið næstu áratugina en ekki frá degi til dags.

Endurreisn Kaupþings er mikilvæg

Mjög æskilegt er að takist að finna hagkvæma leið að endurreisa Kaupþing banka. Hagsmunir okkar allra sem eru aðilar að þeim lífeyrissjóðum sem áttu umtalsverðan hlut í banka þessum eru umtalsverðir. Þeir fjármunir sem lagðir voru til kaupa á hlutabréfum eru beinharðir peningar rétt eins okkar sem vörðu sparifé okkar einnig að kaupa örfá hlutabréf og að eignast hlut í bankanum á undanförnum misserum og jafnvel áratugum.

Einnig er mikilvægt að þeir braskarar sem valdið hafa okkur svo miklum erfiðleikum, komi ekki að þessu endurreisnarstarfi. Rannsaka þarf þátt þeirra í hverju hugsanleg efnahagsbrot þeirra er fólgin m.a. hvernig þeir hafa komist upp með afla sér mjög mikils umtalsverðs fjár með vísvitandi blekkingum og hvernig þeir hafa arðrænt starfsemina sem þeim hefur verið treyst fyrir.

Mosi


mbl.is Vill lífeyrissjóði í Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2008

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244236

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband