Matsveppir

Lengi vel þekktu Íslendingar ekki matsveppina sem víða vaxa. Við flytjum jafnvel enn inn 3. flokks sveppi frá Kína í niðursuðudósum og enn taka margir Íslendingar þá jafnvel fram yfir okkar eigin skógasveppi.

Við getum síðsumars átt von á að finna í vaxandi skógunum okkar marga góða matsveppi á borð við birkisveppi (kúalubba), furusveppi, lerkisveppi og jafnvel kóngssveppi sem eru langbestu matsveppirnir. Ferskir nýtíndir sveppir eru eitt það besta sem sælkerar láta sig dreyma um og í fréttinni segir frá mjög sjaldgæfum sveppi sem Mosi hefur aldrei heyrt minnst á.

Við Íslendingar eigum að efla skógrækt sem mest og einkum á þeim stöðum þar sem ekki aðeins hagstætt er að rækta skó, heldur einnig á þeim svæðum sem skógrækt mun ekki keppa við aðra  landnýtingu. Má t.d. benda á fjalsrætur víða um land en þar er einmitt mjög hagkvæmt að rækta skóg.

Mosi 


mbl.is Dýr sveppur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirðilegur glæpur

Einn svívirðilegasti glæpur sem margir falla í freistni, er að láta sig hverfa eftir að hafa valdið alvarlegu slysi. Í þessu tilfelli er ekið á barn sem liggur illa slasað á sjúkrahúsi. Fátt er vitað annað en um stóran bíl að ræða með stóra skúffu.

Nú hefur lögreglan handtekið grunaðan mann sem talinn er eiga hlut að þessu grafalvarlega máli. Ekki liggur fyrir játning þannig að enn sem komið er verður ekki fullyrt hvort lögreglan hafi náð í þann sem valdið hefur slysinu.

Því miður er vaxandi að margir komi sér upp óþarflega stórum faratækjum. Þetta skúffubílaæði er eitt af þessum óskiljanlegu dellum sem margir freistast að falla fyrir. Fyrir nokkrum áratugum var verulegur hluti bílaflotans á Íslandi tiltölulega litlir bílar með fremur kraftlitlum vélum. Flestir þessara smábíla voru frá austur Evrópu og sjaldan sem þeir lentu í umferðaóhöppum, varð alvarlegt slys af þeirra völdum.

Núna er þvílík bísn orðin af þessum óþarflega stóru bílum. Þeim er ekið eins og eigendur þeirra telji sig vera staddir á amerískum hraðbrautum á amerískum hraða. Og þeir sem aka þessum skúffubílum virðast ekkert vera of vel fjáðir, samanber þegar einn skúffubílaeigandinn ritar hverja greinina á fætur annari í Morgunblaðinu fyrir nokkru vegna gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum. Annað hvort hefur maður efni á að aka svona bílum eður ei og verður þá að sætta sig við það að þessir bílar hljóta að vera dýrari í rekstri en aðrir bílar sem minni eru.

Eitt grátlegasta er þegar þessum bílum er ekið dagsdaglega um götur höfuðborgarsvæðisins með rígnegldum hjólbörðum. Þessir bílar eru sennilega þyngri en 3-4 Trabantar eða Bjöllurnar sem almennt ekki þurfti að setja nagladekk undir. Þungir bílar slíta götunum margfalt meira en þessir smábílar. Að ekki sé minnst á þá gríðarlegu svifryksmengun sem þessir bílar framleiða dagsdaglega, eigendum sínum að því virðist vera til skemmtunar. Oft er aðeins einn maður í þessum bílum og yfirleitt er skúffan ætíð tóm! Mætti benda þessum mönnum á að skúffa gerir nánast sama gagn og kerra sem tengd er aftan í bíla með dráttarkúlu! Ekki dettur skúffubílaeigendum í hug að tengja kerru aftan í skúffubílinn til þess að sýnast jafnvel enn meir karl í þessu sívaxandi samkeppnissamfélagi.

Í nánustu framtíð verður að taka upp nýja skattheimtu í formi umhverfisskatts. Þeir sem menga og spilla umhverfi, þeim ber að greiða fyrir það, samkvæmt sanngjarnri gjaldskrá. Þeir sem aka á nöglum: eruð þið tilbúnir að taka þátt í gríðarlegu viðhaldi á slitfleti akbrautanna? Eruð þið tilbúnir að taka þátt í rekstri heilbrigðiskerfisins vegna rykmengunarinnar sem rekja má til notkunar naglanna? Þannig mætti lenmgi telja. 

Óskandi er að lögreglan nái sem fyrst þessum ökufanti sem var valdur að þessu mjög alvarlega umferðarslysi í Keflavík.

Mosi 

 

 


mbl.is Yfirheyrslur halda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2007

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband