16.9.2007 | 18:05
Hvar endar þetta?
Hræðilegt er að heyra að notkun eiturlyfja virðast verða sífellt meiri og meiri að því virðist vera. Fyrir um áratug auglýsti stjórnmálaflokkur nokkur sem lengi hefur verið aðili að ríkisstjórn að stefn væri að útrýma eiturlyfum úr íslensku þjóðfélagi fyrir aldalok 20. aldar - hvorki meira né minna! Því miður hefur slíkt hjal reynst tóm orð, aldrei hefur þessi vandi vegna misnotkunar vafasamra efna verið meiri en einmitt nú. Ógæfusamir einstaklingar sem eiga erfitt með að fóta sig áfram í þessum skelfilega heimi eru auðveld bráð þeirra sem græða margir hverjir offjár á óhamingju samborgara sinna. Rekja má notkun eiturlyfja sem orsök og ástæður flestra lögbrota sem framin eru í landinu.
Nú þarf að huga betur að þessum málum. Ekki má taka neinum vettlingatökum á þessu heldur þarf að grípa til þeirra ráða sem heimildir standa til. Gera þarf lögregluna betur úr garði að unnt sé að koma þessum einstaklingum fyrir á til þess stofnunum þar sem þeir verða afeitraðir og vistaðir, að vísu með þeirra samþykki. En það ætti að vera öllum þeim sem málið varðar að mikilsvert sé að veita aðstoð sem fyrst en ekki láta einstaklinginn veslast upp í þeirri aðstöðu sem þeir eru í. En til þess skortir fjármuni, mikla fjármuni sem við verðum að eyrnarmerkja til þessa verkefnis. Við verðum að koma upp velbúnum stofnunum með góðu og velmenntuðu starfsfólki sem á faglegan hátt getur hjálpað þeim sem eru í vanda. Kannski þarf að breyta áherslum í ríkisfjármálum en ekki dugar öllu lengur að spara og skirrast við að taka á þessum málum.
Umfjöllun um eiturlyf er vandmeðfarin. Léttúð í fjölmiðlum varðandi eiturlyf verður ekki til góðs. Gera þarf þá ábyrga sem sýna af sér vítavert kæruleysi sem getur leitt aðra til að neyta þessara varhugaverðu efna!
Eflum almannavitund um að við verðum að taka þessi eiturlyfjamál föstum tökum!
Mosi - alias
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2007 | 17:44
Er hætta á að banki fari á hausinn?
Sennilega verður mikið að ganga á áður en banki fer á hausinn. Spurning er alltaf með baktryggingar en bankastarfsemi er lík starfsemi tryggingafélaga að því leyti að stjórnendur reyna að baktryggja sig gegn óvæntum áföllum og dreifa áhættu sem mest. Margir bankar hafa ábyrgð ríkissjóða og eru því gulltryggðir.
Við þekkjum aðeins eitt dæmi í okkar sögu þegar Íslandsbanki hinn fyrri var gerður upp á sínum tíma í ársbyrjun 1930. Vegna bágrar lausafjárstöðu féll hann en í raun var hann ekki gjaldþrota nema að það var pólitísk ákvörðun að láta hann falla. Á rústum hans voru stofnaðir tveir bankar Búnaðarbanki og Útvegsbanki sem þjónuðu vel og dyggilega fyrirgreiðslu stjórnmálaflokkanna á hægri línunni einkum fyrir atvinnuvegina. Í raun varð víst aðdragandi að þessu falli, hlutabréf bankans hríðféllu í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn sem varð til þess að margir sparifjáreigendur hópuðust og tóku út fé sitt eins og í enska bankanum núna á dögunum. En ekki voru stjórnmálamenn sáttir um aðferðir, vildu Framsóknarmenn gera bankann upp en Sjálfstæðismenn vildu bjarga bankanum. Lendingin varð þó sú, að Ríkissjóður hljóp undir bagga, Útvegsbanki var látinn taka við skuldbindingum og innistæðum Íslandsbanka jafnframt sem Búnaðarbankinn hafði verið stofnaður til að taka við verkefnum tengdum einkum landbúnaði.
Annars væri fróðlegt að vita meira um með fyrirhugaða sölu þessa breska banka. Var kannski íslenskur banki að huga að kaupum en orðið afhuga við nánari skoðun?
Mosi - alias
![]() |
Vandræði Northern Rock |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2007 | 16:54
Umdeild virkjun
Segja má að hönnun þessarar virkjunar geti verið talin mikið verkfræðilegt afrek. En er allt sem sýnist?
Hvað kostar og hver greiðir fyrir þessa ráðstefnu?
Verður hún haldin á kostnað íslenskra skattborgara?
Þessi virkjun verður alltaf umdeild og þá sérstaklega aðferðin sem beitt var til að koma ákvörðuninni gegnum þingið á sínum tíma. Eiginlega voru það einungis tveir Íslendingar sem tóku þessa ákvörðun og spurning hvort ekki var verið að bjarga ítalska verkfræðifyrirtækinu Impregilo frá gjaldþroti en fjárhagslegur grundvöllur þess var vægast sagt mjög valtur.
Þegar Davíð Oddsson fór til Ítalíu á sínum tíma og þáði boð Berlusconi að vera gestur hans í óvenjulangri heimsókn var ekkert verktakafyrirtæki í gjörvallri heimsbyggðinni sem hafði áhuga fyrir þessu verkefni. Svo kom tilboðið frá Ítalíu sem var það lágt að Landsvirkjun kolféll fyrir því! Nú er von að lokareikningurinn frá Impregíló verði lagður fram á næstu mánuðum. Má vænta þess að hann verði ímun hærri en upphaflega tilboðið hljóðaði upp á? Kannski það verði í svipuðum dúr og þegar systurfyrirtæki Imprégíló vann að Metró verkefninu í Kaupmannahöfn á sínum tíma? Þá lögðu Ítalarnir fram lokareikning sem reyndist vera fjórum sinnum hærri en upphaflega tilboðið gekk út á! Danir komu af fjöllum þegar þeir sáu þennan himinháa reikning og blasti gjaldþrot við Kaupmannahafnarborg. Danski ríkiskassinn varð að hlaupa undir bagga til að forða Dönum hneysu. Ítalarnir báru fyrir sig að útboðsgögn hefðu verið mjög ónákvæm og spurning hvort þeir beri ekki áþekkt fyrir sig að þessu sinni. Kunnugt er að borun aðveituganga reyndist vera þrælerfið á köflum t.d. neðan undir Þrælahálsi en þar var einn erfiðasti kaflinn í þessu mikla verki.
Ítalska fyrirtækið stóð mjög höllum fæti fjárhagslega þegar það sendi Landsvirkjun tilboðið á sínum tíma. Spurning hvort þessi framkvæmd við umdeilda virkjun hafi orðið til að bjarga Impregíló frá gjaldþroti? Gengi hlutabréfa Impregíló SPA hefur lengi verið mjög flöktandi og ber það með sér að rekstur fyrirtækisins virðist vera allbrokkgengur og reynt sé að bjarga því áfram með því að hafa nóg af verkefnum sem önnur verktakafyrirtæki vilja ekki taka að sér.
Kárahnjúkavirkjun hlýtur að verða n.k. minnisvarði um vægast sagt eina umdeildust ákvörðunartöku í allri Íslandssögunni. Þessi umdeilda ákvörðun klauf íslensku þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og spurning hvort nokkurn tíma íslenska þjóðin verði sama þjóð og fyrr. Við höfum dregið þann lærdóm af þessu að lýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við er mjög ófullkomið og á því þarf að ráða bót hið fyrsta.
Mosi - alias
![]() |
Alþjóðleg tækniráðstefna um Kárahnjúkavirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 16. september 2007
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 244246
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar