10.8.2007 | 16:58
Eðlileg þróun
Þegar litið er á þróun undanfarna áratugi þá hefur fiskvinnsla flust frá fiskiðjuverunum og að miklu leyti um borð í tgarana og jafnvel skipin að nokkru. Að HBGrandi flytji starfsemi sína á Akranes er því mjög eðlileg þróun.
Lóðaverð í Reykjavík hefur farið mjög hækkandi á undanförnum árum. Lóð HBGranda við gömlu höfnina er ábyggilega mjög verðmæt og fylgir væntanlega þeirri þróun sem verið hefur.
Fyrir meira en hálfri öld kom sú hugmynd að byggja hótel í Örfirisey en eftir að síldarbræðsla var byggð þar skömmu eftir stríð og olíubirgðastöð þá runnu þær góðu hugmyndir út í sandinn. Sólarlag og útsýni er mjög fagurt í Örfirisey og þó það sé sjónarsviptir af þessu merka atvinnufyrirtæki þá tekur alltaf annað við og mætti segja það vera táknrænt ef þarna byggðist hótel sem yrði ábyggilega mjög vinsælt meðal ferðamanna og gæfi góðan framtíðararð ekki síður en vel rekið útgerðarfyrirtæki sem HBGrandi. En þá þarf að finna olíubirgðastöðinni e-n annan heppilegri stað ogþví fyrr - því betra!
Hluthafar HBGranda geta ábyggilega glaðst yfir mikilli hagræðingu með þessari skynsömu ákvörðun stjórnenda. Við sem eigum dálítinn hlut í þessu mikilvægasta og stærsta útgerðarfyrirtæki landsmanna sjáum fram á að betri tíð er í vændum. Ekki dugar að gráta þó svo við þurfum að sjá eftir hluta starfsemi á vegum þessa góða fyrirtækis flutta upp á Skaga þar sem lóðir eru mun ódýrari en hér syðra.
Vonandi verður frábær hugmynd Ólafs Hvanndal prentmyndasmiðs að raunveruleika að í Örfirisey rísi fagurt hótel þar sem ferðaþjónustan gæti blómstrað um ókomna framtíð. Mosa þætti vel við hæfi að viðra þær hugmyndir sem hann lagði fram á sínum tíma á síðum Morgunblaðsins. Ólafur var merkur brautryðjandi á sínum tíma og væri mikilsvert að saga hans yrði rifjuð upp við gott tilefni en hann lést um 1954, 75 ára að aldri.
Til hamingju HBGranda menn og Akurnesingar að ógleymdum Reykvíkingum!!! Við eigum að vona það besta og framtíðin er björt framundan!!
Mosi - alias
![]() |
Framtíð athafnasvæðis HB Granda í Reykjavík óráðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.8.2007 kl. 07:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 13:16
Glannaleg fréttamennska
Mosi er nánast orðlaus hve annars ágætur fjölmiðill gengur langt í frétt sem varðar tiltekinn verktaka. Mjög alvarlegt er að nafngreina tiltekinn mann og bera honum á brýn um alvarleg misferli án þess að jafnframt sé gætt þess að andmælaréttur hans sé virtur.
Svona óvönduð vinnubrögð geta dregið alvarlegan dilk á eftir sér: viðkomandi getur öðlast skaðabótarétt vegna þess að þarna er um að ræða árás gegn friðhelgi hans, heiðarleiki hans dreginn stórlega í efa, jafnvel atvinnu hans stefnt í hættu o.s.frv.
Ætli nokkur vilji nokkrum það illt að hann geti ekki borið hendur fyrir sig og varið sig? Í þessari frétt er farin leið sem kúrekar í Texas eru einna þekktastir fyrir: skjóta fyrst og spyrja svo!! Það er ekki til eftirbreytni og síst af öllu í réttarríki.
Svona tilfelli er dæmigert neytendamál og betur hefði verið að viðkomandi hefði snúið sér t.d. til Neytendasamtakanna og fengið góða og vandaða ráðleggingu hvernig best væri að fylgja málinu eftir.
Mosi
![]() |
Varað við verktaka á vefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2007 | 13:04
Þóknun fyrir hleranir
Já hvers vegna ekki?
Símafyrirtækin eru eins og hver önnur þjónustufyrirtæki sem selja vöru og þjónustu eins og það er skilgreint. Og er lögreglan e-ð undanþegin slíkum gjöldum þó það sé vegna hlerunar?
Sjálfsagt þarf að auka fjárveitingar til að lögreglan geti unnið sín störf, greitt lögreglumönnum góð laun og greiða fyrirtækjum fyrir þá þjónustu sem keypt er.
Mosi
![]() |
Símafélögum heimilt að rukka lögreglu fyrir hlerun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. ágúst 2007
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 4
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 244246
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar