Ja hérna!

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að 50 umsóknir berist um opinbert starf.

Þarna eru mörg þekkt nöfn úr ferðabransanum, miklir reynsluboltar sem eiga ábyggilega eftir að láta mikið að sér kveða enda eru ferðamálin sú atvinnugrein sem er mjög mannfrek og mjög vaxandi.

Magnús Oddsson fráfarandi ferðamálastjóri var mjög góður leiðtogi ferðaþjónustunnar og það verður sennilega ekki auðvelt að taka við af honum. Óskandi er að Samgönguráðuneytið velji þann sem skarar fram úr öðrum hvað reynslu og þekkingu af ferðamálum varðar.

Mosi telur sig ekki geta gert upp á milli margra sem hann telur að geti komið til greina. Og þó: Ólafur Örn hefur verið um nokkurra ára skeið forseti Ferðafélags Íslands og auk þess setið á Alþingi. Þar gat hann sér góðs orðstírs. Einnig reyndi mikið á stjórnsemi hans sem forstjóri Ratsjárstofnunar. Það sem gæti orðið ástæða þess að hann fengi ekki þetta starf er að nú hefur hann fylgt Framsóknarflokknum að malum og áhrif Framsóknar fara í dag þverrandi. En mannkostir eiga vissulega að vera ætíð hafnir yfir pólitík.

En ekki má líta fram hjá öðrum mjög góðum einstaklingum sem ábyggilega hafa áþekka reynslu til að bera.

Óskandi er að ferðamálin megi dafna sem mest og verða helsti og mikilvægasti atvinnuvegur Íslendinga enda getum við byggt þennan atvinnuveg að mestu leyti á okkar eigin forsendum. 

Mosi 


mbl.is 50 sóttu um embætti ferðamálastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stopp á meiri fjárfestingar

Ástæða er til að fara varlega í frekari fjárfestinga íslenskra banka. Sérstaklega á þetta við Kaupþing banka sem hefur jafnvel reist sér hurðarás um öxl með kaupum á hollenska bankanum í haust. Þau kaup hafa valdið viðskiptakreppu sem þarf að taka alvarlega ef ekki á að fara illa.

Mosi 


mbl.is Kaupþing skoðar írskan sparisjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má treysta þessu loforði?

Oft hefur verið lofað upp í ermarnar á sér en ekki er rétt að treysta nokkurn skapaðan hlut fyrr en efndirnar eru að staðreynd.

Var ekki búið að lofa afnámi stimpilgjalda fyrir síðustu kosningar? Hvar eru þau kosningaloforð niðurkomin? Á kannski að setja gömul og vanefnd kosningaloforð í endurvinnslu?

Mosa finnst Sjálfstæðisflokkurinn megi gjarnan spíta í lófana, bretta upp ermarnar og efnda e-ð af þeim fjölda kosningaloforða sem kjósendum hans sem og landsmönnum hefur verið lofað á undanförnum árum.

 


mbl.is Tekjur maka skerði ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðsnúningur?

Verður ekki að doka um stund enda of snemmt að fagna viðsnúning. Margt verður að koma til að hagur batni almennt í BNA.

Mosi 


mbl.is Bandarísk hlutabréf hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2007

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband